Ýkj­ur og stað­reynd­ir

2. ágúst 2006

Vissu­lega er er vont þeg­ar menn berja hver ann­an og vissu­lega er það vont þeg­ar rúð­ur eru brotn­ar og aðr­ar eig­ur okk­ar eru skemmd­ar af fólki í öl­vímu eða vímu ann­arra fíkni­efna. Það er böl hversu illa við lát­um þeg­ar við höld­um okk­ur vera að skemmta okk­ur. Hitt er ann­að að það er eng­in ástæða til að gera meira úr vand­an­um en efni standa til. Eng­in ástæða.Þeir sem hafa ráð­ið sig, eða hafa ver­ið kjörn­ir, til að gæta að vel­ferð okk­ar hinna verða að gæta hófs í því sem þeir segja og því sem þeir gera. Ástæðu­laust er að tala sem vand­inn sé meiri en hann er, og ástæðu­laust er að halda því fram að breyt­ing­ar hafi orð­ið til hins verra. Um það er deilt og um það sýn­ist sitt hverj­um. Þess vegna er krafa okk­ar að þeir sem ábyrgð­ina bera geri það með reisn, yf­ir­veg­un og hóf­semi.Alla tíð hef­ur það ver­ið svo þeg­ar drukk­ið fólk kem­ur sam­an í stór­um hóp­um þá er hætta á að illa fari. Þá skipt­ir minnstu hvort það er á manna­mót­um í nafni há­tíða eða hvort það er skipu­lags­laust í mið­borg Reykja­vík­ur. Þann­ig hef­ur þetta ver­ið og þann­ig verð­ur það. Eina sem unnt er að gera, er að reyna að lág­marka skað­ann, of­beld­ið og hrott­ann.Þrátt fyr­ir að bor­ið hafi á ýkj­um í um­ræð­unni virð­ist sem ákveð­in firr­ing sé með­al fólks. Bíl­um og hjól­um er ek­ið á áð­ur óþekkt­um hraða, mátt­litl­ir smá­glæpa­menn ógna fólki með bar­efl­um eða öðr­um vopn­um og láta sem ekk­ert sé sjálf­sagðra en að ryðj­ast inn á fólk og krefj­ast pen­inga, of­beld­is­full­ir menn leggja leið sína þar sem fólk er sam­an­kom­ið og berja mann og ann­an. Fæst af þesu er nýtt, því mið­ur. Þetta er þekkt, helst að nú hafi bæst við glæpa­akst­ur vél­hjóla­fólks. Ann­að hef­ur fylgt okk­ur.Kraf­an sem er hægt að gera til þeirra sem bera ábyrgð­ina er að al­menn­ing­ur geti far­ið um í sæmi­legri vissu um að verða ekki ógn­að af sam­borg­ur­un­um, hvort sem fant­ar bera hnúa­járn eða kraft­mik­il öku­tæki. Það er hlut­verk hins op­in­bera að tryggja frið borg­ar­anna. Þrátt fyr­ir að margt sé að bæt­ir það ekki stöð­una ef lög­regla eða ráða­menn tala um að verr sé fyr­ir okk­ur kom­ið en það er í raun. Ýkj­urn­ar skemma.Í lang­an tíma hef­ur mið­borg Reykja­vík­ur ver­ið sem yf­ir­gef­inn víg­völl­ur að morgni laug­ar­daga og sunnu­daga. Það er ekk­ert nýtt að yfir göt­um og gang­stétt­um sé gler­salli, rænu­lít­ið eða jafn­vel rænu­laust fólk á bekkj­um eða göt­um, hóp­ur fólks á stór­tæk­um vinnu­vél­um að kepp­ast við að koma öllu í betra horf áð­ur en íbú­arn­ir vakna og sorg­in og eymd­in blas­ir við öll­um sem sjá vilja. Þann­ig hef­ur þetta ver­ið og þann­ig er þetta. Kannski er mesta furða hversu marg­ir kom­ast heil­ir heim eft­ir slíka óvissu­ferð sem það er að fara í mann­söfn­uð­inn. Þrátt fyr­ir hversu baga­lega er fyr­ir okk­ur kom­ið verð­um við að forð­ast að ýkja frá­sagn­ir af ólifn­aðn­um og finna leið­ir til að bæta líf­ið. Stað­reynd­irn­ar eru næg­ar og ýkj­ur eru þarf­laus­ar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband