23. ágúst 2006
Eftir að hafa varið einum degi með Ómari Ragnarssyni við Kárahnjúka eru nokkrar spurningar uppi. Til dæmis, hvað rekur mann einsog Ómar til að leggja allt það sem hann gerir? Í hvaða tilgangi gerir hann þetta? Og má vera að margt af því sem hann nefnir sé með þeim hætti sem hann segir? Hver er ávinningurinn af virkjuninni? Og er það kannski svo að verið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri?Ómar Ragnarsson er einstakur maður, það vita allir Íslendingar. En að sjá hann með eigin augum í þessu sérsaka hlutverki er ekki síður merkilegt en það sem hann sýnir. Áhöld eru uppi um hvort er merkilegra, landið sem verður sökkt eða Ómar.Það er merkilegt að ganga um væntanlegan botn á uppistöðulóninu. Vissulega fer þar fallegt land undir vatn, land sem alltof fáir hafa séð, snert eða fundið ilminn af. Einstaklingurinn verður lítill og máttvana í hugsunum sínum þegar hugsaði er til þess sem framundan er. Barátta þeirra sem hafa barist gegn Kárahnjúkavirkjun er merkileg og hún mun sigra, ekki þó á Kárahnjúkum. Andstaðan verður eflaust til þess að hægar verður farið í nánustu framtíð. Það getur bara ekki verið sjálfsagður réttur núlifandi kynslóða að endurtaka hina tröllsegu framkvæmd við Kárahnjúka. Svar þjóðarinnar verður einfalt nei.Aftur að Ómari. Ekki er nokkur í vafa um ást hans á landinu. Ást hans á landinu hefur fangað hann svo mikið að hann fórnar flestu fyrir hugsjónina. Það er einstök upplifun að sjá og vita að hann heldur meira og minna til á hálendinu, sefur þar í gömlum bílskrjóðum og er boðinn og búinn til að kynna fyrir okkur afleiðingar Kárahnjúkavirkjunnar.Ómar er ekki einn um að benda á stórtækar afleiðingar virkjunarinnar. Hann gerir það með kröftugri hætti en flestum öðrum er unnt að gera. Hitt er annað að stjórnmálamenn hafa ráðið ferðinni, þeir ákváðu Kárahnjúkavirkjun, en um leið og þetta er sagt er nokkuð víst að þeim mun ekki veitast eins létt að ráðast í annað eins. Barátta Ómars Ragnarssonar og fleiri sér til þess. Virkjunarsinnar keppast við andstæðinga við að kynna málstað sinn. Eftir að Landsvirkjun bauð ritstjórum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og Seðlabankastjóra í sérstaka ferð að Kárahnjúkum sendi Ómar opið bréf og bauð nokkrum völdum einstaklingum í kynnisferð. Síðan hefur Landsvirkjun sent boð til þeirra sem ekki fóru í fyrri ferðina, en eru á gestalista Ómars. Landsvirkjun býður ekki allt, þeir sem þiggja verða að borga tuttugu þúsund krónur vegna kosntaðar við flug. Þess vegna þótti þeim sem þetta skrifar ekki annað við hæfi en borga Ómari það sama og Landsvirkjun verður greitt. Vonandi að aðrir geri það líka. Kynnisferðin er að frumkvæði Ómars,en má ekki vera alfarið á hans ábyrgð og á hans kostnað. Það er ekki sanngjarnt.Flokkur: Bloggar | 20.10.2006 | 10:08 (breytt kl. 10:09) | Facebook