Fram­tíð Fram­sókn­ar

4. ágúst 2006

Það er ekki sól og yndi fram­und­an hjá Fram­sókn­ar­fólki. Að­eins tvær vik­ur eru til flokks­þings þar sem ný for­ysta verð­ur val­in. Enn sem kom­ið er hafa þrír gef­ið kost á sér til for­manns og þar af er að­eins eitt fram­boð­ið al­vöru­fram­boð, hin eru vita­von­laus. Inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins eru samt radd­ir sem gera ekki ráð fyr­ir að Jón Sig­urðs­son eigi greiða leið í stól for­manns. Siv Frið­leifs­dótt­ir hef­ur ekk­ert vilj­að gefa upp hvað hún hyggst fyr­ir, en kunn­ug­ir segja hana ekki skorta metn­að og ef hún láti ekki verða að fram­boði nú, geri hún það ekki síð­ar. Þetta sé henn­ar síð­asti séns.Kunn­ug­ir gera ráð fyr­ir fram­boði Sivj­ar til for­manns og gangi það eft­ir sé fjarri því víst að Jóni Sig­urðs­syni veit­ist eins létt að kom­ast til æðstu met­orða inn­an flokks­ins eins og hing­að til hef­ur ver­ið tal­ið. Þó Siv sæki ekki stuðn­ing í sama bás og Hall­dór Ás­gríms­son hef­ur gert og Jón Sig­urðs­son mun gera, er vit­að að hún hef­ur víð­tæk­an stuðn­ing með­al flokks­manna og fá­ir stjórn­mála­menn hafa ver­ið dug­legri við að byggja upp sitt bak­land og Siv. Hún fer víða, tal­ar við marga og hef­ur þess vegna náð að treysta sig mik­ið í sessi. Þetta segja sam­herj­ar jafnt sem and­stæð­ing­ar inn­an flokks­ins. Ef Siv býð­ur sig fram til for­manns verða spenn­andi for­manns­kosn­ing­ar.Bar­átta Jón­ínu Bjart­marz og Guðna Ág­ústs­son­ar um vara­for­mann­inn kann að verða hörð. Fleiri gera ráð fyr­ir sigri Guðna. Hann hef­ur fylgi víða í flokkn­um en kunn­ug­ir segja Jón­ínu helst vera sterk­ari inn­an þing­flokks­ins og þess fólks sem næst þeim hópi starf­ar. Með­al al­mennra flokks­manna er staða Guðna tal­in mun sterk­ari. Það vinn­ur á móti Guðna að hafa ekki þor­að að fara í for­mannss­lag. Þar sýndi hann á sér veika hlið sem get­ur skemmt fyr­ir hon­um í vara­for­manns­kjör­inu. Sjálf­ur hót­ar Guðni og seg­ir að ósig­ur muni kalla á sundr­ung í flokkn­um.Önn­ur emb­ætti eru ekki mik­ils­virði. Fram­sókn­ar­menn hafa leng­ið tjald­að emb­ætti rit­ara sem það skipti ein­hverju máli, en auð­vit­að ger­ir það það ekki. Þess vegna verða átök­in í mesta lagi um tvö veiga­mik­il emb­ætti, emb­ætti for­manns og vara­for­manns.Fé­lag­ar í Fram­sókn­ar­flokkn­um skilja að það er mik­ils­vert fyr­ir stöðu flokks­ins í kom­andi fram­tíð að þeim tak­ist að velja sér for­sytu með sóma, bæði að bar­ist verði af sóma og að sómi verði af nýju for­yst­unni. Hall­dór Ás­gríms­son hef­ur hrökkl­ast frá lands­stjórn­inni og nú flokks­stjtjórn­inni. Það eru ekki glæsi­leg lok á löng­um ferli. Frá­far­andi for­mað­ur verð­ur að þola gagn­rýna um­ræðu um stöðu flokks­ins, ákvarð­an­ir og gjörð­ir síð­ustu ára. Ef flokks­þing­ið ger­ir það ekki er sú hætta fram­und­an að flokk­ur­inn hjakki í sama djúpa far­inu. Það er ekki glæst fram­tíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband