Húrra fyr­ir Siv

11. ágúst 2006

Mik­il ósköp eru það fín­ar frétt­ir að Siv Frið­leifs­dótt­ir ráð­herra sæk­ist eft­ir for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þetta er ekki sagt sem stuðn­ing­ur við Siv, held­ur vegna þess að Fram­sókn­ar­flokks­ins beið al­veg fá­rán­leg staða hefði Siv ekki stig­ið fram og sýnt kjark, metn­að og áræðni. Það hefði ver­ið hreint ómögu­legt ef Jón Sig­urðs­son, sem var kall­að­ur til af frá­far­andi for­manni, hefði sjálf­virkt ver­ið kjör­inn for­mað­ur.Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur átt bágt og mun ef­laust eiga um nokk­urn tíma. Flokk­ur­inn get­ur eng­um kennt um hvern­ig kom­ið er nema sjálf­um sér. Ef eitt­hvað get­ur flýtt fyr­ir bata Fram­sókn­ar­flokks­ins er að á flokks­þing­inu verði al­vöru kosn­ing­ar um for­yst­una. Það er ekki nokk­ur ein­asti mögu­leiki fyr­ir flokks­fólk að koma heim af eig­in þingi öðru­vísi en gera þar upp við þá for­ystu sem nú er að kveðja, eink­um og sér í lagi við stjórn­ar­tíð Hall­dórs Ás­gríms­son­ar og þess vegna hefði ver­ið með öllu ómögu­legt að Jón Sig­urðs­son hefði feng­ið kosn­ingu átaka­laust. Lífs­ins ómögu­legt er að segja til um hvort þeirra, Siv eða Jón, er heppi­legri for­mað­ur. Þau eru ólík og hafa ólík­an bak­grunn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er nán­ast klof­inn í tvær fylk­ing­ar, jafn­vel fleiri, og næsti for­mað­ur verð­ur að koma flokkn­um sam­an. Fram­bjóð­end­urn­ir til­heyra hvor sinni fylk­ing­unni. Jón sæk­ir stuðn­ing til Hall­dórs frá­far­andi for­manns og helsta sam­starfs­fólks, en Siv til þeirra sem hafa ekki ver­ið sátt­ir með Hall­dór og hirð­ina hans. Þau hafa ólíkt bak­land.Eft­ir að Guðni Ág­ústs­son brást stuðn­ings­mönn­um sín­um og hrædd­ist Jón í for­manns­kjöri hafa augu þeirra sem vilja upp­gjör beinst að Siv. Hún hef­ur svar­að kall­inu og ljóst er að spenn­andi kosn­ing­ar eru fram­und­an. Hirð Hall­dórs hef­ur ekki stutt Siv til þessa og mun ekki gera að óreyndu. Þess vegna er fram­boð henn­ar gegn sitj­andi for­manni og hans stuðn­ings­liði. Jón treyst­ir hins veg­ar á það fólk sem mun ekki styðja Siv. Þess vegna verð­ur upp­gjör á flokks­þing­inu.Fram­sókn­ar­menn standa frammi fyr­ir sér­stöku vali. Þeir hafa átt fleiri kven­ráð­herra en aðr­ir flokk­ar og hafa nú mögu­leika á að sækja enn fram í jafn­rétti og gera konu að for­manni flokks­ins.Svo er ann­að hvort for­manns­efn­anna heppi­legri kost­ur fyr­ir þann meg­in­þorra þjóð­ar­inn­ar sem er ekki í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Kannski skipt­ir það ekki mestu, kannski er mesta keppi­kefli Fram­sókn­ar­flokks­ins og þjóð­ar­inn­ar það sama, að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fái hvíld frá þjóð­stjórn­inni. Ef sú verð­ur nið­ur­stað­an að lokn­um kosn­ing­um verða kom­andi for­manns­kosn­ing­arn­ar í Fram­sókn fyrst og fremst inn­an­búð­ar­mál og okk­ur hin­um óvið­kom­andi. Kannski er það best.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband