19. júlí 2006
Það er undarlegt þegar litið er til nágrannalandanna þá eru að meðaltali fimm prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri á stofnunum, en hér á landi er þetta hlutfall níu prósent.Þetta sagði Ólafur Ólafsson, talsmaður eldri borgara, í Blaðinu í gær. Það er rétt hjá Ólafi, það hlýtur að vera undarlegt ef íslenskir eldri borgara fara á stofnanir frekar en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum. Þess vegna ber að fagna ef vinna á gegn því með þeim aðgerðum sem eldri borgarar og ríkisvaldið hafa sammælst um.Ólafur sagði fagnar að hverfa eigi frá svo mikilli stofnanaþjónustu sem verið hefur og stórefla eigi heimaþjónustu.Ólafur sagði fleira sem gott, sem rétt er að staldra við. Hann sagði merkilegt hvað við Íslendingar látum gamalt fólk afskiptalaust, samanborið við nágrannaþjóðir okkar. Eldri borgarar hafa ekki sömu samningsaðstöðu og til dæmis ASÍ. Við höfum engan verkfallsrétt og getum í raun ekki ógnað með neinu, sagði Ólafur.Vissulega vilja allir verða gamlir, allir vilja lifa lengi og sem best. Þess vegna snertir afskiptaleysi þeirra sem ráða og okkar hinna, í málum eldri borgara, okkur sjálf. Þetta er spurning um líf og lífsgæði allra, ekki fárra og ekki bara þeirra sem eldri eru. Samkomulagið sem nú hefur verið gert er ekki lokamark, alls ekki og það eru allir vissir um.Við höfum náð að opna nýjar dyr, en svo fer það eftir þróun verðbólgunnar hver árangurinn verður. Ég lít hins vegar á þetta samkomulag sem skref í rétta átt, sagði Ólafur Ólafsson, um samkomulag ríkisins til að bæta kjör eldri borgara á næstu fjórum árum.Með samkomulaginu er meðal annars stefnt að því að hækka lífeyrisgreiðslur, minnka skerðingar og gera starfslok sveigjanlegri þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Ólafur sagði um þetta: Aðaláhersla okkar snerist um að hækka skattleysismörk og ná lægra skattþrepi en það tókst hins vegar ekki. Samkomulagið er spor í rétta átt, en það fer hins vegar alveg eftir þróun verðbólgunnar hvernig spilast úr þessum bótum.Nú er það stjórnmálamanna að fylgja þessu eftir, ekki dugar að hverfa af leið einsog svo oft áður. Nærtækt er að nefna vegaáætlun sem hefur meira að segja verið samþykkt af Alþingi, en er skömmu síðar gjörbreytt. Stjórnmálamenn verða að vinna með þeim hætti að við getum treyst orðum þeirra. Það skal gera núna, verum viss um að hugur fylgi máli og aldraðir hafi náð að opna nýjar dyr og tekið skref að bættum kjörum.