Sókn

17. október 2006

 Að­eins eru liðn­ir rúm­ir þrír mán­uð­ir frá því mikl­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á Blað­inu. Út­lit þess og inni­hald var end­ur­skoð­að og því nán­ast gjör­breytt. Fram að þeim tíma hafði Blað­ið mælst um­tals­vert minna en hin dag­blöð­in þrjú og marg­ir voru þess full­viss­ir að út­gáfa Blaðs­ins ætti sér varla fram­tíð. Nú, fá­um vik­um eft­ir breyt­ing­arn­ar sem voru gerð­ar í byrj­un júlí í sum­ar, er stað­an allt önn­ur. Lands­lag dag­blaða á Ís­landi hef­ur tek­ið stakka­skipt­um. Það sýn­ir nýj­asta könn­un­in um lest­ur dag­blaða. Ekki er leng­ur hægt að tal­a um að eitt dag­blað sé minna en önn­ur.Blað­ið hef­ur sér­stöðu frá hin­um dag­blöð­un­um tveim­ur. Það er stefn­an að hafa Blað­ið al­þýð­legt og neyt­enda­vænt. Það virð­ist hafa geng­ið eft­ir, alla­vega er stað­reynd­in sú að fólk sem ekki las Blað­ið áð­ur en því var breytt les það nú alla út­gáfu­daga. Aukn­ing í lestri Blaðs­ins er mik­il og hún er alls stað­ar. Hvar sem er á land­inu, hjá báð­um kynj­um og í öll­um ald­urs­hóp­um. Senni­lega eru eng­in dæmi um eins stórt stökk í lestri nokk­urs blaðs og hjá Blað­inu frá könn­un­inni sem gerð var í vor og svo þeirri sem gerð var í sept­emb­er. Mik­il og gleði­leg vinna fjölda starfs­fólks ligg­ur að baki breyttu blaði og það fagn­ar nú.Eitt af því sem sett var á odd­inn við breyt­ing­arn­ar í júlí var að gera Blað­ið að kosti fyr­ir yngri les­end­ur. Sem dæmi má nefna að í könn­un sem gerð var í vor voru les­end­ur á aldr­in­um tutt­ugu til tutt­ugu og níu ára að­eins um sautj­án pró­sent. Nú hef­ur þeim fjölg­að mik­ið, meira en tvö­fald­ast og mæl­ist nú rétt inn­an við fjöru­tíu pró­sent. Þessi aukn­ing hlýt­ur að telj­ast sér­stök, ef ekki ein­stök.Fram­und­an er mik­il vinna við að byggja Blað­ið enn frek­ar upp, auka það að gæð­um og les­efni. Þrátt fyr­ir að Blað­ið sé oft­ast að­gangs­harð­ara en önn­ur blöð, gangi lengra en þau, á það ekki í úti­stöð­um við neinn og eng­in klögu­mál hafa kom­ið upp. Haft er að leið­ar­ljósi að gæta sann­girni og hóf­semi án þess að slá af kröf­um sem að­gangs­hörð blaða­mennska ger­ir til upp­lýsts frétta­mið­ils. Þess­ari nálg­un hafa les­end­ur tek­ið vel og auk­ið lest­ur Blaðs­ins svo eft­ir er tek­ið.Blað­ið hef­ur kapp­kost­að að auka um­fjöll­un um menn­ingu og sér­stak­lega les­efni fyr­ir yngri les­end­ur. Hvort tveggja hef­ur mælst vel fyr­ir og nið­ur­stöð­ur síð­ustu rann­sókna sýna að fín­ar und­ir­tekt­ir eru byggð­ar á mikl­um lestri fólks. Vit­andi af því eru næstu skref ekki að­eins eitt­hvað sem þarf að vinna, held­ur verk sem tek­ist verð­ur á við af gleði og vissu. Hefj­ast verð­ur handa strax og bæta við það sem vel hef­ur ver­ið gert. Rit­stjórn Blaðs­ins veit hvaða skref á að taka næst og les­end­urn­ir verða þeirra var­ir strax á næstu vik­um. Blað­ið mun auk­ast og efl­ast. Síð­ustu rann­sókn­ir eru sem byr í segl­in.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband