Færsluflokkur: Lífstíll

Einn á móti öll­um

18. ágúst 2006

Enn og aft­ur hækk­ar Dav­íð Odds­son stýri­vexti og enn aft­ur and­mæla tals­menn at­vinnu­rek­enda og tals­menn launa­fólks. Þeir segj­ast hafa náð fín­asta ár­angri og allt stefndi til betra tíma og ör­ygg­is í efna­hags­mál­um. Mat þeirra og Dav­íðs er greini­lega gjör­ólíkt. Það er ekki fyr­ir hvern sem er að skilja hvað er í gangi.Fyr­ir ekki svo löngu var gert sam­komu­lag. Laun­in voru hækk­uð og rík­is­vald­ið lagð­ist á sveif með launa­fólki og at­vinnu­rek­end­um. Þeir segj­ast hafa náð fín­asta ár­angri og allt benti til að verð­bólgu­mark­mið næð­ust eft­ir ekki svo lang­an tíma. Dav­íð skamm­aði bank­ana, þeir tóku það til sín og hlýddu hon­um, svo mik­ið að hann var sátt­ur. Samt ger­ist þetta aft­ur, Dav­íð hækk­ar vext­ina og við­brögð­in eru þau sömu og frá þeim sömu. Við hin stönd­um hjá og spyrj­um, hverj­um ber að trúa?Eig­um við að trúa þeim sem semja um kaup og kjör eða eig­um við að trúa Dav­íð? Marg­ir höfðu misst traust á Dav­íð með­an hann var enn í pól­it­ík­inni. Hann virð­ist sem nýr mað­ur í Seðla­bank­an­um, en þeg­ar gerð­ir hans þar eru gagn­rýnd­ar eins harka­lega og nú er gert, er ekki ann­að hægt en að ef­ast að­eins. Eða er ábyrgð­in rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hef­ur hann enga aðra val­kosti en að bæta enn við heims­met­ið í vaxta­álagi? Þurfa endi­lega að vera sömu mark­mið með vexti og mat­ar­verð og svo margt ann­að, allt hæst á Ís­landi. Fram­kvæmda­stjóri Al­þýðu­sam­bands­ins seg­ir: Við höf­um ekki séð ástæðu til að gagn­rýna Seðla­bank­ann til þessa þar sem hann hef­ur þurft að sitja einn uppi með ábyrgð á sinnu­leysi stjórn­valda varð­andi hag­stjórn. Það hef­ur náðst sýni­leg­ur ár­ang­ur í hag­kerf­inu og ég undr­ast svona öfga­kennda pen­inga­mála­stefnu. Það var og.Það set­ur að okk­ur óhug þeg­ar okk­ur er sagt að að­gerð­ir Dav­íðs kalli fram harka­lega lend­ingu í efna­hags­mál­um, að allt hafi stefni í mjúka lend­ingu en nú sé það fyr­ir bí. Við sjá­um þetta sem flug­vél sem er að koma inn til lend­ing­ar eft­ir erf­itt ferða­lag og skömmu áð­ur en braut­in er snert, kippi ein­hver í stjórn­klef­an­um hjól­un­um upp svo vél­in lend­ir maga­lend­ingu og allt fer á versta veg. Til hvers? Ekki er mögu­legt að skilja gang­rýni Al­þýðu­sam­bands­ins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á ann­an veg en þann að Dav­íð sé að auka vand­ann en ekki koma í veg fyr­ir vanda eða draga úr hon­um. At­vinnu­leysi er meira en það hef­ur ver­ið, verð­bólga er mik­il og fleira hef­ur geng­ið úr skorð­um. Þeg­ar víð­sjár­verð­ir tím­ar eru uppi er gott að hafa trú á þeim sem ábyrgð­ina bera. En enn og aft­ur ger­ist það sama. Það er tal­að í all­ar átt­ir, út og suð­ur og jafn­vel norð­ur og nið­ur. Má vera að rík­is­vald­ið hafi lok­ið sinni þátt­töku í stjórn efna­hags­mála, eða þarf að gera meira en fresta vega­bót­um á Vest­fjörð­um og seinka bygg­ingu Tón­list­ar­húss og sjúkra­húss, sem senni­lega verð­ur hvort eð er blás­ið af eft­ir kosn­ing­ar þeg­ar áhrif pól­it­ískra­skyndi­ákvarð­anna Dav­íðs Seðla­banka­stjóra fjara út?Krafa okk­ar borg­ar­anna er að fjár­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra rói okk­ur sem þurf­um að þola óviss­una sem kem­ur með mis­vís­andi skila­boð­um tals­manna at­vinnu­lífs­ins og launa­fólks og Seðla­bank­ans. Við vilj­um vita hver stað­an er, hvaða horf­ur eru og hvern­ig við mun­um hafa það á næstu ár­um. Dav­íð virð­ist vera einn á móti öll­um, en hvern­ig er það, ræð­ur hann öllu enn þá?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband