Smjör­klíp­ur og vin­ar­greið­ar

5. september 2006

  Kast­ljós­þátt­ur sunnu­dags­ins hlýt­ur að skipa sér í sér­stöðu. Dav­íð Odds­son var gest­ur þátt­ar­ins og virt­ist yf­ir­veg­að­ur og frið­sæll. Þrátt fyr­ir það skil­ur hann eft­ir svo marg­ar spurn­ing­ar að varla verð­ur tölu á kom­ið.Orð Dav­íðs um stöðu dóms­valds­ins voru ótrú­leg. Hann sagði dóm­stól­ana vera svo slaka að þeir ráði að­eins við gæslu­varð­hald­súr­skurði og sjoppu­rán. Ann­að ekki. Ótrú­leg orð manns sem hef­ur haft eins mik­il völd og raun ber vitni. Í stjórn­ar­tíð Dav­íðs dró sí­fellt úr valdi Al­þing­is, það varð af­greiðslu­stofn­un fyr­ir fram­kvæmda­vald­ið, þann­ig að leng­ur er varla hægt að tal­a um þrí­skipt­ingu valds­ins. Lög­gjaf­ar­vald­ið hef­ur aldr­ei ver­ið au­mara, og sam­kvæmt full­yrð­ing­um Dav­íðs er dóms­vald­ið gjör­sam­lega van­hæft til allra stærri mála.Kannski er ekki ástæða til að gera svo mik­ið úr því sem Dav­íð seg­ir. Alla­vega hirtu flest­ir ekk­ert um það þeg­ar hann sagði Hrein Lofts­son hafa ætl­að að bera á sig fé. Þeir höfðu set­ið sam­an við drykkju og Hreinn seg­ir Dav­íð hafa hót­að inn­rás í Baug, og til að jafna leik­inn bar Dav­íð á Hrein að hafa kom­ið með mútu­boð í um­boði Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar. Fá­ir trúðu Dav­íð. Í Kast­ljós­þætt­in­um upp­lýsti hann að hann hafi stund­að það sem hann kall­aði smjör­klípu­að­ferð­ina. Þeg­ar á hann var sótt átti hann til að kasta fram ein­hverju allt öðru og þann­ig rembd­ust and­stæð­ing­arn­ir við að verj­ast full­yrð­ing­un­um en gleymdu sókn­inni sem þeir voru í. Lík­legt verð­ur að telja að mútu­mál­ið hafi aldr­ei ver­ið mál, bara smjör­klípa. Án þess að þjóð­in þekkti nokk­uð til smjör­klípu­að­ferð­ar Dav­íðs, tók hún samt aldr­ei mark á mútu­máli Dav­íðs, fannst þetta vera eins og óþægi­lega klípa, smjör­klípa.Það er svo sem hægt að brosa af þessu. En það var ann­að sem Dav­íð sagði sem er ekki bros­legt. Er frek­ar óþægi­legt. Hann sagði Banda­ríkja­for­seta, vin sinn, hafa breytt ákvörð­un rík­is­stjórn­ar til að þókn­ast Dav­íð Odds­syni, vini sín­um. Má það vera að þann­ig ger­ist hjá ráða­mönn­um? Að þeir láti stjórn­ast af vin­skap við hina og þessa? Vissu­lega varð vin­átta Dav­íðs og Bush til þess að her­þot­urn­ar voru leng­ur á Ís­landi, en til hvers? Hvað vannst með því? Frest­ur? Fyrst Bush er svona góð­ur vin­ur Dav­íðs, er þá vin­átt­an ekki gagn­kvæm? Má vera að það sé skýr­ing­in á því hvers vegna Dav­íð bland­aði hinni frið­sælu ís­lensku þjóð í hern­aða­ráð­tök? Alla­vega nefndi Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son eina af bók­um sín­um: Há­deg­is­verð­ur­inn er aldr­ei ókeyp­is. Má það vera að Dav­íð hafi ver­ið að end­ur­gjalda Bush greið­ann, eða var það öf­ugt? Það er sama hvort er, jafn ógeð­fellt er hug­ar­far­ið.Dav­íð á fleiri vini en Bush. Kári Stef­áns­son kom í tví­gang fram í þætt­in­um sem sér­leg­ur vin­ur Dav­íðs. Sami Kári og allt ætl­aði vit­laust að gera vegna rík­is­ábyrgð­ar sem Dav­íð vildi að hann fengi, en Kári af­þakk­aði vegna and­stöð­unn­ar í sam­fé­lag­inu og sami Kári og hafði það í gegn með að­stoð Dav­íðs að Al­þingi sam­þykkti lög um mið­læg­an gagna­grunn á heil­brigð­is­sviði. Sem aldr­ei varð úr og var kannski aldr­ei ann­að en um­búð­ir. En vin­átt­an hélt, kannski er það að­al­at­rið­ið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband