Enda­lok­in

28. ágúst 2006

Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir get­ur ekki ann­að en hug­leitt stöðu sína al­var­lega. Það er eitt að hún sé sök­uð um að hafa leynt Al­þingi mik­il­væg­um gögn­um, gögn­um sem höfðu mik­ið að segja þeg­ar meiri­hluti Al­þing­is ákvað að ráð­ist yrði í gerð Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Hitt er ekki síð­ur al­var­legt að Val­gerð­ur sér ekk­ert að því sem hún gerði, seg­ir þing­menn bara ekk­ert hafa haft með gögn­in að gera, gögn sem fólu í sér varn­að­ar­orð um ágæti stíflu­gerð­ar­inn­ar.„Það eru gríð­ar­leg ósköp af upp­lýs­ing­um og sér­fræði­álit­um sem eru til um þetta mikla mann­virki og þau gögn geta ekki öll kom­ið fyr­ir Al­þingi. Nið­ur­stað­an er sú að það þarf ekki að hafa áhyggj­ur af þess­um at­rið­um í skýrslu Gríms Björns­son­ar nema einu at­riði og það er at­riði sem Al­þingi fjall­ar ekki um,“ seg­ir Val­gerð­ur í Blað­inu í dag. Þing­menn eru sum­ir hverj­ir ósátt­ir við hversu lít­ið álit Val­gerð­ur hef­ur á þing­heimi.Þetta er svo al­var­legt hjá Val­gerði að fer­ill henn­ar hlýt­ur að taka breyt­ing­um hér með, er jafn­vel á enda. Það eru tvenns­kon­ar yf­ir­sjón­ir í sama máli, felu­leik­ur­inn með gögn­in og svo hitt að tal­a ein­sog hún ger­ir. Ráð­herra má aldr­ei vera svo sjálf­um­glað­ur að hann ráði því hvaða gögn Al­þingi fær og meti hvað þing­heim­ur fær skil­ið og hvað þing­inu get­ur gagn­ast við ákvarð­ana­töku. Það er svo hrika­leg að­för að þing­ræð­inu að ekki er við það un­andi. Þetta var ekki gert í neinu smá­máli, Kára­hnjúka­virkj­un er risa­vax­ið verk og fara verð­ur með mál­ið sam­kvæmt því.Val­gerð­ur var í vond­um mál­um 2002 þeg­ar ákvörð­un­in var tek­in. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stóð veru­lega höll­um fæti, ekki síst í kjör­dæmi Val­gerð­ar. Flokksma­skín­an kunni eng­in ráð önn­ur en að ganga frá samn­ing­um um virkj­un og iðju­ver. Það var gert í flýti og með þeim ósköp­um sem nú eru að koma fram. Flokk­ur­inn átti enga inni­stæðu, bjó sér í hag­inn með­al ann­ars með því að fela gagn­rýni á stóru fyr­ir­ætl­an­irn­ar. Nú er kom­ið að öðr­um kosn­ing­um og að skulda­dög­um. Hvað nú, Val­gerð­ur? Og hvað nú, Fram­sókn?Stutt er til kosn­inga og ekki fer Fram­sókn vel af stað. For­mað­ur­inn hrökkl­að­ist frá, flokks­menn kusu helsta ráð­gjaf­ann í hans stað, Val­gerð­ur er í nauð­vörn og þann­ig hef­ur mætti flokks­ins hef­ur ver­ið ráð­staf­að. Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir er ekki ein Ís­lend­inga þeirr­ar skoð­un­ar að Al­þingi sé ekki allt­af treyst­andi. Full­yrð­ing­ar á þá leið heyr­ast víða og oft. En að ráð­herr­ar haldi að hægt sé að skammta þing­inu upp­lýs­ing­ar þeg­ar það stend­ur frammi fyr­ir eins mik­illi ákvörð­un og það gerði þeg­ar fall­ist var á gerð Kára­hnjúka­virkj­un­ar er al­gjör­lega gal­ið. Ráð­herr­ann má ekki kom­ast upp um slíkt. Senni­lega eru þetta enda­lok­in hjá Val­gerði. Kannski hrekst hún heim rétt ein­sog þeir hin­ir ráð­herr­arn­ir sem frek­ast­ir voru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband