Bág staða kvenna

  

31. október 2006

Hvorki Sam­fylk­ingu né Sjálf­stæð­is­flokki tókst að gera kon­um eins hátt und­ir höfði í próf­kjör­um helg­ar­inn­ar og körl­um. Kannski er ekk­ert at­huga­vert við að kon­ur fóru al­mennt hall­oka í próf­kjör­un­um. Kannski var fram­boð kvenna ekki nógu gott og kannski gátu kjós­end­ur ekki veitt þeim kon­um, sem sótt­ust eft­ir þing­sæt­um, meiri stuðn­ing en raun varð á. Ef það er svo, þá verð­ur að skoða bet­ur og end­ur­meta þá að­ferð sem er not­uð við að velja á fram­boðs­lista flokk­anna. Það geng­ur ekki, kosn­ing­ar eft­ir kosn­ing­ar, að slík­ur ójöfn­uð­ur sé með kynj­un­um.Hvað sem sagt er þá er staða kvenna í Sjálf­stæð­is­flokki af­leit. Flokk­ur­inn hef­ur nú níu þing­menn í Reykja­vík og tak­ist flokkn­um að halda sínu verða tveir þing­menn af níu í Reykja­vík kon­ur og sjö karl­ar. Það er af­leit staða og þess vegna er ómögu­legt að taka und­ir með þeim sem segja stöðu kvenna í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Reykja­vík við­un­andi. Það er ver­ið að blekkja með þann­ig full­yrð­ing­um. Eina kon­an sem gegn­ir þing­mennsku í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fékk fall­ein­kunn hjá flokks­systk­in­um sín­um í Sam­fylk­ing­unni og á lík­ast til enga mögu­leika á að ná þing­sæti. Af þeim tveim­ur próf­kjör­um sem hafa ver­ið hald­in nú hef­ur staða kvenna lít­ið eða ekk­ert batn­að. Það á að vera áhyggju­efni.Sé það svo að al­mennt séu kon­ur sem sækj­ast eft­ir þing­sæti eitt­hvað lak­ari kost­ur en þeir karl­ar sem sækj­ast eft­ir sömu sæt­um þá verð­ur að bregð­ast við því. Eng­in rök segja okk­ur að kon­ur séu al­mennt og fyr­ir­fram síðri kost­ur en karl­ar til að gegna störf­um við stjórn­sýslu. Ef við ger­um ráð fyr­ir að kjós­end­ur í próf­kjör­um velji fram­bjóð­end­ur út frá því sem þeir telja best fyr­ir flokk og þjóð með þess­um ár­angri þarf að finna aðra leið en próf­kjör til að velja á list­ana. Ein­sog allt stefn­ir í nú fer því fjarri að Al­þingi spegli þjóð­ina. Aft­ur verð­um við með þing­heim þar sem karl­ar eru í mikl­um meiri­hluta.For­ysta stjórn­mála­flokk­anna hlýt­ur að hafa áhyggj­ur af þró­un­inni. Próf­kjör­in hafa með­al ann­ars hafn­að sitj­andi þing­mönn­um. Björn Bjarna­son fékk slæma kosn­ingu, sama er að segja um Pét­ur Blön­dal og Sig­urð Kára Krist­jáns­son og Birgi Ár­manns­son og auð­vit­að Sam­fylk­ing­ar­kon­una Önnu Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur. Kannski er það já­kvæða við próf­kjör­in að þeir þing­menn sem ekki standa sig nógu vel, að mati kjós­enda, fá að vita af því með eft­ir­tekt­ar­verð­um hætti.Þrátt fyr­ir að próf­kjör geti ver­ið áminn­ing fyr­ir ein­staka þing­menn og jafn­vel brott­rekst­ur þá er vand­inn stærri og meiri en kost­irn­ir. Þing­ræð­ið hef­ur lát­ið á sjá og það er verk að vinna því virð­ingu og stöðu á ný. Það verð­ur best gert með því að á þingi sé þver­skurð­ur af þjóð­inni, ekki að­eins þeir sem nenna og geta bar­ist fyr­ir sjálf­an sig í próf­kjör­um, það þarf líka þau sem hafa hug­sjón­ir og lang­an­ir til að láta til sín taka, láta gott af sér leiða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband