Frjás­lyndi þjóð­ern­is­flokk­ur­inn

Eiríkur Bergman Einarsson skrifar forvitnilega grein í Blaðið í dag. Þar segir:

"Þeir eru af sama meiði en heita mis­mun­andi nöfn­um í ólík­um lönd­um. Í Dan­mörku er það Pia Kærsga­ard sem fer fyr­ir Danska þjóð­ar­flokkn­um, í Nor­egi fór Carl I Hag­en fyr­ir Fram­fara­flokkn­um svo­kall­aða áð­ur en hin svip­fríða Siv Jens­en tók við kefl­inu. Í Frakk­landi var það Þjóð­ar­fram­varða­hreyf­ing Le Pen, í Hol­landi hinn myrti Pim Fortuyn, í Aust­ur­ríki fór Jörg Hai­der fyr­ir Frels­is­flokkn­um. Í Belg­íu kenna þeir sig við flæmska blokk og í Bret­landi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur Stóra-Bret­lands að störf­um. Á Ís­landi er það Fjáls­lyndi flokk­ur­inn með Magn­ús Þór Haf­steins­son fremst­an í flokki. Ís­land fyr­ir Ís­lend­inga?Það var á tí­unda ára­tug ný­lið­inn­ar ald­ar sem þjóð­erni­söfga­flokk­ar fóru á nýj­an leik að ná fót­festu í stjórn­mála­lífi víða í Evr­ópu, eft­ir að hafa tek­ið sér stöðu gegn inn­flytj­end­um. Þjóð­ern­is­hug­mynd­ir hafa löng­um fall­ið í frjó­an jarð­veg víða í Evr­ópu og hafa jafn­framt fund­ið sér far­veg í stjórn­mála­lífi víða í álf­unni, þótt mis­jafnt geti ver­ið í tíma og rúmi hvern­ig og hvar um lönd far­veg­ur kyn­þátta­hyggj­unn­ar ligg­ur. Ein­hverra hluta vegna hef­ur slík­ur stjórn­mála­flokk­ur ekki kom­ið fram á sjón­ar­svið­ið á Ís­landi, fyrr en nú að Frjáls­lyndi flokk­ur­inn virð­ist ætla að helga sér þetta svið stjórn­mál­anna. Hér er auð­sjá­an­lega um mark­vissa stefnu­breyt­ingu að ræða. Í síð­ustu viku rit­aði Jón Magn­ús­son, lög­mað­ur og von­ar­pen­ing­ur flokks­ins, grein hér í blað­ið þar sem hann boð­aði að Ís­land ætti að vera fyr­ir Ís­lend­inga. Síð­an hef­ur Magn­ús Þór Haf­steins­son hald­ið úti sama mál­flutn­ingi í svo til öll­um fjöl­miðl­um. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem álíka þjóð­ern­is­hug­mynd­ir koma fram í stjórn­mála­um­ræðu hér á landi. Fyr­ir tæp­um tutt­ugu ár­um var hér starf­andi fé­lags­skap­ur­inn Nor­rænn kyn­stofn sem barð­ist gegn því að Ís­lend­ing­ar myndu bland­ast fólki af er­lend­um upp­runa. Fé­lag ís­lenskra þjóð­ern­is­sinna sem stofn­að var á Suð­ur­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in var svo næst í röð­inni til að halda uppi merkj­um kyn­þátta­hyggj­unn­ar hér á landi. Fé­lag­ið var aldr­ei fjöl­mennt og logn­að­ist út af eft­ir að einn forsp­rakki þess var dæmd­ur fyr­ir niðr­andi um­mæli um fólk af afr­ísk­um upp­runa sem hann við­hafði í for­síðu­við­tal­i við DV í febrú­ar 2001 und­ir heit­inu „Hvíta Ís­land“. Fé­lag fram­fara­sinna, und­ir for­ystu Hjart­ar J. Guð­munds­son­ar, tók þá við mál­inu og hélt til skamms tíma úti álíka mál­flutn­ingi á vef­síð­unni www.fram­far­ir.net. Nú hef­ur Frjáls­lyndi flokk­ur­inn (sem þá er orð­ið and­heiti) sem­sé tek­ið við kefl­inu. Breyt­ir flokka­kerf­inuEft­ir að kvóta­mál­ið datt út úr stjórn­mála­um­ræð­unni hér á landi hef­ur Frjáls­lyndi flokk­ur­inn ver­ið í nokk­urri til­vist­ar­kreppu og virð­ist ætla að finna sér til­veru­grund­völl með and­stöðu við inn­flytj­end­ur. Með því móti fær­ir flokk­ur­inn sig inn í þekkt mengi stjórn­mála­við­horfa í Evr­ópu, sem bygg­ir á hug­mynd­um um sér­stöðu þjóð­ar­inn­ar. Við­horf­ið geng­ur út á að inn­streymi fólks af er­lend­um upp­runa grafi á ein­hvern hátt und­an þjóð­inni og því verði að girða land­ið af, einn­ig í menn­ing­ar­legu til­liti. Slík­ir flokk­ar hafa átt ógn­væn­legu fylgi að fagna víða um álf­una á und­an­förn­um ár­um og því gæti þessi breyt­ing á stefnu flokks­ins haft af­drifa­rík­ar af­leið­ing­ar í för með sér fyr­ir flokka­kerf­ið hér á landi. Til að mynda hlýt­ur út­spil­ið að úti­loka sam­starf við Sam­fylk­ingu og Vinstri græna eft­ir næstu kosn­ing­ar."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Sigurjón. Ég ætla að kenna þér það, sem enginn nennti að kenna mér hérna á Moggablogginu. Til að skipta á milli lína notarðu táknið < og svo (án stafabils) p og svo (aftur án stafabils) >. Þessi tákn eiga að vera á lykli einna lengst til vinstri í neðstu stafaröð á lyklaborðinu (> er með því að ýta líka á hástafalykilinn). Ég set þessi tákn (og stafinn p) með þessum hætti hér, því að ef ég færi að setja þetta upp í röð án slaga á milli, færi þessi skipun að virka í þessum texta og yrði ósýnileg! En fyrrgreinda skipun seturðu á undan hverjum málslið (klausu) og strax á eftir klausunni sömu skipun, en með / á undan p-inu. Þá fer texti þinn að vera miklu árennilegri. Með kveðju, Jón.

Jón Valur Jensson, 7.11.2006 kl. 23:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurjón, ég er ósammála þessari grein þinni, það er t.d. ekki rétt að blanda þessum viðvörunum Magnúsar Þórs við hreinræktunarhugmyndir þess félagsskapar sem kallaði sig Norrænn kynstofn -- Magnús er ekki rasisti frekar en þú eða ég.

En í stað þess að ræða viðhorf mitt frekar hér, vísa ég þér og þínum á viðbragð mitt við öðrum vefsíðuskrifum á Moggabloggi Stebba Fr.

Jón Valur Jensson, 7.11.2006 kl. 23:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Illa hraðlas ég þennan pistil, auðvitað berðu ekki ábyrgð á greinarskrifum Eiríks Bergmanns (sem ég var rétt í þessu að rekast á í Fréttablaðinu!).

Jón Valur Jensson, 8.11.2006 kl. 00:28

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Grein Eiríks kemur mér nú ekki mjög á óvart, að öðru leyti en því að greinarhöfundur gefur sér það að útiloka samstarf við Sf og Vg sem er í sjálfu sér stórfurðulegt viðhorf satt best að segja.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.11.2006 kl. 01:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband