Eit­urfa­brikka

14. ágúst 2006

Mestu eit­ur­vald­ar á Ís­landi eru stórð­iðju­ver­in. Það kem­ur ekki á óvart og kannski á eng­an að undra að Járn­blendi­verk­smiðj­an í Hval­firði skuli eitra nán­ast jafn­mik­ið og ál­ver­ið í Straums­vík, marg­falt stærra fyr­ir­tæki. Ekki leyn­ir sér að frá Járn­blendi­verk­smiðj­unni stíg­ur svart­ur og ljót­ur reyk­ur, reyk­ur sem get­ur ekki ann­að en ver­ið fjand­sam­leg­ur um­hverfi og mönn­um. Eina vörn tals­manns fyr­ir­tæk­is­ins er skelfi­leg, tugga sem allt­of oft er not­uð, að eitr­ið yrði meira ef verk­smiðj­an nyti ekki raf­orku. Kol eru vissu­lega verri, en það breyt­ir því ekki að við höf­um hér til þess að gera lít­ið fyr­ir­tæki sem lát­laust eitr­ar og skemm­ir langt um­fram önn­ur fyr­ir­tæki, þeg­ar mið­að er við stærð og hag.Í sam­an­burði má geta þess að í ál­ver­inu á Grund­ar­tanga, sem er næsti ná­granni Járn­blendi­verk­smiðj­unn­ar, er allt ann­að uppi á ten­ingn­um. Eft­ir stækk­un mun sú fa­brikka senda frá sér 450 þús­und tonn af út­blæstri á ári en Járn­blendi­verk­smiðj­an send­ir frá sér 665 þús­und tonn á ári hverju. Þetta er allt­of mik­ið og hald­lít­il rök að segja að þetta yrði enn verra færi eitr­un­in fram í öðru landi. Þeir sem ekki geta heft eitr­un­ina verða að játa upp­gjöf­ina.Blað­ið hef­ur fjall­að tals­vert um um­hverf­is­mál síð­ustu daga og vik­ur og mun halda því áfram. Í Blað­inu á laug­ar­dag var fjall­að um eit­ur­verk­smiðj­urn­ar á Ís­landi. Þar sagði for­stjóri Járn­blendi­verk­smiðj­unn­ar: „Landa­mæri hafa lít­ið að segja þeg­ar kem­ur að út­blæstri þess­ara loft­teg­unda. Stór­iðja á Ís­landi er mun skil­virk­ari og við skil­um mun minna af kol­tví­sýr­ingi út í and­rúms­loft­ið á hverja fram­leidda ein­ingu bor­ið sam­an við ann­ars stað­ar í heim­in­um,“ og bæt­ti við að út­blást­ur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sé óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur þessa iðn­að­ar. Tals­mað­ur­inn hélt áfram. „Betri tækni þýð­ir minni út­blást­ur, auk þess sem hag­kvæmn­in eykst. For­senda þess að járn­blendi er fram­leitt á Ís­landi er að við verð­um að vera miklu skil­virk­ari, með hærra tækni­stig og þró­aðri fram­leiðslu en til dæm­is verk­smiðja í Kína eða Rúss­landi.“ Tals­mað­ur Alc­an í Straums­vík hreyk­ir sér af ár­angri þess fyr­ir­tæk­is, seg­ir það hafa náð að draga úr eitr­un­inni. Það er von­andi rétt, en slæmt samt. Ljóst er að okk­ar bíða frá­bær tæki­færi til að draga sem mest úr eitr­un stór­iðju­vera, ekki er raun­hæft að ætla að þau hætti eða fari til ann­arra landa. Sú vakn­ing sem hef­ur orð­ið hér í um­hverf­is­mál­um mun von­andi halda áfram og auk­ast og verða til þess að við gæt­um okk­ar bet­ur hér eft­ir en hing­að til. En það er fleira ógert. Í Blað­inu í dag er fjall­að um ann­an mesta meng­un­ar­vald­inn í land­inu, bíl­ana. Út­blást­ur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda af völd­um bíla og tækja hef­ur auk­ist jafnt og þétt und­an­far­in ár. Út­blást­ur kol­tví­sýr­ings hef­ur auk­ist. Ým­is­legt hef­ur ver­ið gert en það er ekki nóg, meira þarf að gera og tæki­fær­in eru okk­ar.Hvað varð­ar út­blást­ur frá bíl­um get­um við ekki með sama hætti bent á aðra. Þar ráð­um við al­menn­ing­ur nokkru og það er okk­ar að vanda okk­ur til að við get­um af ein­hverj­um sóma ek­ið um á bíl­un­um okk­ar. Ráða­menn og tals­menn eit­ur­far­brikka verða að hy­sja upp um sig, og við líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband