Það er ekk­ert upp á hann að klaga?

25. október 2006

Jón Magnússon skrifar fína grein í Blaðið í dag. Mikið óskaplega er ég sammála Jóni um að engin dæmi eru um meinta aðför að Birni Bjarnasyni. Svo klikkir Jón út með að Geir H. Haarde hafi stillt málinu upp með þeim hætti að fylgi Björns í prófkjörinu verði mælikvarði á stöðu Geirs meðal flokksmanna.

"For­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur kos­ið að per­sónu­gera hags­muni Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Birni Bjarna­syni dóms­mála­ráð­herra og seg­ir eins og sagði í  dæg­ur­laga­texta forð­um,  “Það er ekk­ert upp á hann að klaga”.  Að því leyti sem ég fæ skil­ið for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá sækja and­stæð­ing­ar flokks­ins að Birni Bjarna­syni til að ná höggi á Sjálf­stæð­is­flokk­inn og því  mik­il­vægt að mati for­manns­ins að Björn fái góða kosn­ingu til að koma í veg fyr­ir slíkt níð­högg and­stæð­ing­anna. Betri próf­kjörs­aug­lýs­ingu hef­ur eng­inn fram­bjóð­andi fyrr eða síð­ar feng­ið  í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Svona áskor­un for­manns flokks­ins ætti  að öðru jöfnu að tryggja for­ustu­manni íhalds­sams flokks eins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gam­al­dags rúss­neska kosn­ingu. Björn Bjarna­son hef­ur ver­ið for­ustu­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins til margra ára. Sjálf­stæð­is­fólk þekk­ir hann og veit fyr­ir hvað hann stend­ur. Fólk veit að að hann er gáf­að­ur dugn­að­ar­fork­ur og hef­ur ver­ið einn helsti  spor­göngu­mað­ur Dav­íðs Odds­son­ar um ára­bil. Óþarfi ætti að vera fyr­ir for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins að gefa jafn þekkt­um stjórn­mála­manni sér­stakt sið­ferð­is­vott­orð. Samt sem áð­ur er það gert og því hald­ið fram að and­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hlut­ist til um an­dróð­ur gegn hon­um eft­ir því sem virð­ist til að hafa áhrif á próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Pól­it­ísk­ir and­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki kosn­inga­rétt í próf­kjöri Sjálf­stæðisfokks­ins. Þeir hafa al­mennt ekk­ert með próf­kjör­ið að gera. Það eru flokks­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um og sér­stak­ir stuðn­ings­menn sem kjósa í próf­kjör­inu og aðr­ir ekki. Próf­kjör­ið fer fyr­ir of­an garð og neð­an hjá flest­um öðr­um en inn­vígðu og inn­múr­uðu Sjálf­stæð­is­fólki. Í hverju er að­för stjórn­mál­and­stæð­inga Björns Bjarna­son­ar að hon­um fólg­in? Hef­ur ein­hver veg­ið að hon­um  per­sónu­lega? Hef­ur rógs­her­ferð ver­ið sett í gang? Er hon­um rang­lega bor­ið eitt­hvað á brýn? Ég hef ekki orð­ið var við að neitt af þessu. Satt best að segja verð­ur þess ekki vart að Björn Bjarna­son sigli úfn­ari pól­it­ísk­an sjó í við­skipt­um við pól­it­íska and­stæð­inga Sjálf­stæð­is­flokks­ins en stjórn­mála­menn  í hans stöðu gera al­mennt. And­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru hvorki að gera né reyna  að gera að­för að Birni Bjarna­syni per­sónu­lega. Að­för­in að hon­um ef hægt er að nefna það því nafni er gerð af Sjálf­stæð­is­fólki sem vill gera breyt­ing­ar á for­ustu flokks­ins. Klaufa­leg við­brögð Sjálf­stæð­is­manna við ásök­un­um um síma­hler­an­ir lög­reglu­yf­ir­valda hafa fært and­stæð­ing­um flokks­ins ákveð­in færi.  Í lýð­ræð­is­ríki er eðli­legt að lýð­ræð­is­sinn­ar beiti sér fyr­ir  nauð­syn­leg­um rann­sókn­um og út­tekt­um á því hvort rétt­ar­rík­ið starf­ar með eðli­leg­um hætti. Við eig­um rétt á að fá að vita hvern­ig þess­um mál­um er hátt­að.  Ekk­ert minna en hlut­læg út­tekt að­ila sem fólk­ið í land­inu get­ur treyst á sím­hler­un­um lög­reglu­yf­ir­valda  kem­ur nú til greina. Eðli­leg út­tekt og um­ræða um þessi mál og skip­an þeirra í nú­inu er ekki óvina­fagn­að­ur held­ur mik­il­væg­ur hluti eðli­legr­ar pól­it­ískr­ar um­ræðu í  lýð­ræði­þjóð­fé­lagi. Með yf­ir­lýs­ingu sinni um Björn Bjarna­son verð­ur gengi eða geng­is­leysi Björns í próf­kjör­inu mál for­manns­ins. Mik­il­væg­asta nið­ur­staða próf­kjörs­ins gæti þá orð­ið sú hvort Sjálf­stæð­is­fólk hlust­ar yf­ir­leitt á for­mann sinn og tek­ur til­lit til áskor­ana hans."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband