Öll á vakt

13. október 2006

 Al­þýðu­sam­band­ið, hin svefn­sæknu Neyt­enda­sam­tök, fjöl­miðl­ar, rík­is­vald­ið og all­ur al­menn­ing­ur verða að byrja að und­ir­búa eft­ir­lit með mat­væla­verði, en breyt­ing­ar á toll­heimtu og skatt­heimtu rík­is­ins taka gildi 1. mars. Ekki má bíða stund­inni leng­ur með að hefja und­ir­bún­ing þess að tryggja að ávinn­ing­ur­inn sem á að koma til al­menn­ings með breyt­ing­un­um skili sér þang­að. Uppi er to­tryggni í garð versl­un­ar­manna og ef þeir vilja verj­ast henni með sóma eiga þeir að óska þess að vera með í því verð­lags­eft­ir­liti sem brýnt er að fari af stað strax.Al­þýðu­sam­band­ið hef­ur stað­ið sig vel á verð­lags­vakt­inni síð­ustu ár. Sá hæng­ur er á að fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins og helsti tals­mað­ur þess er sjálf­ur í fram­boði og hann get­ur ekki gegnt báð­um hlut­verk­um sam­tím­is og fyr­ir það geld­ur Al­þýðu­sam­band­ið næstu vik­ur og næstu mán­uði nái fram­kvæmda­stjór­inn ár­angri í próf­kjöri. Ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til að Al­þýðu­sam­band­ið hygg­ist bregð­ast við skert­um trú­verð­ug­leika. Þetta er al­vont þar sem Al­þýðu­sam­band­ið er nauð­syn­leg­ur þátt­tak­andi í eft­ir­liti kom­andi vikna og mán­aða.Neyt­enda­sam­tök­in eru ann­að hvort lífs eða lið­in, ef þau eru lífs þá er mátt­ur þeirra lít­ill og allt ann­ar en var fyr­ir fá­um ár­um. Það er þörf fyr­ir öfl­ug sam­tök neyt­enda. Tals­mað­ur neyt­enda er allt ann­að en frjáls fé­lags­skap­ur fólks. Ef lít­ið líf er í Neyt­enda­sam­tök­un­um þarf ann­að hvort að blása lífi í þau eða að neyt­end­ur, það er all­ur al­menn­ing­ur, finni sér ann­an far­veg til að gæta hags­muna sinna. Þörf­in er mik­il.Fjöl­miðl­arn­ir eru mis­vel und­ir það bún­ir að veita það að­hald sem þarf til að tryggja að upp­lýs­ing­ar um hvern­ig vöru­verð breyt­ist, þeg­ar rík­ið slak­ar á klón­um, skili sér til fólks og það geti þá mynd­að sér skoð­an­ir og tek­ið af­stöðu til þess sem kann að ger­ast. Hver og einn verð­ur að gera það sem hann get­ur, það mun­ar svo sem um allt. Rík­is­vald­ið hlýt­ur að bera ábyrgð þó það sé ekki fyrsti kost­ur í vakt­skip­an al­menn­ings. Þar skipt­ir hver og einn meira máli, það er hvert og eitt okk­ar. Við, neyt­end­ur, verð­um að nota það besta sem Al­þýðu­sam­band­ið ger­ir og Neyt­enda­sam­tök­in og fjöl­miðl­ar til að standa vakt­ina og gæta þess að ávinn­ing­ur breyt­ing­anna verði okk­ar, ekki fram­leið­enda eða selj­enda. Það er okk­ar að kalla eft­ir að versl­un­in og fram­leið­end­ur taki ekki til sín það sem er ekki þeirra. Það er þeirra og okk­ar að reka til baka full­yrð­ing­ar efa­semda­fólks um að ekki sé hægt að lækka, eða rétt­ara sagt að leið­rétta mat­ar­verð á Ís­landi, vegna þess að hér komi vont fólk að, fólk sem tek­ur til sín það sem því ekki ber. Stönd­um vakt­ina og sjá­um til þess að hér verði enn betra að búa eft­ir 1. mars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband