Sök bít­ur sek­an

20. október 2006

 Merki­legt að hugsa til baka og rifja upp kjör­tíma­bil­ið 1987 til 1991. Þá mynd­aði Þor­steinn Páls­son rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki og Al­þýðu­flokki. For­menn þeirra flokka, Stein­grím­ur Her­manns­son og Jón Bald­vin Hanni­bals­son, voru aug­ljós­lega aldr­ei sæl­ir í sam­starf­inu. Stein­grím­ur vakti til að mynda þjóð­ar­at­hygli þeg­ar hann, þá starf­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, boð­aði til al­menns stjórn­mála­fund­ar þar sem hann sagði ástand efna­hags­mála vera í upp­námi, sagði Róm brenna. Enda fór svo að þeir fé­lag­ar Stein­grím­ur og Jón Bald­vin sprengdu rík­is­stjórn­ina, fóru á bak­við for­sæt­is­ráð­herr­ann og mynd­uðu nýja rík­is­stjórn.Til að það tæk­ist fengu þeir Al­þýðu­banda­lag­ið, und­ir for­ystu Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, og Borg­ara­flokk­inn í lið með sér. Svav­ar Gests­son varð ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn Stein­gríms Her­manns­son­ar. Fá­ir þing­menn hafa ver­ið harð­ari og mæl­skari í átök­um við and­stæð­inga sína en Svav­ar. Hann var and­stæð­ing­um sín­um erf­ið­ur. Nú hef­ur ver­ið upp­lýst að Strein­grím­ur og Jón Bald­vin sprengdu ekki að­eins rík­is­stjórn Þor­steins Páls­son­ar, held­ur gerðu þeir gott bet­ur. Þeir fyr­ir­skip­uðu rann­sókn­ir á meint­um tengsl­um Svav­ars, sem þá var orð­inn sam­ráð­herra þeirra í nýju rík­is­stjórn­inni, við aust­ur­þýsku leyni­þjón­ust­una, Stasi, sem var hrika­leg og vond. Þeir fé­lag­arn­ir fengu eng­ar upp­lýs­ing­ar um land­ráð eða aðr­ir sak­ir Svav­ars. Ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til að Svav­ar hafi á nokk­urn hátt unn­ið fyr­ir er­lend ríki. Ekki frek­ar en í öðr­um mál­um fyrri tíma. All­ar þær síma­hler­an­ir og per­sónu­njósn­ir sem sann­ar­lega voru stund­að­ar hér eiga það sam­merkt að hafa engu skil­að, enga sekt sann­að og að­eins ver­ið byggð­ar á ótta ráð­andi afla hverju sinni. Rann­sókn­ir að beiðni Stein­gríms og Jón Bald­vins eru svo nærri okk­ur í tíma að rétt­ast er að byrja á að leiða fram all­an sann­leika um þær. Er það svo að ráð­herr­ar geti feng­ið emb­ætt­is­mönn­um það verk að fara um heim­inn og tína sam­an gögn fyrri ára í von um að þau komi pól­it­ísk­um and­stæð­ing­um illa? Þarf ekki sér­stak­ar heim­ild­ir til þann­ig skít­verka, eða geta ein­staka ráð­herr­ar fyr­ir­skip­að slíkt og lát­ið rík­ið borga kostn­að­inn án þess að það komi fram í reikn­ings­bók­um eða öðr­um skrám? Ger­ist þetta jafn­vel enn?Jón Bald­vin uppá­stend­ur að sími hans hafi ver­ið hler­að­ur með­an hann var ut­an­rík­is­ráð­herra. Við verð­um að trúa mann­in­um og ganga út frá því sem vísu að hann sé þess full­viss að svo hafi ver­ið. Op­in­ber rann­sókn mun vænt­an­lega leiða fram sann­leik­ann í því máli. Við bíð­um spennt. Hvers vegna Jón Bald­vin gerði ekk­ert með þessa vitn­eskju á sín­um tíma er ann­að mál og sér­stakt. Þá vissi hann af rann­sók­inni sem hann fyr­ir­skip­aði um meint tengsl Ís­lend­inga, og sér­stak­lega Svav­ars Gests­son­ar, við leyni­þjón­ustu Aust­ur-Þýsk­lands. Get­ur ver­ið að það hafi dreg­ið úr vilja Jóns Bald­vins á að láta rann­saka hugs­an­leg­ar síma­hler­an­ir fá­um ár­um síð­ar? Kann að vera, en auð­vit­að verð­ur þetta allt rann­sak­að og nið­ur­stöð­urn­ar munu ým­ist hreinsa ger­end­ur af ásök­un­um eða sanna sekt­ir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Mér finnst allt þetta mál mjög reyfarakennt og ótrúlegt en finnst mikilvægt að taka af allan vafa og afgreiða málið í eitt skipti fyrir öll, svona bara til að taka það alveg af borðinu.

Birna M, 20.10.2006 kl. 20:33

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góður pistill hjá þér Sigurjón. Það eru greinilega ekki öll kurl komin til grafar í þessu öllu og Jón Baldvin ef til vill ekki alveg eins saklaust og hann vill láta. Ég bendi á góðan pistil Ögmundar Jónassona á heimasíðu hans www.ogmundur.is um málið. Það verður að komast til botns í þessum hlerunum og njósnum og ekki lára Sjálfstæðisflokkinn stoppa það af.

Hlynur Hallsson, 21.10.2006 kl. 09:08

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góður pistill hjá þér Sigurjón. Það eru greinilega ekki öll kurl komin til grafar í þessu öllu og Jón Baldvin ef til vill ekki alveg eins saklaus og hann vill láta. Ég bendi á góðan pistil Ögmundar Jónassonar á heimasíðu hans www.ogmundur.is um málið. Það verður að komast til botns í þessum hlerunum og njósnum og ekki láta Sjálfstæðisflokkinn stoppa það af.

(Gleymdi að leiðrétta villur áðan:)

Hlynur Hallsson, 21.10.2006 kl. 09:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband