Ómar og Kára­hnjúk­ar

23. ágúst 2006

Eft­ir að hafa var­ið ein­um degi með Ómari Ragn­ars­syni við Kára­hnjúka eru nokkr­ar spurn­ing­ar uppi. Til dæm­is, hvað rek­ur mann ein­sog Ómar til að leggja allt það sem hann ger­ir? Í hvaða til­gangi ger­ir hann þetta? Og má vera að margt af því sem hann nefn­ir sé með þeim hætti sem hann seg­ir? Hver er ávinn­ing­ur­inn af virkj­un­inni? Og er það kannski svo að ver­ið sé að fórna minni hags­mun­um fyr­ir meiri?Ómar Ragn­ars­son er ein­stak­ur mað­ur, það vita all­ir Ís­lend­ing­ar. En að sjá hann með eig­in aug­um í þessu sér­saka hlut­verki er ekki síð­ur merki­legt en það sem hann sýn­ir. Áhöld eru uppi um hvort er merki­legra, land­ið sem verð­ur sökkt eða Ómar.Það er merki­legt að ganga um vænt­an­leg­an botn á uppi­stöðu­lón­inu. Vissu­lega fer þar fal­legt land und­ir vatn, land sem allt­of fá­ir hafa séð, snert eða fund­ið ilm­inn af. Ein­stak­ling­ur­inn verð­ur lít­ill og mátt­vana í hugs­un­um sín­um þeg­ar hugs­aði er til þess sem fram­und­an er. Bar­átta þeirra sem hafa bar­ist gegn Kára­hnjúka­virkj­un er merki­leg og hún mun sigra, ekki þó á Kára­hnjúk­um. And­stað­an verð­ur ef­laust til þess að hæg­ar verð­ur far­ið í nán­ustu fram­tíð. Það get­ur bara ekki ver­ið sjálf­sagð­ur rétt­ur nú­lif­andi kyn­slóða að end­ur­taka hina tröll­segu fram­kvæmd við Kára­hnjúka. Svar þjóð­ar­inn­ar verð­ur ein­falt nei.Aft­ur að Ómari. Ekki er nokk­ur í vafa um ást hans á land­inu. Ást hans á land­inu hef­ur fang­að hann svo mik­ið að hann fórn­ar flestu fyr­ir hug­sjón­ina. Það er ein­stök upp­lif­un að sjá og vita að hann held­ur meira og minna til á há­lend­inu, sef­ur þar í göml­um bíl­skrjóð­um og er boð­inn og bú­inn til að kynna fyr­ir okk­ur af­leið­ing­ar Kára­hnjúka­virkj­unn­ar.Ómar er ekki einn um að benda á stór­tæk­ar af­leið­ing­ar virkj­un­ar­inn­ar. Hann ger­ir það með kröft­ugri hætti en flest­um öðr­um er unnt að gera. Hitt er ann­að að stjórn­mála­menn hafa ráð­ið ferð­inni, þeir ákváðu Kára­hnjúka­virkj­un, en um leið og þetta er sagt er nokk­uð víst að þeim mun ekki veit­ast eins létt að ráð­ast í ann­að eins. Bar­átta Ómars Ragn­ars­son­ar og fleiri sér til þess. Virkj­un­ar­sinn­ar kepp­ast við and­stæð­inga við að kynna mál­stað sinn. Eft­ir að Lands­virkj­un bauð rit­stjór­um Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins og Seðla­banka­stjóra í sér­staka ferð að Kára­hnjúk­um sendi Ómar op­ið bréf og bauð nokkr­um völd­um ein­stak­ling­um í kynn­is­ferð. Síð­an hef­ur Lands­virkj­un sent boð til þeirra sem ekki fóru í fyrri ferð­ina, en eru á gesta­lista Ómars. Lands­virkj­un býð­ur ekki allt, þeir sem þiggja verða að borga tutt­ugu þús­und krón­ur vegna kosnt­að­ar við flug. Þess vegna þótti þeim sem þetta skrif­ar ekki ann­að við hæfi en borga Ómari það sama og Lands­virkj­un verð­ur greitt. Von­andi að aðr­ir geri það líka. Kynn­is­ferð­in er að frum­kvæði Ómars,en má ekki vera al­far­ið á hans ábyrgð og á hans kostn­að. Það er ekki sann­gjarnt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband