Dóms­mála­ráð­herr­ann

12. október 2006

 Björn Bjarna­son rær lí­fróð­ur fyr­ir áfram­haldi í pól­it­ík. Staða hans er erf­ið, jafn­vel af­leit. Ráð­herr­ann hef­ur gert stöðu sína erf­iða og ef­laust þyk­ir mörg­um kom­ið nóg af Birni Bjarna­syni.Það eru ekki nema fimm ár síð­an Björn var kall­að­ur fram sem borg­ar­stjóra­efni en galt af­hroð. Hann hef­ur lengst­um ver­ið í skjóli Dav­íðs Odds­son­ar, skjóli sem ekki nýt­ur leng­ur við.Björn Bjarna­son hef­ur tek­ið að sér að vera mál­svari per­sónu­njósna og varð­veislu hins op­in­bera á gögn­um um skoð­an­ir og orð fólks sem ekk­ert at­huga­vert fannst við. Björn tek­ur til varna sem mál­svari kulda­legs kerf­is og hon­um renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar. Hon­um finnst hann verða að verja minn­ingu lát­ins föð­ur síns, en hann gegndi emb­ætti dóms­mála­ráð­herra á þeim tíma sem njósn­ir hins op­in­bera risu hvað hæst. Það er fal­legt af Birni að verja minn­ingu föð­ur síns, en um leið bend­ir margt til að sú vörn kosti Björn mik­ið í þeirri bar­áttu sem hann nú á í til að fram­lengja pól­it­ískt líf sitt.Það er fleira sem vinn­ur gegn Birni og sem áð­ur er hann ör­laga­vald­ur­inn. Baugs­menn hafa sent að­finnsl­ur við orð og gerð­ir dóms­mála­ráð­herr­ans til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Aug­ljóst er að ráð­herr­ann hef­ur ekki leynt hatri sínu á Baugs­mönn­um og eink­um og sér í lagi þeim fjöl­miðl­um sem þeir eiga hlut í. Öll þau stóru orð sem Björn hef­ur við­haft verða jafn­vel skoð­uð af er­lend­um dóm­stóli og hugs­an­lega mun Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn finna að gerð­um og orð­um ráð­herr­ans.Áð­ur hef­ur Björn þurft að kyngja áfell­is­dómi, hann var sagð­ur hafa brot­ið jafn­rétt­is­lög. Svar Björns á þeim tíma hjálp­ar hon­um ekki, en hann sagði ósköp pent að lög­in væru barn síns tíma.  Birni hef­ur tek­ist að draga upp af sér mynd sem fell­ur ekki öll­um í geð. Hann vildi verða borg­ar­stjóri og var hafn­að eft­ir­minni­lega, hann hef­ur skrif­að og tal­að af meiri hörku og óbil­girni um þá sem hon­um ekki lík­ar en dæmi eru um í lang­an tíma. Hann hef­ur tek­ið að sér að vera holdg­er­ving­ur njósna og leyni­þjón­ustu, hann hef­ur brot­ið gegn jafn­rétt­is­lög­um og allt þetta og fleira mun reyn­ast hon­um erf­itt á næstu vik­um og senni­lega verða til þess að hann fái harð­an dóm flokks­fé­laga sinna.Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í and­lits­lyft­ingu. Þeir sem þóttu harð­ast­ir og erf­ið­ast­ir eru að yf­ir­gefa leik­völl­inn hver af öðr­um. Þeir leita skjóls, ým­ist hjá hinu op­in­bera eða hverfa af velli í ein­hvern tíma. Dav­íð fór í Seðla­bank­ann, Jón Stein­ar í Hæsta­rétt, Kjart­an er far­inn en ekki er vit­að hvert og eft­ir sit­ur Björn og freist­ar þess að fá að halda áfram. Bak­land hans er ekki sterkt í helsta valda­kjarna flokks­ins og varla með­al þeirra yngstu. Þess vegna er ekki fjarri lagi að ætla að Birni Bjarna­syni verði hafn­að í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband