Villt manna­mót

5. ágúst 2006

Um versl­un­ar­manna­helgi er mik­ið álag á allt og alla. Þjóð­veg­irn­ir verða full­ir af alls kyns öku­mönn­um og tjald­svæð­in mörg hver verða hlað­in af alls kyns fólki. Fátt seg­ir okk­ur að harm­ur fylgi ekki mann­söfn­uð­um helg­ar­inn­ar. Því mið­ur ger­ist það á hverju ári.Mót­mæl­end­ur virkj­ana hafa ver­ið í gæslu lög­regl­unn­ar og í gæslu vík­inga­sveit­ar­inn­ar. Ekk­ert er til spar­að til að hefta að­gerð­ir þess fólks. Það er von­andi að fjár­ráð­um lög­regl­unn­ar sé vel skipt og hvergi vanti pen­inga til að gæta að um­ferð og ör­yggi fólks, hvort sem það er á ferða­lagi eða á ein­hverri þeirra sam­koma sem kall­að­ar eru há­tíð­ir. Samt má ætla að eng­ir kosti lög­regl­una jafn­mik­ið og mót­mæl­end­urn­ir. Senni­lega verð­ur meira af lög­reglu þar en víð­ast ann­ars stað­ar á land­inu. Allt til þess að mót­mæl­end­um tak­ist ekki að valda hugs­an­legu tjóni.Hætta er á að marg­ir komi sár­ir frá hild­ar­leik helg­ar­inn­ar. Það er stór­hættu­legt að keyra um þrönga þjóð­vegi og sér­stak­lega þeg­ar inn­an um verða stór­hættu­leg­ir öku­menn, þeir sem keyra allt­of hratt og þeir sem keyra allt­of hægt. All­ir óska þess að kom­ast heil­ir úr um­ferð­inni, en til að það tak­ist verð­um við öll að taka þátt. Ef mið er tek­ið af þeim anda sem ræð­ur hjá ýms­um er bar­asta eng­in von til að það tak­ist. Þeir sem eru eft­ir­lýst­ir vegna glæpa­akst­urs og þeir sem neita að benda á fant­ana eru ekki lík­leg­ir til að meta líf okk­ar hinna í dag, ekk­ert frek­ar en í gær. Því mið­ur.Hin­ir sem mæta á skemmt­an­ir til þess eins að meiða eða særa aðra eru ekki síð­ur hættu­leg­ir. Nauðg­an­ir og aðr­ir hrotta­leg­ir glæp­ir hafa ver­ið fylgi­fisk­ar villtra manna­móta. Of­ur­drukk­ið fólk er hættu­legt og þeg­ar við bæt­ist neysla ann­arra eit­ur­efna, jafn­vel dag eft­ir dag, er al­gjör­lega óljóst hvert það leið­ir. Allt­of oft til harm­leikja, harms sem seint eða ekki grær. Öllu má nafn gefa, líka sam­kom­um helg­ar­inn­ar. Sum­ar þeirra standa ekki und­ir því að vera kall­að­ar há­tíð­ir. Reynsl­an, sem af er þessu sumri, sann­ar að svona er þetta hjá okk­ur. Írsk­ir dag­ar og Fær­eysk­ir dag­ar voru með þeim ein­dæm­um að óvíst er að reynt verði að halda slík manna­mót aft­ur. Dauða­drukk­in ung­menni ráf­andi um vit­andi hvorki í þenn­an heim né ann­an eru ekki að skemmta sér, kannski skratt­an­um. Þetta mun allt end­ur­taka sig um helg­ina. Það eina sem við get­um von­að er að ekki verði framd­ir al­var­leg­ir glæp­ir. Við get­um von­að það, en því mið­ur er mik­il hætta á að von­ir okk­ar ræt­ist ekki. Áfeng­ið slæv­ir dóm­greind og þeg­ar marg­ir eru sam­an­komn­ir í sama öm­ur­lega ástand­inu er veru­leg hætta á áföll­um Það er von­andi að vík­inga­sveit­in og óbreytt­ir lög­reglu­menn komi í veg fyr­ir frjálsa för fólks við Kára­hnjúka um þessa helgi ein­sog síð­ustu daga, hvað sem það kost­ar.För­um var­lega og góða helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband