Roku­þing­menn

29. ágúst 2006

 Jón­as Krist­jáns­son, sem er einn mik­il­hæf­asti fjöl­miðla­mað­ur lands­ins, kall­ar það roku­frétt­ir þeg­ar mik­ið er sagt í einni frétt og ekk­ert fram­hald verð­ur á mál­inu. Kenn­ing Jón­as­ar leit­ar oft á hug­ann þeg­ar þing­menn gapa og garga full­ir vand­læt­ing­ar vegna ein­hvers. Nú kepp­ast stjórn­ar­and­stæð­ing­ar við að mála Val­gerði Sverr­is­dótt­ur hin­um verstu lit­um. Hún á það svo sem al­veg skil­ið, en öll stóru orð­in og allt það mikla sem sagt er vegna Val­gerð­ar og henn­ar mál­flutn­ings er dæmi um roku­kenn­ingu Jón­as­ar. Sem fyrr munu þing­menn­irn­ir stór­mæltu ekki gera neitt ann­að en hafa stór orð um Val­gerði.Kannski geta þeir fátt gert. Þing­ið er hvort eð fyr­ir löngu hætt að virka. Á Ís­landi er bú­ið að af­nema þing­ræð­ið og fram­kvæmda­vald­ið hef­ur náð öll­um völd­um. Eða hve­nær  henti það síð­ast að ráð­herr­ar hafi ekki kom­ið mál­um í gegn, að þing­ið hafi með sinni vinnu, sinni af­stöðu fellt mál frá ráð­herr­um? Það bara ger­ist ekki. Þó þing­menn tal­i um vinn­una sína sem hina mestu al­vöru og að þeir séu störf­um hlaðn­ir og beri mikla ábyrgð þá get­um við hin ekki séð að svo sé. Meira að segja einn af reynd­ustu þing­mönn­un­um og reynd­ur ráð­herra hef­ur sagt að sér­fræði­álit eigi ekki er­indi til þing­manna, það sé ekki þeirra að skilja orð sér­fræð­inga. Krist­inn H. Gunn­ars­son er eina þekkta und­an­tekn­ing­in, og ekki í fyrsta sinn, en það er ann­að mál, enda ekki sjálf­gef­ið að hann telj­ist til stjórn­ar­sinna.Þess vegna er al­veg sama í hversu vonda stöðu Val­gerð­ur hef­ur kom­ið sér, hver stjórn­ar­sinn­inn á eft­ir öðr­um mun gera allt til að verja hana og rétt­læta gerð­ir henn­ar og orð. Þann­ig er það og þann­ig verð­ur það. Vel má vera að ein­staka stjórn­ar­and­stæð­ing­ur á þingi fari mik­inn þessa dag­ana, en það býr ekk­ert að baki, ekk­ert. Þó full­yrt sé að ráð­herr­ar í öðr­um lönd­um hefðu sagt af sér, þó sagt sé að Val­gerð­ur hafi sýnt fá­dæma hroka og lít­ils­virð­ingu, er það allt. Eng­in eft­ir­mál verða og stór­lega má ef­ast um að al­vara sé að baki öll­um full­yrð­ing­un­um og öll­um stóru orð­un­um. Það má vel vera að engu breyti hver mál­stað­ur­inn er, bara að eft­ir hon­um verði tek­ið. Í veiga­mestu mál­um hef­ur Al­þingi ekk­ert að segja. Frum­vörp eru sam­in í öðr­um hús­um af öðru fólki. Þau eru kynnt þing­mönn­um sem fjalla um þau og ná kannski fram ein­staka breyt­ing­um í ein­staka mál­um. Vilji ráð­herr­anna verð­ur allt­af of­an á. Líka þeg­ar verð­ur að verja þá vegna vit­leys­unn­ar sem þeir segja eða gera. Liðs­heild­in held­ur.Upp­lýs­ing­arn­ar sem var hald­ið frá Al­þingi hefðu svo sem engu breytt. Það er rétt hjá Val­gerði. Dav­íð Odds­son og Hall­dór Ás­gríms­son voru bún­ir að semja sín á milli um Kára­hnjúka­virkj­un. Það dugði í þá daga. Þeir tóku ákvarð­an­ir og fengu stimpla frá Al­þingi. Þann­ig var það. All­ar heims­ins upp­lýs­ing­ar hefðu engu breytt.Al­þing­is­menn reka upp rok­ur svo þeir gleym­ist ekki. En hvað þeir segja gleym­ist jafn­harð­an.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband