Kjark­ur eða kjark­leysi

21. ágúst 2006

 Get­ur ver­ið að flokks­þing Fram­sókn­ar hafa ver­ið þing um ekk­ert? Ekk­ert hafi breyst ann­að en að Hall­dór lét af for­mennsku og við henni tók vild­ar­vin­ur hans og ráð­gjafi í ára­tugi? Má vera að flokks­þing­ið hafi ekki fært flokk­inn eitt fet frá því feni sem hann er í? Má vera að kjark­leysi til breyt­inga hafi náð völd­um af flokks­fé­lög­um og að þeir komi frá þing­inu í sömu stöðu og þeir komu til þess?Jón Sig­urðs­son, for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, var val­inn til emb­ætt­is af Hall­dóri. Það dylst eng­um og að flokks­þing­ið lét það yfir sig ganga. Guðni Ág­ústs­son er áfram vara­for­mað­ur, svo það er eng­in breyt­ing þar og það er ekki hægt að gera Fram­sókn­ar­flokkn­um það til hæf­is að tala um stöðu rit­ara sem al­vör­up­ólít­iska stöðu. Það skipt­ir þjóð­ina bara engu hver gegn­ir emb­ætti rit­ara í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Í for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins eru tveir karl­ar, vel á sex­tugs­aldri. Það er sér­staða þeirra með­al stjórn­mála­flokka í dag, reynd­ar læt­ur nærri að eins sé kom­ið fyr­ir Frjáls­lynda flokkn­um. Aðr­ir flokk­ar hafa breidd í sinni for­ystu.Fram­sókn er í af­leitri stöðu og það veit þjóð­in og það vita Fram­sókn­ar­menn. Staða þeirra er af­leit með­al ann­ars vegna einka­væð­ing­ar banka, vegna und­ir­lægju­hátt­ar við Banda­ríkja­menn vegna Ír­aks­stríðs­ins, vegna und­ir­lægju­hátt­ar við Dav­íð Odds­son vegna fjöl­miðla­máls­ins, vegna stórð­iðju­stefnu, vegna hryðju­verka gegn nátt­úr­unni og vegna græðgi for­manns­ins fyrr­ver­andi til að verða for­sæt­is­ráð­herra og síð­ast en ekki síst, vegna hversu illa þeim hef­ur tek­ist að flytja mál sitt, verja gjörð­ir sín­ar og benda á það sem þeim hef­ur þó tek­ist vel með.Kannski átti flokks­þing­ið erf­itt val, ann­ar fram­bjóð­and­inn til for­manns kom úr ráð­gjafa­hirð fyrr­ver­andi for­manns, þeirri hirð sem ber mikla ábyrgð á því að æ fleiri kjósa að snúa baki við flokkn­um og þeirri stefnu sem flokk­ur­inn hef­ur fylgt. Hinn fram­bjóð­and­inn var til dæm­is um­hverf­is­ráð­herra þeg­ar hryðju­verk­in gegn nátt­úr­unni voru hvað mest og ber þess vegna mikla ábyrgð. Það þarf kjark til að hafna konu á besta aldri og það þarf kjark til að velja einn af ráð­gjöf­un­um, mann sem er elst­ur allra til að taka við for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um, aldrei áð­ur hef­ur flokk­ur­inn val­ið sér eldri for­mannn. Það er kjark­leysi að hafa ekki þor­að að tala um einka­væð­ingu, að hafa ekki þor­að að tala um Ír­aks­stríð­ið, að hafa ekki þor­að að tala um fjöl­miðla­of­beld­ið, um stór­iðj­una og að­för­ina að nátt­úr­unni. Það eina sem fram­bjóð­end­urn­ir töl­uðu um og boð­uðu breyt­ing­ar á var að Evr­ópu­mál­in væru ekki á dag­skrá á næst­unni. Það er full­yrð­ing Dav­íðs Odds­son­ar og nú Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þjóð­in mun setja Evr­ópu­mál­in á dag­skrá og vel má vera að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fylgi þjóð­inni ekki, en for­ræði í Evr­ópu­mál­un­um verð­ur ekki flokk­anna, þeir hafa ekki kjark­inn, en þjóð­in hef­ur hann og þjóð­in ræð­ir Evr­ópu­mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband