Mikil ósköp er að frétta af fantaskap nokkurra meiraprófsbílstjóa. Sumir þeirra hirða ekkert um lög í landinu og keyra með óvarin malarhlöss með þeim afleiðingum að grjót og möl hrynja af pöllunum með stundum alvarlegum afleiðingum og aðrir reyna að troðast á alltof stórum bílum í gegnum jarðgöng sem eru langtum þrengri en bílarnir. Samt er reynt að brjótast í gegn.Eflaust er það þannig að flestir meiraprófsbílstjórar eru með miklum ágætum og reyna ekki að troðast í þröng jarðgöng og flestir láta sér ekki koma til hugar að aka um með óbeislaðan farm, farm sem getur bæði skaða fjölda fólks og valdið miklu tjóni. Þeir sem hagar sér á hinn veginn er stórhættulegir.Auðvitað er það merkilegt að ítrekað reyni ökumenn að koma alltof stórum bílum inn í jarðgöng, jarðgöng sem þeir vita að eru of lítil, en þeir reyna samt og skapa með því stórkostlega hættu fyrir annað fólk og valda miklum skemmdum. Þrátt fyrir að vita betur, reyna þeir og það á fleygiferð. Myndbönd hafa sýnt og sannað þetta ósvífna háttarlag.Blaðið hefur flutt fréttir af því að nokkuð er um að bílstjórar noti ekki net eða annan búnað til að tryggja að farmur hrynji ekki af pöllunum, sérstaklega á þetta við grjót- og malarflutninga. Svo langt ganga bílstjórarnir að dæmi eru þess að lögregla leiti fantanna. Í Blaðinu í gær var frétt af vélhjólamanni sem varð fyrir ökufanti sem hafði dreift jarðvegi á hringtorg með þeim afleiðingum að vélhjólamaðurinn datt, slasaðist nokkuð og stórskemmdi hjólið. Þar sem bílstjóri malarbílsins hélt ferðinni áfram einsog ekkert hefði í skorist og ekki hefur tekist að finna hann situr vélhjólamaðurinn uppi með skaðann og meiðslin. Og þarf aukin heldur að reiða fram stórfé í sjálfsábyrgð til tryggingarfélagsins. Lögreglan leitar hins vegar fantsins.Svo berast fréttir um að ökumaður olíubílsins sem valt í Ljósavatnsskarði hafi ekkert hirt um hraðatakmarkanir og ekki getað mætt öðrum trukki nema með þeim afleiðingum sem eru þekktar. Þetta er ekki einleikið og ekki ásættanlegt. Það er ástæða fyrir að venjulegt fólk þorir varla að keyra um landið af ótta við trukkana, vitandi að undir stýri á sumum þeirra eru menn sem ekkert virða, hvorki lög, líf og heislu annarra eða eignir.Það þarf móralska breitingu. Bílstjórar verða að eiga frumkvæðið og sjá til þess að innan stéttarinnar verði vakning og að okkur hinum standi ekki stanslaus ógn af háttarlagi fárra fanta.