Púka­legt

25. október 2006

Ein­ar K. Guð­finns­son steig nokk­uð sér­stök spor þeg­ar hann ákvað að heim­ila hval­veið­ar að nýju. Í fyrsta lagi er merki­leg­ur að­drag­and­inn að veið­un­um. Ráð­herr­ann ákvað að láta hval­fang­ar­ann Krist­ján Lofts­son vita af vænt­an­legri ákvörð­un sinni með þokka­leg­um fyr­ir­vara svo fang­ar­inn gæti gert allt klárt, bæði til sjós og lands. Senni­lega hef­ur Krist­ján feng­ið að vita af ákvörð­un­inni á und­an sam­starfs­ráð­herr­um Ein­ars sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Eins get­ur það ekki tal­ist merki­legt skref að heim­ila að­eins veið­ar á fá­um hvöl­um og með svo litlu skrefi kalla yfir okk­ur öll þau óþæg­indi sem Ein­ar ráð­herra hef­ur gert með ákvörð­un sinni. Það sem ráð­herr­ann hef­ur gert með þessu er að upp­lýsa hval­fang­ar­ann um ætl­un sína áð­ur en aðr­ir fengu að vita hvað til stóð, þora ekki alla leið og heim­ila að­eins veið­ar á fá­um dýr­um og með þessu hænu­feti hef­ur hann kall­að yfir óþæg­indi sem jafn­vel geta skað­að Ís­lend­inga hér og þar um heim­inn. Hags­mun­irn­ir af veið­un­um eru svo litl­ir mið­að við gusu­gang­inn sem fylg­ir þeim að bet­ur hefði ver­ið heima set­ið en af stað far­ið.Þess­ar sýnd­ar­hval­veið­ar hafa ekk­ert með stolt okk­ar og ákvörð­un­ar­rétt yfir eig­in auð­lind­um að gera. Þær eru púka­leg­ar, van­hugs­að­ar og þjóna eng­um. Ef það er ein­dreg­inn vilji ráð­herr­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar að heim­ila hval­veið­ar þá ber að gera það al­menni­lega. Ekki þetta hálf­kák sem eng­inn græð­ir á. Kannski þorði ráð­herr­ann ekki lengra og ákvað að svo tak­mark­að­ar veið­ar, sem raun er á, séu fínn próf­steinn á við­brögð al­þjóða­sam­fé­lags­ins og með þessu litla skrefi sé hægt að forða okk­ur til baka, gefa ekki út frek­ari heim­ild­ir í von um fyr­ir­gefn­ingu um­heims­ins.Að­drag­andi ákvörð­un­ar­inn­ar hlýt­ur að fær­ast í sögu­bæk­ur fyr­ir ein­staka stjórn­sýslu. Hvaða vit er í því að upp­fræða þann sem hef­ur mest­an fjár­hags­leg­an ávinn­ing af veið­un­um um hvað standi til langt á und­an öll­um öðr­um? Kann að vera að fleiri hefðu vilj­að nýta sér veiði­heim­ild­irn­ar en Krist­ján Lofts­son? Er það hægt á okk­ar tím­um að vinna með þeim hætti að opna veið­ar úr auð­lind­inni og gera það í sam­starfi við einn út­gerð­ar­mann, jafn­vel þó hann hafi einn stað­ið að hval­veið­um á sín­um tíma, fyr­ir um tutt­ugu ár­um? Get­ur ekki ver­ið að full­vinnslu­skip hefðu get­að stund­að veið­ar og vinnslu með allt öðr­um hætti og nú­tíma­legri en Hval­ur hf. ger­ir á minja­safn­inu Hval 9?Vegna hler­un­ar­mála er tals­vert tal­að um jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nær hún ekki út á sjó og get­ur ráð­herra heim­il­að ein­um veið­ar, og það með löng­um fyr­ir­vara, án þess að gefa öðr­um kost á að nýta sér sam­eig­in­leg­ar auð­lind­ir okk­ar?Þeir sem eru hvað mest með­mælt­ir hval­veið­um eru þess full­viss­ir að mark­að­ir fyr­ir hval­kjöt séu til stað­ar, þó þess sjá­ist ekki merki enn. Rík­ið hef­ur var­ið tvö hundr­að millj­ón­um króna í áróð­ur fyr­ir hval­veið­um og ómögu­legt er að vita hvort þeir pen­ing­ar hafi með ein­hverj­um hætti dreg­ið úr þeirri óánægju sem Ein­ar K. Guð­finns­son hef­ur vak­ið með ákvörð­un sinni. Ákvörð­un hans er ekki til þess fall­in að efla sam­stöðu þjóð­ar­inn­ar gegn er­lend­um óvin­um. Frek­ar verð­ur hún til að skipta þjóð­inni í fylk­ing­ar. Það sem er verst er að þeir sem eru með­mælt­ir hval­veið­um geta ekki hrós­að sigri. Til þess er skref ráð­herr­ans of stutt, of púka­legt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband