Var ekki far­sæll

15. ágúst 2006

Það er ekki rétt sem Siv Frið­leifs­dótt­ir, for­manns­fram­bjóð­andi í Fram­sókn­ar­flokkn­um, seg­ir í Morg­un­blaði gær­dags­ins að far­sæll for­ingi sé að kveðja. Hall­dór Ás­gríms­son var for­ingi, en ómögu­legt er að taka und­ir með Siv og segja Hall­dór hafa ver­ið far­sæl­an for­ingja. Kannski var hann það á ein­hverj­um tíma, en vegna þess hvern­ig hann spil­aði síð­ustu mán­uð­ina og ár­in er ómögu­legt að taka und­ir með Siv og segja að far­sæll for­ingi sé að kveðja. Það er bara ekki rétt og það er alls ekki rétt af Siv að halda þessu fram með þess­um hætti. Bara alls ekki.Stjórn­laus metn­að­ur Hall­dórs varð til þess að Siv var sett út úr rík­is­stjórn á sín­um tíma. Það var gert til þess að Hall­dór kæm­ist í stjórn­ar­ráð­ið. Þá var sagt að það yrði Fram­sókn­ar­flokkn­um mik­il lyfti­stöng, það myndi lyfta flokkn­um upp úr lá­deyðu og til sókn­ar og sigra. Það gekk held­ur bet­ur ekki eft­ir. Snemma í for­sæt­is­ráð­herra­tíð Hall­dórs tók að gæta óþreyju inn­an flokks­ins. Ár­ang­ur­inn sem stefnt var að lét ekki bara á sér standa, hann kom aldr­ei. Flokkn­um hélt áfram að blæða út og hon­um blæð­ir enn. Þess vegna er nán­ast gal­ið að tal­a um Hall­dór sem far­sæl­an for­ingja. Kannski sagði Siv þetta til að styggja eng­an á síð­ustu dög­um fyr­ir flokks­þing­ið. Kannski verð­ur henn­ar metn­að­ur til þess að hún kýs að tal­a með þeim hætti sem stygg­ir fæsta.Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var um lang­an ald­ur langt­um stærri flokk­ur en hann er nú. Hann hafði um og yf­ir tutt­ugu pró­senta kjör­fylgi og hafði mik­ið að segja í lands­mál­un­um. Þrátt fyr­ir smán­ar­lega út­reið í kosn­ing­um og end­ur­tekn­ar vond­ar mæl­ing­ar í skoð­ana­könn­un­um hef­ur flokkn­um tek­ist að við­halda völd­um, eða hvað? Sit­ur hann kannski víða í skjóli Sjálf­stæð­is­flokks­ins og get­ur ekki beitt sér af al­vöru sök­um þess hversu fáa full­trúa hann á og hversu veikt hann stend­ur? Senni­lega er það svo.Hall­dór Ás­gríms­son leiddi flokk­inn frá mold­inni á möl­ina, eða ætl­aði það alla­vega, en fylgi flokks­ins í þétt­býli er ekki merki­legt, með ein­staka und­an­tekn­ing­um. Stað­an er aug­ljós, Hall­dóri tókst ekki að vera nema skamma stund í drauma­starf­inu, starfi sem hann hafði fórn­að svo miklu fyr­ir, með­al ann­ars Siv Frið­leifs­dótt­ur, og Hall­dóri tókst ekki einu sinni að enda for­mennsku í Fram­sókn með glæsi­brag. Hann hrökkl­að­ist frá lands­stjórn­inni og flokks­stjórn­inni. Þann­ig er það og þann­ig hljóð­ar það, hvað sem Siv eða aðr­ir segja.Hall­dóri Ás­gríms­syni hlýt­ur að vera mik­ið í mun að eftri­skrift­in verði sem best, en til að það tak­ist verð­ur hún að vera sönn. Það er ekki hægt að falsa sög­una. Hall­dórs er fyrst og fremst minnst fyr­ir trölls­leg­an vilja í virkj­un­ar­mál­um, vilja til inn­rás­ar í Ír­ak, að vera leið­it­am­ur fylgi­sveinn Dav­íðs Odds­son­ar, einka­vina­væð­ingu rík­is­banka og að hafa tap­að um helm­ingi af fylgi eig­in flokks. Þetta er eft­ir­skrift­in núna. Hún kann að breyt­ast, enda ef­laust margt sem Hall­dór gerði á ald­ar­þriðj­ungi til heilla. Það man það eng­inn núna nema kannski Hall­dór. For­ingi Fram­sókn­ar kveð­ur, en það er of­mælt að segja hann far­sæl­an.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband