Hler­un­ar­stöð við Hverf­is­götu

24. október 2006

Í lang­an tíma hef­ur það ver­ið á vi­torði margra inn­an lög­regl­unn­ar í Reykja­vík að sím­ar fólks hafa ver­ið hle­rað­ir. Og jafn­vel í meira mæli en hald­ið hef­ur ver­ið fram. Heim­ild­ar­menn Blaðs­ins full­yrða að svo sé, en ábyrgð­ar­menn lög­regl­unn­ar bera af sér sak­ir. Það er al­siða við vinnslu af­hjúp­andi frétta, að heim­ild­ar­menn sem oft­ast eru knún­ir áfram af rétt­læt­is­kennd, stað­festa mál með­an þeir sem ábyrgð­ina bera gera allt sem þeir geta til að kæfa mál, til að hrekja blaða­menn af leið eða til að koma með ein­hverj­um hætti í veg fyr­ir að óþægi­leg­ar frétt­ir rati á prent.Við vinnslu frétta um síma­hler­an­ir í lög­reglu­stöð­inni við Hverf­is­götu kom svo margt fram sem kem­ur á óvart. Þeir sem voru fús­ir til að ræða við blaða­menn höfðu frá mörgu að segja. Næt­ur­vökt­um í sím­stöð­inni, sem kölll­uð var hót­el hel­víti, og skrán­ing­um á fé­lags­mönn­um ým­issa fé­laga og sam­taka. Emb­ætt­is­menn sem rætt var við geta ekki úti­lok­að að enn sé fylgst með fólki sem ekki get­ur tal­ist til af­brota­manna, svo sem eins og mót­mæl­end­um hinna ýmsu mála. Þar voru nefnd Fal­un Gong og mót­mæli vegna Kára­hnjúka. Einn þeirra sem starf­ar við að fylgj­ast með fólki seg­ir ekki rétt að til séu skrár um fé­laga­töl, seg­ir að það myndi stang­ast á við lög um per­sónu­vernd, með­an aðr­ir við­mæl­end­ur eru sann­færð­ir að slík­ar skrár séu til og þær upp­færð­ar reglu­lega.„Ég vann í mörg ár við að hlera í fíkni­efna­mál­um. Við feng­um af­hent­ar spól­ur með sam­töl­um í þeim mál­um sem við vor­um að vinna í. Að sam­töl­un­um lokn­um leynd­ust alls kon­ar sam­töl þar fyr­ir aft­an. Sam­töl sem við átt­um alls ekki að heyra,” seg­ir einn heim­ild­ar­manna Blaðs­ins við vinnslu frétt­ar­inn­ar. Einn þeirra sem starf­aði í dul­ar­fulla síma­her­berg­inu neit­ar þessu ákveð­ið: „Ég kann­ast ekki við þess­ar frá­sagn­ir. Hér er ein­hver mis­skiln­ing­ur á ferð­inni,“ seg­ir hann.Þar sem heim­ild­irn­ar eru traust­ar og ásak­an­ir þeirra manna, sem rætt er við, eru al­var­leg­ar verð­ur lög­regl­an að gera bet­ur en neita mál­inu í einu hand­taki. Það er ákvörð­un að birta frétt gegn neit­un þeirra sem eiga best að þekkja til. Neit­un­in má þó aldrei verða til þess að frétt birt­ist ekki, ein­ung­is neit­un­ar­inn­ar vegna. Þá verð­ur fjöl­mið­ill að vega og meta fyr­ir­liggj­andi gögn, fram­komn­ar full­yrð­ing­ar, þá sem tala eða ann­að sem styð­ur frétt­ina. Þeg­ar það hef­ur ver­ið gert er fyrst hægt að taka ákvörð­un um birt­ingu frétt­ar. Það er þetta sem ábyrgð­ar­menn fjöl­miðla meta hverju sinni.Hler­an­ir á lög­reglu­stöð­inni við Hverf­is­götu eru stað­reynd­ir. Full­yrt er að oft hafi ver­ið hler­að án dóms­úr­skurða, að lög­regl­an hafi brot­ið lög. Í allri þeirri um­ræðu sem ver­ið hef­ur um hler­an­ir og per­sónu­njósn­ir er hler­un­ar­stöð­in við Hverf­is­götu senni­lega ekki veiga­minnsti þátt­ur­inn og hlýt­ur að verð­skulda at­hygli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband