Eitt ár

3. október 2006

 Eitt ár er síð­an Frétta­blað­ið hóf að birta frétt­ir, sem að mestu voru byggð­ar á tölvu­póst­um sem höfðu geng­ið milli fólks sem kom að að­drag­anda Baugs­máls­ins, og þær frétt­ir höfðu veru­leg áhrif á sam­fé­lag­ið. Í þeim frétt­um kom fram að fólk sem ekki var beinn þátt­tak­andi í mál­inu eða hafði beinna eða sér­stakra hags­muna að gæta hafði set­ið á fund­um og und­ir­bú­ið kæru til lög­reglu. Það er rétt um eitt ár síð­an þetta mál skók sam­fé­lag­ið. Flest­um er enn í minni allt það sem fylgdi á eft­ir, svo sem lög­bann sýslu­manns á gögn blaða­manna, mála­rekst­ur Jón­ínu Bene­dikts­dótt­ur gegn Frétta­blað­inu og ótví­ræð­ur sig­ur vand­aðr­ar blaða­mennsku á tveim­ur dómst­ig­um. Reynd­ar er ekki að sjá að Frétta­blað­ið muni þessi tíma­mót, alla­vega er þeirra ekki get­ið í blað­inu.Fjöl­miðl­um er mik­ils virði að geta unn­ið í friði fyr­ir of­beldi hins op­in­bera, sama hver fær vald­ið í lið með sér, og þess vegna er tölvu­pósts­mál­ið og eft­ir­mál þess mik­ils­vert í sögu nú­tíma­fjöl­miðl­un­ar. Lög­banni sýslu­manns­ins var hafn­að á tveim­ur dómst­ig­um. Þó Frétta­blað­ið kjósi að láta sig þessi tíma­mót engu skipta er ekki sjálf­gef­ið að aðr­ir geri það. Oft hef­ur ver­ið sótt að fjöl­miðl­um og þeim sem þar starfa. Í þessu máli var það gert og upp risu all­skyns máls­verj­end­ur þeirra sem við sögu komu. Það gáfu sig líka fram máls­verj­end­ur sem sögðu ekk­ert að því að helstu trún­að­ar­menn þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra hafi átt fundi um Baugs­mál­ið nokkru áð­ur en það var kært til lög­reglu og það risu upp verj­end­ur sem fannst ekk­ert merki­legt þótt þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra hafi ver­ið nefnd­ur sér­stak­lega og ekki held­ur þó nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra hafi einn­ig kom­ið til tals hjá þeim sem mest og best unnu að því að gera Baugs­mál­ið að op­in­beru refsi­máli.Þrátt fyr­ir að vönd­uð og góð blaða­mennska hafi far­ið með sig­ur af hólmi fyr­ir dóm­stól­um eim­ir enn eft­ir af hinni sér­stöku vörn þeirra sem stýrðu að­drag­anda kæru­máls­ins, að í tölvu­pósts­mál­un­um hafi ekk­ert sér­stakt kom­ið fram. Það er rangt að halda því fram. Eink­um og sér í lagi þeg­ar skoð­að er hvaða út­reið þetta sér­staka mál, það er Baugs­mál­ið sjálft, hef­ur feng­ið hjá dóm­stól­um. Mál­ið hef­ur nán­ast ver­ið berstr­íp­að fyr­ir dóm­stól­um og tölvu­pósts­mál­ið reynd­ist þeg­ar upp er stað­ið vera minn­is­varði um getu, kjark og festu fjöl­mið­ils til að halda áfram með gott frétta­mál, þrátt fyr­ir ótrú­leg­an and­byr og ónot.Í fyll­ingu tím­ans mun Baugs­mál­ið verða rann­sak­að með öðr­um hætti en gert hef­ur ver­ið, það verð­ur gert af op­in­ber­um yf­ir­völd­um eða öðr­um, og þá mun skýr­ast bet­ur hvern­ig var stað­ið að kær­unni sem varð að þessu stóra og sér­staka máli, þá mun skýr­ast hver að­drag­andi Baugs­máls­ins var og þá munu fleiri stað­reynd­ir um und­ir­bún­ing máls­ins verða stað­fest­ar og þær munu hafa áhrif. Þá verð­ur gott að hafa fjöl­miðla sem hafa kjark.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband