Getur verið að vilyrði um að Landhelgisgælan yrði flutt til Suðurnesja hafi alltaf verið inanntóm, aldrei hafi verið mark á þeim takandi.Það hefur ekki komið til tals en það er ekki í mínu valdi að taka neinar ákvarðanir í þeim efnum, sagði forstjóri Landhelgisgæslunnar í Blaðinu í gær, um þá staðreynd að gæslan verður áfram í Reykjavík. Dómsmálaráðherra er viss um hvað vill, Gæslan verður áfram í Reykjavík og neitar að það sé vegna þess að hann er þingmaður Reykvíkinga. Þeir komast aldrei út úr Reykjavík þessir háu herrar, sagðiKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins í Keflavík, og benti á að dómsmálaráðherrann sé þingmaður Reykvíkinga. Maður veltir því fyrir sér hvort að það hafi verið að þvælast fyrir honum í þessu máli. Auðvitað eru þetta djöfuls vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan, verandi með alla þessa aðstöðu, húsnæði og fleira til staðar á Keflavíkurflugvelli. Suðurnesjamenn höfðu greinilega skilið ráðamenn þannig að Gæslan yrði meðal þess sem að þeim yrði rétt eftir að Varnarliðið fer og skilur eftir hundruði atvinnulausra. En hvað ætli sé til ráða á Suðurnejsum, er rétt af þeim sem þar búa að leggja skilning í orð stjórnmálamanna, eða er eitthvað annað til ráða. Gefum Kristjáni Gunnarssyni orðið:Ætli Suðurnesjamenn verði ekki bara að leysa úr þessu sjálfir eins og þeir eru vanir, ég er farinn að hallast að því, segir Kristján. Sennilega yrði það besta lausnin að heimamenn geri það sem þarf að gera en leggi ekki traust sitt og trúnað á að aðrir bjargir því sem bjarga verður. Vonlítið er að treysta á aðra, en það breytir samt ekki því að Suðurnesjamenn telja sig hafa verið í þeirri stöðu að eitthvað væri að marka orð ráðamanna sem kepptust um tíma til að koma á fundi og tala í lausnum.Þetta eru fyrst og fremst mikil vonbrigði, sagði Kristján Gunnarsson.Maður veltir því fyrir sér hvort að menn meini eitthvað með því sem þeir sögðu þegar talað var um að gera eitthvað í málum Suðurnesjamanna til þess að reyna að efla hér atvinnu í kjölfar þess að varnarliðið er á förum. Ég held að þetta risti bara ekki dýpra og menn eru greinilega ekki að meina neitt með því þegar þeir eru að kvaka um þessi mál.Sennilega er það farsælast að sú hugsun verði ráðandi á Suðurnesjum að þar verða lausnirnar að fæðast og verða að veruleika, ekki er burðugt að treysta á aðra og alls ekki að lausnirnar séu þær skárstar að færa atvinnu frá einu stað í annan. Það er ekki lausn, það er að færa til vanda.