Hreint borð

31. ágúst 2006

 Að­gerða­leysi er dug­legu fólki hættu­legt. Eins ef það finn­ur sér ekki verk­efni þó nóg sé að gera. Þann­ig virð­ist kom­ið fyr­ir Birni Bjarna­syni dóms­mála­ráð­herra. Hann læt­ur ein­sog hann hafi ekk­ert þarft að gera og tal­ar fyr­ir her og leyni­þjón­ustu.Ekki er það svo að af því sem heyr­ir und­ir Björn sé allt með þeim ágæt­um að ráð­herr­ann hafi tíma til dek­ur­verk­efna.  Flokk­ur Björns hef­ur fært hon­um völd sem eru vand­með­far­in. Með­al þess sem hon­um er ætl­að er ábyrgð á lög­reglu og fang­els­um. Þar virð­ist margt í kalda koli. Ol­íu­svika­mál­ið hreyf­ist á hraða sni­gils­ins, ann­að hvort vant­ar getu eða áhuga til að koma mál­inu á þann hraða sem þarf. Ekki vant­ar pen­inga til rann­sókna, það hef­ur sann­ast í öðr­um mál­um. Sama er að segja um nán­ast allt sem snýr að fang­els­um, þar er væg­ast sagt allt í kalda koli. Þau er of fá, of þröng, of göm­ul og fang­arn­ir hafa að­gang að fíkni­efn­um ein­sog hvern list­ir. Í stað þess að taka á því sem brýn­ast er virð­ist ráð­herr­ann sitja og móta í huga sér fram­tíð­ar­mynd­ir af leyni­þjón­ust­um og herj­um.Ef­laust hef­ur ráð­herr­ann þung­ar áhyggj­ur af Baugs­mál­inu. Hið op­in­bera hef­ur senni­lega eytt meira af pen­ing­um í það mál en nokk­urt ann­að meint saka­mál. Hið op­in­bera hef­ur reynt aft­ur og aft­ur og eng­ar sak­ir feng­ið við­ur­kennd­ar, alla­vega ekki enn. Í stað eirð­ar­leys­is og að­gerða­leys­is get­ur Björn lát­ið til sín taka þar sem þörf er á að hann leggi mál­um lið.Fang­els­is­mála­stjóri hef­ur feng­ið nóg og hót­ar að hætta störf­um sök­um þess hversu illa er stað­ið að mál­um. Hann seg­ist hrein­lega ekki geta ver­ið ábyrg­ur fyr­ir því slei­far­lagi sem er á öllu í þeim mála­flokki, hef­ur feng­ið nóg. Þarna eru ær­in verk­efni fyr­ir Björn.Það þarf að styrkja rann­sókn­ina á ol­íu­svika­mál­inu. Þó ekki væri nema vegna sak­born­ing­anna. Þeir eru menn og þeir eiga líka rétt. Það er ekki hægt að gera nokkr­um manni það að ganga ár eft­ir ár með­al fólks og vera sí­fellt dæmd­ur af sam­fé­lag­inu. Til að dæma þá sem breyta rangt eru dóm­stól­ar og til að þeir geti dæmt þarf að rann­saka mál, ákæra og dæma. Sak­born­ing­ar eiga rétt á því að regl­ur sam­fé­lags­ins séu virt­ar og að dóm­ar verði felld­ir yf­ir þeim sem hafa brot­ið af sér. Svo eiga þeir sem eru ít­rek­að sýkn­að­ir af ákær­um hins op­in­bera líka rétt. Kannski felst sá rétt­ur í því að ráð­herr­ann axli ábyrgð og sjái til þess að þeir valds­menn sem und­ir hann heyra virði fólk og fari vel með vald sitt. Allt eru þetta brýn verk­efni sem dóms­mála­ráð­herra þarf að taka á og koma áfram. Það er nóg að gera fyr­ir dóms­mála­ráð­herra og kannski fer best á því að hug­mynd­ir um leyni­þjón­ustu og her bíði þar til ekk­ert ann­að er á borði ráð­herra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband