Mikil ábyrgð er lög á þá sem fara með ákæruvald. Rétt einsog með annað vald fer best þegar því er beitt af varúð og hófsemi. Mörgum var brugðið þegar saksóknarinn í Baugsmálinu sagði ekki útilokað að ákært verði í þriðja sinn í einum þætti málsins, þrátt fyrir að dómstólar hafi í tvígang vísað sakargiftunum frá með þeim rökum að engin glæpur hafi verið framinn. Það er jú hltuverk ákærenda að finna glæpi og fá ákærða dæmda fyrir þá. Ef dómstólar ítrekað segjast ekki finna glæpi sem ákært er fyrir er ekki þolandi að valdsmaðurinn beiti valdi sínu einsog og nú er hótað. Það er ekki þolandi.Ekki má gleymast að bæði karlar og konur, ungir sem gamlir, ríkir jafnt og fátækir hafa tilfinningar. Valdsmenn verða að kunna að taka ósigrum og láta af gerðum sínum þegar þeir ítrekað fá þá niðurstöðu frá dómstólum að þeir vaði reyk.Samfélagið hlýtur að andmæla. Þegar mikið gerist, hús brenna, slys verða, náttúran minnir á sig eða maðurinn tekur ákvörðun um virkjanir eða annað sem fellur fólki misvel kemur stundum í ljós samtakamáttur fólks. Hversu langt má valdið ganga, hversu mikið er hægt að umbera af ofbeldi valdsins og kannski réttast að spyrja hversu margir hafa orðið fyrir ofbeldi valdsins og hafa ekki getað varist. Sú spurning er áleitin og eins spurningin um hvers vegna ákærendinn láta sér ekki segjast, hvað knýr hann áfram?Steinn Steinarr orti kvæði sem minnir okkur á hversu samtaka við getum verið þegar ógn stafar að hinu veraldlega en hversu afskiptalaus við getum verið þegar raunir einstaklinga verða miklar:Það kviknaði eldur á efstu hæð,í einu húsi við Laugaveginn.Og því verður ekki með orðum lýst,hvað allur sá lýður varð harmi sleginn.Það tókst þó að slökkva þann slóttuga fant,því slökkviliðið var öðrum megin.Og því verður ekki með orðum lýst,hvað allur sá lýður varð glaður og feginn. En seinna um daginn, á sömu hæð,í sama húsi við Laugaveginn,þá kviknaði eldur í einni sál,í einni sál, sem var glöð og fegin.Og enginn bjargar og enginn veit,og enginn maður er harmi sleginn,þó brenni eldur með ógn og kvölí einu hjarta við Laugaveginn.