Fang­ar eru líka fólk

17. ágúst 2006

Blað­ið hef­ur sagt frétt­ir af yf­ir­full­um fang­els­um. Þar hef­ur kom­ið fram að fang­els­in eru ekki bara yf­ir­full, sum stand­ast ekki kröf­ur og við þau hafa ver­ið gerð­ar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir. Svo bág er stað­an að fang­els­is­mála­stjóri, sem virð­ist vera hinn vænsti emb­ætt­is­mað­ur, hef­ur sagt að hann vilji ekki bera ábyrgð á því hvern­ig kom­ið er og hygg­ist láta af emb­ætti.Ábyrgð­in er ekki bara fang­els­is­mála­stjóra. Í ára­rað­ir hef­ur ver­ið beð­ið eft­ir nýju fang­elsi. Það hef­ur hins veg­ar ver­ið sett til hlið­ar af nokkr­um dóms­mála­ráð­herr­um. Þeir virð­ast eiga það sam­eig­in­legt að hafa sett lausn­ir á bráð­um vanda í bið, kannski þar sem fang­ar eru ekki í uppá­haldi hjá okk­ur hin­um og mæta ekki sama skiln­ingi og aðr­ir. Það er samt skylda sam­fé­lags­ins að búa að öll­um með sæmi­leg­um hætti, líka þeim sem hafa brot­ið gegn okk­ur hin­um. Öll­um sam­fé­lög­um fylg­ir marg­breyti­leiki, jafnt já­kvæð­ur sem nei­kvæð­ur. Það er hrein og klár skylda okk­ar að búa bet­ur að refsi­föng­um en við ger­um nú. Dóms­mála­ráð­herra verð­ur að láta til sín taka og þoka brýnu máli áfram. Sú stað­reynd ein, að ekki er pláss í fang­els­um fyr­ir fleiri, dug­ar til að við­ur­kenna neyð­ar­ástand. Við bæt­ist að þau okk­ar sem brjóta af sér verða að bíða mán­uð­um sam­an frá því að dóm­ur er kveð­inn þar til unnt er að hefja af­plán­un. Það er ósann­gjarnt og eyk­ur jafn­vel á refs­ing­una, langt um­fram það sem dóm­ar­ar hafa ákveð­ið.Svo marg­ir eru vist­að­ir í gæslu­varð­haldi að ekki er unnt að koma fleiri föng­um að. Það er af­leitt og ekki síð­ur sú stað­reynd að við beit­um gæslu­varð­haldi af meiri hörku en flest­ar ná­læg­ar þjóð­ir. Það er ekki bara að við höf­um þröng og yf­ir­full fang­elsi, sem jafn­vel eru ekki sam­boð­in ein­um né nein­um, held­ur höf­um við far­ið þá leið að beita ein­angr­un af meiri fanta­skap en aðr­ar þjóð­ir.Það er ekki til sóma að bæta ekki úr og það er ekki hægt að ár eft­ir ár sé jafn sjálf­sagt mál og nýtt fang­elsi lát­ið mæta af­gangi. Auk þess hef­ur ver­ið bent á að það kost­ar mik­ið að hafa gæslu­varðhalds­fang­elsi á Litla-Hrauni, fjarri lög­reglu, fjarri dóms­öl­um og fjarri lög­mönn­um. Ferð­ir fram og til baka kosta pen­inga og tíma. Rök um pen­inga eru oft­ast ein­föld­ust og mæta mest­um skiln­ingi, jafn­vel þau duga ekki hér.Erf­ið­ara er að beita rök­um um heill og hag fárra, ekki síst þeg­ar tal­að er um fanga. Vissu­lega er staða þeirra slæm og á kannski að vera það. Það er slæmt að vera svipt­ur frelsi og bara þess vegna er hægt að segja að staða fang­ans sé slæm, en það er ekki okk­ar að auka á raun­ir þeirra og að­stand­enda með því að búa að föng­um ein­sog við ger­um. Hver og einn sem kem­ur úr af­plán­un sem betri mað­ur, tek­ur virk­an þátt í sam­fé­lag­inu, snýst frá fyrri nið­ur­læg­ingu, öðl­ast frið og ham­ingu er meira virði fyr­ir okk­ur öll en svo að við get­um sæst á að að­bún­að­ur fanga sé með þeim hætti að úr fang­els­um sé nán­ast eng­in von að komi betri ein­stak­ling­ar en fóru inn. Ef í út­reikn­ing­ana sem ráða frest­un úr­lausna ár eft­ir ár hef­ur gleymst að setja inn sál­ar­heill, lífs­gleði og það að gera vafa­sam­an mann góð­an, er best að reikna upp á nýtt. Fang­ar eru nefni­lega líka fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband