Glæpa­menn á vél­hjól­um

31. júlí 2006

Oft geta fá­ir kom­ið óorði á marga. Á þá leið eru við­brögð vél­hjóla­öku­manna vegna glæpa­akst­urs í þeirra hópi. Við sem bæði sjá­um og er ógn­að af þess­um sama glæpa­akstri get­um ekki sam­þykkt að að­eins fá­ir vél­hjóla­öku­menn stundi glæpa­akst­ur. Við sjá­um til svo margra, bæði í Reykja­vík og eins á þjóð­veg­un­um. Það eru ekki bara fá­ir öku­menn sem ógna okk­ur hin­um, þeir eru marg­ir. Ómögu­legt er að vita hversu fjöl­menn­ur hóp­ur glæpa­öku­manna þetta er eða hversu hátt hlut­fall vél­hjóla­öku­manna haga sér með þess­um hætti, en þeir eru marg­ir, allt­of marg­ir.Ekki dug­ar leng­ur að tala sem ör­fá­ir fremji glæpi með glæfra­akstri, aki á hundr­að og fimm­tíu til tvö hundr­uð kíló­metra hraða, og jafn­vel enn hrað­ar. Lög­regla leit­ar nú ein­hverra fanta og þar fyr­ir utan þekkj­um við þetta öll. Hver kann­ast ekki við að vél­hjól­um sé ek­ið á milli bíla á tveggja ak­reina veg­um, hver kann­at ekki við að þeg­ar beð­ið er á rauðu ljósi komi vél­hjól á milli bíla og það stöðv­að fram­an við stöðv­un­ar­lín­una og þeg­ar græna ljós­ið gefi öku­mað­ur­inn allt í botn, rétt ein­sog hann sé á rá­spól í kapp­akstri og hverfi öðr­um nán­ast sjón­um á ör­fá­um sek­únd­um? Hver kann­ast ekki við að hafa séð vél­hjóli ek­ið fram­úr á þjóð­veg­un­um á svo mikl­um hraða að lyg­inni er lík­ast?Hörmu­leg slys vél­hjóla­manna virð­ast virka þver­öf­ugt, með­an sorg­in er sem mest virð­ast ein­hverj­ir hafa það að mark­miði að brjóta lög­in eins mik­ið og fram­ast er kost­ur, sjálf­um sér, og það sem meiru skipt­ir, öll­um öðr­um til stór­kost­legr­ar hættu. Þetta ein­fald­lega geng­ur ekki.Til eru menn sem eiga auð­velt með að selja sjálf­um sér óhæf­una: „Það er vissu­lega leið­in­legt að lesa um þessa vit­leys­inga sem eru að stinga lögg­una af og keyra eins og brjál­æð­ing­ar,“ seg­ir við­mæl­andi Blaðs­ins í blað­inu í dag. Sá vill ekki koma fram und­ir nafni, eng­um er al­svarn­að. Þessi mað­ur hreyk­ir sér af því að hafa ek­ið á þrjú hundr­uð kílón­metra hraða og á 240 með far­þega. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt,“ seg­ir hann um kær­ust­una sem var með hon­um á hjól­inu í glæpa­akstr­in­um. En fyr­ir okk­ur sem ekki skilj­um, hvers vegna menn láta svona: „Hjól­in eru gerð fyr­ir þenn­an hraða.“ Það var og.Þessi við­horf eru stór­kost­leg og lög­reglu verð­ur að tak­ast að koma fönt­un­um af hjól­un­um. Okk­ar hinna vegna.Ung­ir öku­menn hafa lengi ver­ið þeir sem mestu tjóni hafa vald­ið. Nú bæt­ast vél­hjóla­menn í þenn­an vara­sama hóp. Það er mik­ils­vert að breyt­ing verði á, ekki er treyst­andi á að hún komi frá glæpa­mönn­un­um sjálf­um, upp­haf henn­ar verð­ur að koma frá okk­ur sem vilj­um fara um með friði og virð­ingu fyr­ir öðru fólki. Tak­mark­ið verð­ur að vera að ná glæpa­mönn­un­um af hjól­un­um áð­ur en skað­inn verð­ur meiri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband