Margrét Ómarsdóttir, talsmaður Barnageðs, félags foreldra geðfatlaðra, er móðir drengs sem um árabil hefur þjáðst af geðröskun. Hún segist fyrir löngu búin að gefast upp á kerfinu. Til fjölda ára hefur fjölskylda mín verið í gíslingu kerfisins og við höfum staðið í áralangri baráttu við kerfið. Sem betur fer er sonur minn að ná þeim aldri að við erum að losna út úr því. Nýverið höfum við fundið aðra leið til að fá hjálp. Við vorum bara svo heppin að fá undanþágu annars staðar þar sem viðkomandi aðila fannst ástandið einfaldlega óforsvaranlegt, segir Margrét í samtali við DV. Það er bara ekki boðið upp á neinar lausnir. Ótrúlegt er að horfa upp á heilbrigðisráðherra lýsa því yfir að allir þeir sem þurfi á hjálp að halda fái hana. Skilaboðin til foreldranna eru líklega þau að hringja þá bara beint í Siv og láta hana standa við orð sín með aðstoðina.
Þessi orð Margrétar eiga erindi til allra, ekki síst frambjóðenda til Alþingis. Það er ekki með nokkrum hætti að sættast við að þeim sem hafa sóst eftir völdum og fengið, láti ástand einsog Margrét Ómarsdóttir lýsir, viðgangast. Þeir sem hafa kost á að hafna Siv Friðleifsóttur í komandi kosningum munu væntanlega gera það. Framganga hennar er óásættanleg og ekki er nokkur leið að kalla hana til frekari starfa fyrir fólkið í landinu, allavega ekki veika fólkið.
Margföldunaráhrifin af biðlistum geðdeildarinnar eru gífurleg. Öll fjölskyldan er undirlögð og það fer hreinlega allt til fjandans, segir Sveinn Magnússon hjá Geðhjálp. Einstaklingur, sem var hættulegur sér og öðrum, var lokaður af inni á salerni deildarinnar þar sem hættuleg efni var að finna. Erum við að bíða eftir því að fleiri svona dæmi komi upp eða ætlum við að leysa þennan vanda?
Við skulum ekkert bíða. Kjósendum ber að leita svara hjá frambjóðendum. Vandann verður að leysa. Móðir, sem ég þekki, hefur lengi þurft að glíma við bæði geðsjúkdóm og krabbamein hjá barni sínu. Um skeið var útlit fyrir rénun beggja sjúkdómanna en krabbameinið tók sig upp aftur. Þó svo að það sé ljótt að hugsa þannig þá var hún nánast fegin því vegna þess að þá gat hún fengið aðstoð, segir Margrét.
Heilbrigðisráðherrann, Siv Friðleifsdóttir, er upptekin af innanflokksátökum þar sem verið er að koma vildarfélögum í Framsókn á bestu básana þar sem óvíst er um áframhaldandi völd flokksins. Á meðan dregur ekki úr vanda þess fólks sem hér hefur verið bent á. Frambjóðendur sem meina eitthvað með brölti sínu verða að lesa DV. Þar birtast sannar sögur af fólki sem eru þolendur aðgerðarleysis stjórnmálamanna.
Þessi orð Margrétar eiga erindi til allra, ekki síst frambjóðenda til Alþingis. Það er ekki með nokkrum hætti að sættast við að þeim sem hafa sóst eftir völdum og fengið, láti ástand einsog Margrét Ómarsdóttir lýsir, viðgangast. Þeir sem hafa kost á að hafna Siv Friðleifsóttur í komandi kosningum munu væntanlega gera það. Framganga hennar er óásættanleg og ekki er nokkur leið að kalla hana til frekari starfa fyrir fólkið í landinu, allavega ekki veika fólkið.
Margföldunaráhrifin af biðlistum geðdeildarinnar eru gífurleg. Öll fjölskyldan er undirlögð og það fer hreinlega allt til fjandans, segir Sveinn Magnússon hjá Geðhjálp. Einstaklingur, sem var hættulegur sér og öðrum, var lokaður af inni á salerni deildarinnar þar sem hættuleg efni var að finna. Erum við að bíða eftir því að fleiri svona dæmi komi upp eða ætlum við að leysa þennan vanda?
Við skulum ekkert bíða. Kjósendum ber að leita svara hjá frambjóðendum. Vandann verður að leysa. Móðir, sem ég þekki, hefur lengi þurft að glíma við bæði geðsjúkdóm og krabbamein hjá barni sínu. Um skeið var útlit fyrir rénun beggja sjúkdómanna en krabbameinið tók sig upp aftur. Þó svo að það sé ljótt að hugsa þannig þá var hún nánast fegin því vegna þess að þá gat hún fengið aðstoð, segir Margrét.
Heilbrigðisráðherrann, Siv Friðleifsdóttir, er upptekin af innanflokksátökum þar sem verið er að koma vildarfélögum í Framsókn á bestu básana þar sem óvíst er um áframhaldandi völd flokksins. Á meðan dregur ekki úr vanda þess fólks sem hér hefur verið bent á. Frambjóðendur sem meina eitthvað með brölti sínu verða að lesa DV. Þar birtast sannar sögur af fólki sem eru þolendur aðgerðarleysis stjórnmálamanna.