Vina­víg í fel­um

25. ágúst 2006

Próf­kjör stjórn­mála­flokk­anna eru fram­und­an. Þar munu sam­herj­ar herja hver á ann­an og marg­ir bíða ósigra. Það er svo sem allt í lagi. Hitt er ann­að, að bar­átt­an fyr­ir þing­sæt­un­um mun kosta mikla pen­inga, pen­inga sem fram­bjóð­end­urn­ir eiga ekki sjálf­ir, held­ur snapa upp hér og þar. Og í sjálfu sér get­ur það ver­ið í lagi, en þó ekki, þar sem stjórn­mála­menn hafa sleg­ið skjald­borg um sjálfa sig og pen­ing­ana.Ólíkt stjórn­mála­mönn­um í al­vöru ríkj­um þurfa þeir ís­lensku ekki að segja hverj­ir gefa þeim pen­inga, hvorki ein­staka stjórn­mála­menn né stjórn­mála­flokk­ar. Þetta er sér­staða sem ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa bú­ið til fyr­ir sjálfa sig og sem aðr­ir kom­ast ekki upp með.Vegna þessa hátta­lags munu kjós­end­ur aldr­ei fá að vita hvaða fyr­ir­tæki og hvaða ein­stak­ling­ar munu kosta frama­drauma vænt­an­legra þing­manna og þess vegna verð­ur ómögu­legt að benda á ef þau sem ná kjöri munu í störf­um sín­um launa greið­ann. Lík­leg­ast er kerf­ið ein­sog það er, ein­mitt vegna þess að ekki þyk­ir heppi­legt að fjöl­miðl­ar eða aðr­ir geti leit­að sam­svör­un­ar milli gef­end­anna og þess hvaða af­stöðu þing­menn taka í mál­um sem snerta gef­end­urna og hags­muni þeirra. Með því að fela tekj­ur flokka og gjaf­ir og styrki til flokka og stjórn­mála­manna er ver­ið að strá efa­semd­um, efa­semd­um sem sam­taka­mátt­ur stjórn­mála­manna ver með krafti. Svo langt er geng­ið í hags­muna­vörsl­unni að því er hald­ið fram af krafti að það styrki lýð­ræð­ið að mega þegja yf­ir því hverj­ir borga styrk­ina og gefa gjaf­irn­ar. Í öðr­um lönd­um dett­ur fólki bara ekki í hug að bera aðra eins þvælu á borð. Kjós­end­ur eiga ekki að láta þetta við­gang­ast, held­ur krefj­ast þess að vit­að verði hvað­an pen­ing­arn­ir sem kosta stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokka koma. Með­an svo er ekki verða kjós­end­ur að ef­ast um starf stjórn­mála­manna og stjórn­mála­flokka; með­an svo er verða kjós­end­ur líka að gera ráð fyr­ir því að ástæð­an fyr­ir því að þeir gefi ekki upp hver borg­ar kostn­að­inn sé sú að það henti eng­an veg­inn að gefa það upp; það gæti ekki skað­að lýð­ræð­ið en það gæti skað­að gef­end­ur og þiggj­end­ur.Á næstu vik­um munu sam­herj­ar tak­ast á um hin eft­ir­sóttu þing­sæti. Miklu verð­ur til fórn­að, bæði af pen­ing­um og krafti. Við mun­um heyra ótal af­sak­an­ir og skýr­ing­ar á fjá­raustr­in­um og all­ir þeir stjórn­mála­menn sem eiga eft­ir að tjá sig um eig­in bar­áttu munu full­yrða full­um fet­um að gjaf­irn­ar muni ekki hafa hin minnstu áhrif, engu breyta í huga stjórn­mála­manna. Samt mun ekki koma til greina að skýra frá hverj­ir gefa.Marg­ir þeir sem sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri á kostn­að huldu­manna hafa tal­að fyr­ir laga­setn­ingu á ann­að fólk, til dæm­is á fjöl­miðla. Þá þarf að eign­ar­hald­ið að vera gegn­sætt og tryggja frelsi fjöl­miðla­fólks, en á sama tíma þiggja stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokk­ar pen­inga und­ir borð­ið, pen­inga sem hvergi kem­ur fram hver gef­ur og hver þigg­ur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband