Mogg­inn, Baug­ur og ol­íu­svik­in

Morg­un­blađ­iđ sér ástćđu til ađ blanda sam­an ol­íu­svika­mál­inu og Baugs­mál­inu í leiđ­ara í gćr. Morg­un­blađ­iđ full­yrđ­ir ađ sak­born­ing­ar í ol­íu­mál­inu muni ekki verj­ast međ sama hćtti og Baugs­menn. En hvers vegna er ver­iđ ađ bera ţessi tvö mál sam­an? Hvađ rek­ur Mogg­ann til ţess?Mál­in eru mjög ólík. Ann­ađ hef­ur ít­rek­ađ kom­iđ fyr­ir dóm­stóla án ţess ađ ţeim sem hafa far­iđ međ ákćru­vald í mál­inu hafi nokkru sinni tek­ist ađ sanna sekt á ţá sem ţeir hafa ákćrt. Ol­íu­svika­mál­iđ er allt ann­ars eđl­is. Sama dag og for­stjór­arn­ir ţrír voru ákćrđ­ir féll skađa­bóta­dóm­ur á ol­íu­fé­lög­in um sekt ţeirra vegna sam­ráđs; sam­ráđs um ađ hafa pen­inga af fólki, af viđ­skipta­vin­um sín­um. Enn hef­ur ekki tek­ist ađ sanna sekt­ir í Baugs­mál­inu, ólíkt ţví sem ţeg­ar hef­ur gerst í ol­íu­svika­mál­inu.Ol­íu­svika­mál­iđ er fram­hald af rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda. Brota­menn ţar hafa ját­ađ sak­ir og beđ­ist af­sök­un­ar á ţeim. Baugs­menn hafa all­an tím­ann hald­iđ fram sak­leysi sínu og var­iđ sig af öflu afli. Sem er mik­iđ.Ekki er hćgt ađ sjá hvers vegna Mogg­inn kýs ađ strá efa­semd­um um varn­ir Baugs­manna ţeg­ar blađ­iđ neyđ­ist til ađ fjalla um ákćr­ur í ol­íu­svika­mál­inu. Mogg­inn geng­ur svo langt í leiđ­ar­an­um ađ tal­a um ađ Baugs­menn hafi mis­not­ađ fjöl­miđla í vörn­um sín­um. Hér ţarf ađ staldra viđ. Hafi ein­hver fjöl­miđ­ill ver­iđ mis­not­ađ­ur í ţess­um mál­um er ţađ Morg­un­blađ­iđ. Ţađ var á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Morg­un­blađs­ins sem ţeir hitt­ust Styrm­ir Gunn­ars­son, Kjart­an Gunn­ars­son og Jón Stein­ar Gunn­laugs­son til ađ leggja á ráđ­in um kćr­ur á hend­ur Baugs­mönn­um. Ţađ var á rit­stjórn Morg­un­blađs­ins sem kćr­and­inn í Baugs­mál­inu fékk ókeyp­is ţýđ­ing­ar­ţjón­ustu, ţađ var rit­stjóri Morg­un­blađs­ins sem átti í póst­send­ing­um í ađ­drag­anda lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar gegn Baugi, ţađ var rit­stjóri Morg­un­blađs­ins sem lék drjúgt hlut­verk í ađ ýta ţeirri rann­sókn af stađ. Ţađ er ţessi sami rit­stjóri sem stíg­ur nú fram og vćn­ir ađra fjöl­miđla um ađ ganga er­inda sak­born­inga í Baugs­mál­inu. En hvađ um hans hlut? Var allt ţađ sem gert var á rit­stjórn Morg­un­blađs­ins, af­skipti rit­stjór­ans og hans vina, eđli­leg međ­ferđ á fjöl­miđli? Má vera ađ ţađ sé mat rit­stjór­ans?Lengi hef­ur ver­iđ beđ­iđ eft­ir ţví hvern­ig Morg­un­blađ­iđ myndi taka á ol­íu­svika­mál­inu ţeg­ar loks kćmi ađ ákćr­um. Ţađ hef­ur Morg­un­blađ­iđ gert. Leiđ­ara­höf­und­ur­inn tók sér smjör­klípu í hönd og klíndi um allt til ţess ađ draga úr al­var­leika ol­íu­svika­máls­ins. Einn af eig­end­um Morg­un­blađs­ins til margra ára og fyrr­um stjórn­ar­for­mađ­ur Morg­un­blađs­ins sćt­ir ákćru í ol­íu­svika­mál­inu. Hef­ur ţađ áhrif á rit­stjór­ann, féll Mogg­inn á próf­inu, fór Mogg­inn út af í beygj­unni?Sig­ur­jón M. Eg­ils­son. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband