Leif­arn­ar fyr­ir dóm

23. ágúst 2006

Það get­ur ekki ver­ið hátt ris­ið á sak­sókn­ar­an­um í Baugs­mál­inu eft­ir að hann varð að játa sig sigr­að­an með helsta kafla eig­in ákæru, kafla sem dóm­stól­ar hafa ít­rek­að vís­að á bug, en það tók sak­sókn­ar­ann allt­of lang­an tíma að við­ur­kenna stöðu sína og gef­ast upp. Þeg­ar hann gerði það loks varð hann samt að leggj­ast svo lágt að strá efa­semd­um um Jón Ás­geir Jó­hann­es­son og hvort hann sé raun­veru­lega sek­ur eða sak­laus af þeirri ákæru sem sak­sókn­ar­inn er nú neydd­ur til að við­ur­kenna að hef­ur ekk­ert með refsi­lög að gera.Hið op­in­bera hef­ur rann­sak­að nóg í Baugs­mál­inu og hef­ur gert meira en gott þyk­ir. Eft­ir alla þá fyr­ir­höfn og alla þá pen­inga sem var­ið hef­ur ver­ið til máls­ins er það býsna snaut­legt sem eft­ir stend­ur og verði sak­sókn­ar­an­um að góðu að berj­ast með leif­arn­ar af Baugs­mál­inu í dóms­öl­un­um. Verst er að hann get­ur ekki út­kljáð mál­ið einn síns liðs, hann þarf sak­born­inga og það er verst fyr­ir þá að þurfa að taka leng­ur þátt í þess­um ótrú­lega farsa sem Baugs­mál­ið er.Hvort Baugs­menn hafi tek­ið lán, flutt inn bíla eða sláttu­vél­ar og svo fram­veg­is er smá­mál mið­að við þörf­ina á að rann­sak­að verði hvern­ig Baugs­mál­ið varð eins stórt og raun ber vitni um og ekki síð­ur hver að­drag­andi máls­ins var og hvers vegna það fékk for­gang á flest ann­að. Frá upp­hafi hafa fleiri en Baugs­menn fund­ið að máls­með­ferð­inni. Dóm­stól­ar hafa ít­rek­að smán­að vinnu sak­sókn­ar­anna beggja og það hlýt­ur að vera rann­sókn­ar­efni hversu lengi mál­inu var fram­hald­ið, ekki síð­ur en hvers vegna það upp­hófst.Það er al­kunna að upp­haf kær­unn­ar á hend­ur Baugs­mönn­um er hjá fólki sem síð­ar hef­ur ekki kom­ið form­lega við sögu máls­ins. Ann­að er ómögu­legt en að þeir sem hafa ver­ið born­ir sök­um af hálfu hins op­in­bera geri allt sem þeir geta til að kanna hvað varð til þess að veik kæra eins manns leiddi til alls þess sem á eft­ir fylgdi. Það er þörf á að Baugs­mál­ið verði þeim sem fara með hið mikla vald sak­sókn­ara minn­is­varði um að vald­inu fylg­ir al­vara og því verð­ur að beita af var­úð og skyn­semi.Rann­sak­end­ur hafa alla tíð brugð­ist illa við þeg­ar þeir hafa ver­ið sak­að­ir um að taka við til­skip­un­um um fram­gang Baugs­máls­ins, en marg­ir hafa sak­að lög­regl­una um að vera und­ir­lægju í mál­inu. Það er þess vegna ósk­andi að lög­regl­an vilji sanna sak­leysi sitt og taki þátt í að skýra hvers vegna mál­ið varð að þeim óskapn­aði sem raun hef­ur orð­ið á.Til­gát­ur um pól­it­ísk af­skipti af Baugs­mál­inu hafa allt­af ver­ið uppi. Þær verða það þar til ann­að sann­ast, þann­ig er það. Ekki má gleym­ast að þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Dav­íð Odds­son, svar­aði á þann veg, þeg­ar hann var spurð­ur um hvort pól­it­ík hafi haft áhrif á Baugs­mál­ið, að ef svo væri myndu dóm­stól­ar ein­fald­lega vísa mál­inu frá. Það hafa þeir gert, ekk­ert er eft­ir nema bragð­laus­ar leif­ar, sem eru nán­ast níð um þá sem hafa tal­að fyr­ir sök í mál­inu, fórn­að ómæld­um pen­ing­um og krafti í mál sem nán­ast ekk­ert er og fjöldi manns hef­ur var­að við þeim mála­lok­um sem nú eru orð­in að veru­leika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband