Í boði Ómars

10. ágúst 2006

Ómar Rag nars­son hef­ur boð­ið ell­efu manns, áhrifa­fólki, eins og hann nefn­ir það, í skoð­un­ar­ferð að Kára­hnjúk­um. Hann seg­ir í opnu boðs­bréfi að gest­irn­ir hafi það hlut­verk að þjóna allri þjóð­inni. Ómar býð­ur for­seta Ís­lands, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, iðn­að­ar­ráð­herra, um­hvef­is­ráð­herra, rit­stjór­um dag­blað­anna þriggja og stjórn­end­um eða frétta­stjór­um Rík­is­út­varps­ins, NFS og Skjás 1.Þrátt fyr­ir að sá sem þetta skrif­ar hafi það meg­in­mark­mið að þiggja aldr­ei neitt í starfi, ekki boðs­ferð­ir, ekki máls­verði eða nokk­uð ann­að ætl­ar hann að gera und­an­tekn­ingu og þiggja boð Ómars.Í bréfi Ómars seg­ir að hann geri ráð fyr­ir að all­ir sem hann bjóði nú hafi þeg­ið ferð­ir að Kára­hnjúk­um. Það á ekki við um alla. Ómar hef­ur hins veg­ar reynslu af skoð­an­ar­ferð­um. Gef­um hon­um orð­ið:„Ég hef sjálf­ur far­ið sem leið­sögu­mað­ur í tveim­ur vönd­uð­um boðs­ferð­um í þess­um dúr þar sem í boði voru glæsi­leg­ar veit­ing­ar og við­ur­gjörn­ing­ur all­an dag­inn, flog­ið í Bo­eing 757 milli­landa­þot­um aust­ur með göngu í gegn­um sér­stak VIP-toll­hlið á Reykja­vík­ur­flug­velli; síð­an far­ið í fimm rút­um með sér­stakri út­varps­stöð, set­inn gala-kvöld­verð­ur í Vala­skjálf með skemmti­at­rið­um og flog­ið til baka um kvöld­ið.“Fræg var ferð­in sem fyrr­ver­andi for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins fóru að Kára­hnjúk­um þar sem gest­gjafi var Frið­rik Sop­hus­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar og fyrr­ver­andi vara­for­mað­ur flokks­ins, og gest­irn­ir voru Dav­íð Odds­son, seðla­banka­stjóri og fyrr­ver­andi for­mað­ur flokks­ins, Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­mað­ur og nú rit­stjóri og fjórði ferða­fé­lag­inn var Styrm­ir Gunn­arrs­son rit­stjóri.Við­leitni Ómars er eft­ir­tekt­ar­verð og það verð­ur eft­ir­tekt­ar­vert hverj­ir þiggja boð hans. Ómar lof­ar ekki flott­heit­um á við þau sem Lands­virkj­un og aðr­ir jöfr­ar bjóða: „Ég get ekki boð­ið ykk­ur svona þjón­ustu, held­ur að­eins leið­sögn mína, sam­lok­ur og gos­drykki og beð­ið ykk­ur að hafa með­ferð­is góða skó og sæmi­leg­an úti­fatn­að. Und­an­far­in sum­ur hef ég far­ið með fólki gang­andi, ak­andi og fljúg­andi um svæð­ið á tveim­ur litl­um flug­vél­um og göml­um jeppa­drusl­um. Hopp­að hef­ur  ver­ið á milli lend­ing­ar­brauta á völd­um út­sýn­is­stöð­um þar sem stutt­ar göngu­ferð­ir hafa ver­ið í boði. Lengd göngu­ferð­anna hef­ur fólk ráð­ið sjálft. Á Sauð­árm­els­flug­velli við Brú­ar­jök­ul er hægt að setj­ast að snæð­ingi í göml­um hús­bílsg­armi. Margt af þessu fólki hafði áð­ur far­ið í hefð­bundn­ar ferð­ir með enda­stöð á út­sýn­is­palli Lands­virkj­un­ar. Ég hef ráð­ið af við­brögð­um þess við því sem það upp­lifði í ferð­un­um með mér að þær hafi veitt því nýja og dýr­mæta sýn, bæði á mann­virk­in og áhrifa­svæð­in. Ég veit að þið er­uð önn­um kaf­ið fólk og hver dag­ur dýr­mæt­ur. Þið gát­uð þó séð af degi eða jafn­vel lengri tíma til að kynna ykk­ur með eig­in aug­um all­vel aðra hlið máls­ins en að litlu leyti hina hlið­ina.“Ekki hafa all­ir vænt­an­leg­ir gest­ir Ómars þeg­ið ferð að Kára­hnjúk­um til að kynna sér aðra hlið máls­ins. Það er í valdi Ómars að kynna því fólki það sem því er holl­ast að vita og þekkja. Hon­um er bet­ur treyst­andi til þess en flest­um öðr­um gest­gjöf­um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband