Breytt Blað

1. september 2006

 Mik­il tíð­indi eru í út­gáfu Blaðs­ins í dag. Upp­lag þess hef­ur ver­ið auk­ið og er því nú dreift í rétt um eitt­hundr­að þús­und ein­tök­um. Fram­veg­is mun Blað­ið ber­ast les­end­um að morgni og því er treyst að les­end­um muni fjölga veru­lega. Breyt­ing­ar eru gerð­ar á út­liti Blaðs­ins og efn­is­tök verða skýr­ari. Þar með er lok­ið við að gera þær breyt­ing­ar sem var tal­að um þeg­ar breyt­ing­ar urðu á rit­stjórn Blaðs­ins fyr­ir tæp­um tveim­ur mán­uð­um. Þrátt fyr­ir tíma­mót mun Blað­ið eigi að síð­ur halda áfram að breyt­ast og þrosk­ast.Blað­ið hef­ur nokkra sér­stöðu frá hin­um dag­blöð­un­um tveim­ur. Blað­ið mun ekki ætla sér að keppa beint við hin dag­blöð­in tvö, held­ur verða skýr val­kost­ur. Sér­staða þess er nokk­ur. Blað­ið verð­ur áfram al­þýð­legt, veit­ir upp­lýs­ing­ar og gæt­ir að hag neyt­enda. Blað­ið verð­ur hóf­samt og ákveð­ið, sann­gjarnt og kjark­að og leit­ast verð­ur við að í hverju tölu­blaði verði við­bót við allt það efni sem aðr­ir fjöl­miðl­ar birta.Í nú­tíma­sam­fé­lagi er það þann­ig að vel­flest­ir hafa að­gang að ljós­vaka­frétt­um að degi til og á kvöld­in og að­gang­ur Ís­lend­inga að tölv­um er meiri en al­mennt ger­ist. Þess vegna er að­gang­ur flestra að al­menn­um frétt­um nokk­ur og stund­um mik­ill. Blað­inu er ekki ætl­að að end­ur­segja frétt­ir sem aðr­ir fjöl­miðl­ar hafa birt. Það hef­ur þeg­ar skap­að sér sér­stöðu og áfram verð­ur hald­ið á þeirri braut.Mik­il og sterk við­brögð hafa ver­ið við þeim breyt­ing­um sem þeg­ar hafa ver­ið gerð­ar og er það von okk­ar sem störf­um við Blað­ið að þær breyt­ing­ar sem nú líta dags­ins ljós mæl­ist einn­ig vel fyr­ir. Það er þörf fyr­ir fjöl­mið­il sem eyk­ur lit­róf frétta, sem nálg­ast frétt­ir með öðr­um hætti en all­ir hin­ir, sem er í senn al­þýð­leg­ur og skemmti­leg­ur fjöl­mið­ill.En fjöl­mið­ill er ekki bara frétt­ir. Áfram verð­ur lögð al­úð við ann­ars­kon­ar efni. Í dag fylg­ir Orð­laus Blað­inu og verð­ur svo áfram á hverj­um föstu­degi. Fast­ir efn­is­flokk­ar verða alla daga, svo sem menn­ing, íþrótt­ir og fleira. Ekki verð­ur dreg­ið úr vægi þess­ara þátta þrátt fyr­ir að frétta­hlut­inn hafi ver­ið auk­inn. Með ann­arri upp­röð­un efn­is og fast­ari efn­is­tök­um mun fjöl­breytni auk­ast og meira verð­ur lagt í vinnslu alls efn­is. Tak­mark­ið er aug­ljóst. Blað­ið á að hafa sér­stöðu, Blað­ið á að vera skemmti­legt, fræð­andi og ábyrgt.Það er fleira sem breyt­ist en auk­ið upp­lag, morg­un­dreif­ing, út­lit og efn­is­tök. Í fyrstu verð­ur mánu­dags­út­gáfu Blaðs­ins hætt. Þar sem sömu blað­ber­ar dreifa Blað­inu og Morg­un­blað­inu er ekki unnt að bæta á þeirra vinnu á mánu­dög­um, en þá kem­ur fast­eigna­blað Morg­un­blaðs­ins út og því er vinna blað­bera mik­il á mánu­dög­um.Það er von okk­ar sem störf­um við út­gáfu Blaðs­ins að breyt­ing­ar á dreif­ingu og efn­is­tök­um sem og út­lit­inu verði til þess að styrkja enn frek­ar ágætt sam­band Blaðs­ins og les­enda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband