Uppsögn

Það er rétt sem fram hefur komið að ég hef sagt upp störfum sem ritstjóri Blaðsins og að ég hafi óskað eftir að láta af störfum eigi síðar en um áramótin. Ég hef ekki rætt við 365 eða Árvakur um störf á þeirra blöðum. Getgátur um það eru rangar.

Það er einnig rétt að Janus Sigurjónsson hefur sagt upp og óskað eftir að láta af störfum á sama tíma og ég. Janusi langaði í raun aldrei á Blaðið. Honum stóð margt til boða, en hann tók þá ákvörun að fylgja mér og þegar ég sagði honum að ég ætlaði að hætta voru allar forsendur fyrir veru hans á Blaðinu brostnar.

Fréttastjórunum, sem líkt og Janus, komu með mér og einungis mín vegna, hafa sagt upp störfum, en með fyrirvörum um hvernig spilast úr með ráningu nýs ritstjóra. Þau vilja hafa fyrirvara um hver tekur við og eins hvort næsti ritstjóri vilji vinna með þeim eins náið og samstarf fréttastjóra og ritstjóra þarf að vera.

Fréttir af öðrum uppsögnum eru ekki réttar.

Það sem hefur skipt hvað mestu máli fyrir mig, er að ég er ekki eins sannfærður fyrir ágæti fríblaða og ég var. Þar ráða nokkrar ástæður, til að mynda dreifing blaðanna og það að þau eru prentuð ó stórum upplögum og borin út í von um að sem flestir lesi. Auðvitað á þetta form rétt á sér, en mér þykir komið að þeim punkti hjá mér, að ég og fríblöð eigum ekki samleið., allavega ekki í bili. Kannski breytist það seinna, en þetta er helsta ástæða þess að ég kýs að hætta sem ritstjóri Blaðsins. 

e.s.  las á bloggsíðu Steingríms Ólafssonar um þá ákvörðun mína að hætta á Blaðinu. Það er rétt að Steingrímur hafði samband við mig í gær, og vegna loforða við núverandi vinnuveitendur afvegaleiddi ég hann, kaus að staðfesta ekki upssögnina. Það er hins vegar kolrangt það sem haft er eftir mér orðrétt á síðu Steingríms;

Ertu að hætta á Blaðinu?"

Svar Sigurjóns var eftirfarandi:

"Nei, það er lygi."

 

Samtal okkar var ekki svona, og ég nota ekki orðið lygi. Nenni bara að mótmæla því sem er sagt að hafi verið í beinni ræðu. Annað hirði ég ekki um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

HVAÐA, HVAÐA ...

Óttalegt óðagot er á þér gamli félagi. Þetta lítur nú ekki út eins og þú sért að mannast umfram það sem þú hefur væntanlega vænst áður og fyrr. Vonandi ertu búinn að taka til á stofuborðinu síðan þú raðaðir Baugsmálinu vitlaust upp.

Kveðjur, - herb.

Herbert Guðmundsson, 9.12.2006 kl. 23:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband