Standa sam­an

29. júlí 2006

Hversu oft koma fram frétt­ir um að op­in­ber­ir sjóð­ir hafi ver­ið not­að­ir til að draga úr eða koma í veg fyr­ir áfall ein­hverra fárra, oft­ast vina þeirra sem ráða? Í Blað­inu var frétt þar sem Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur at­vinnu­líf­ins lét 35 millj­ón­ir í fyr­ir­tæki sem stefndi ákveð­ið í þrot, samt var ákveð­ið að fórna mikl­um pen­ing­um frá sjóðn­um í fyr­ir­fram dauða­dæmt fyr­ir­bæri.Það fór sem flesta grun­aði, rekst­ur­inn stöðv­að­ist, eign­ir og pen­ing­ar urðu að engu. Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur sat eft­ir með iðn­að­ar­hús, sem af góð­um mönn­um var met­ið á sex­tíu millj­ón­ir króna í op­in­ber­um bók­um en eft­ir marg­ar til­raun­ir og mikla þraut­ar­göngu fannst kaup­andi. Hann var til­bú­inn að borga 100 þús­und krón­ur fyr­ir bygg­ing­una, bygg­ingu sem met­in var á sex­tíu millj­ón­ir. 100 þús­und krón­urn­ar runnu til Ný­sköp­una­sjóðs, nán­ast sem háð. Tap­ið minnk­aði um þess­ar 100 þús­und krón­ur. „Ný­sköp­un er þeim ósköp­um gædd að stund­um tap­ar mað­ur og græð­ir stund­um,“ sagði fjár­mála­stjóri Ný­sköp­un­ar­sjóðs um fjár­fest­ing­una í dauða­dæmda fisk­eld­inu í Skaga­firði. Hann sá ljós­ið. Hann sagð­ist dauð­feg­inn að losn­að við hús­ið, þó ekki hafi feng­ist nema 100 þús­und krón­ur fyr­ir það, enda hafi löng þraut­ar­ganga ver­ið að baki þar sem kaup­end­ur fund­ust ekki lengi vel og auk þess hafi bygg­ing­in kall­að á við­hald.Þetta er ekki versta til­fell­ið og fjarri því það dýr­asta. Það sem er merki­legt við þetta allt er að það er öll virð­ist standa á sama, for­svar­mönn­um Ný­sköp­un­ar­sjóðs er bara létt og eng­in við­brögð hafa kom­ið ann­ars stað­ar frá. Reynd­ar hef­ur þing­mað­ur­inn Magn­ús Þór Haf­steins­son lát­ið mál­ið til sín taka og sagði í Blað­inu að ódýr­ara hefði ver­ið að slátra seið­un­um strax en ala þau í slát­ur­stærð. En sá var yf­ir­lýst­ur til­gang­ur að­komu Ný­sköp­un­ar­sjóðs, að ala barra­seiði í slát­ur­stærð. Pen­ing­ana, sem not­að­ir voru, fékk Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur við sölu á Stein­ull­ar­verk­smiðj­unni á Sauð­ár­króki og þeir áttu ef­laust að fara til að efla at­vinnu­líf­ið eft­ir að versk­miðj­an lok­aði. Svo fór ekki.Ekk­ert benti til ann­ars en að um glóru­lausa fjár­fest­ingu með op­in­bert fé hafi ver­ið að ræða. Sag­an end­ur­tek­ur í sí­fellu og aft­ur og aft­ur er op­in­bert fé not­að með þess­um hætti. Fyr­ir ekk­ert svo mörg­um ár­um voru til svo­kall­að­ir skussa­sjóð­ir. Þeir voru af­lagð­ir og lof­að var að sér­tæk­ar að­gerð­ir heyrðu sög­unni til. Þrátt fyr­ir fyr­ir­heit og fag­ur­gala end­ur­tek­ur sag­an sig. Grun­ur er um að ástæðu­laust með öllu hafi ver­ið að freista þess að rétta fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­ið í Skaga­firði við, það hafi bara ver­ið gert til að lina þján­ing­ar í skamm­an tíma og án þess að ætl­ast til að þess að Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur fengi nokkru sinni til baka það sem lagt var til. Þessi sami sjóð­ur hafði ekki í lang­an tíma get­að lagt ný­sköp­un lið þar sem pen­ing­arn­ir voru bún­ir, höfðu ver­ið not­að­ir í ým­is verk­efni, von­andi happa­drýgri en barra­björg­un­in í Skaga­firði. Að lok­um snýst sam­fé­lag­ið okk­ar svo oft um það sama, að standa sam­an, eink­um á kostn­að ann­arra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband