Kjark­ur og kjós­end­ur

6. september 2006

 Fari svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur nái ekki meiri­hluta á þingi í kom­andi kosn­ing­um, á þá ekki að vera aug­ljóst að þeir sem nú eru í minni­hluta geri allt sem hægt er til að mynda rík­is­stjórn? Má vera að for­ystu­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna telji erf­itt að ráða þann­ig í úr­slit­in, verði þau með þeim hætti?Eft­ir tólf ára sam­fellda stjórn­ar­setu Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks á að vera aug­ljós krafa til stjórn­ar­and­stöð­unn­ar að hún sverji að mynda rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar hafi hún stöðu til þess. Það er ekki spenn­andi til þess að hugsa að ein­hverj­ir stjórn­ar­and­stæð­ing­ar þori ekki að taka af skar­ið og segja það blá­kalt að það verði for­gangs­verk­efni eft­ir kosn­ing­ar að mynda nýja rík­is­stjórn fái þeir afl til þess, og að þeir segi jafn­framt að breyt­ing­ar eða end­ur­lífg­un á nú­ver­andi stjórn verði þrauta­lend­ing sem ein­ung­is verði reynd tak­ist ekki að ná sam­an um stjórn­ar­sátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.Margt þakk­ar nú­ver­andi rík­is­stjórn sér og eins benda helstu tals­menn henn­ar á margt sem mið­ur hef­ur far­ið. Síð­ast gekk Dav­íð Odds­son lengra en aðr­ir hafa gert. Hann seg­ir rangt hald­ið á varn­ar­mál­um, hann hef­ur áhyggj­ur af rík­um Ís­lend­ing­um og af gagns­litlu dóms­kerfi. Efna­hags­mál­in hafa kom­ið á hans borð með öðr­um hætti en áð­ur var. Af þeim hef­ur hann áhyggj­ur. Allt það sem hann hef­ur sagt, og ein­hverj­ir fleiri stjórn­ar­sinn­ar, eru kjör­in vopn fyr­ir stjórn­ar­and­stöð­una og ef hana skort­ir ekki kjark­inn á hún að hefja bar­átt­una strax. Það er fínt fyr­ir kjós­end­ur að hafa klára val­kosti. Nú­ver­andi rík­is­stjórn verði áfram eða að við taki rík­is­stjórn þeirra flokka sem nú eru valda­laus­ir; sem hafa set­ið á áhorf­enda­bekkj­un­um og sem hafa ein­staka sinn­um náð að hafa nógu hátt til að eft­ir þeim væri tek­ið og gagn hafi orð­ið af. Þar má nefna björg­un fjöl­miðla­frum­varps­fárs Dav­íðs Odds­son­ar.Fari svo að stjórn­ar­flokk­arn­ir haldi meiri­hluta er lík­leg­ast að þeir starfi sam­an að lokn­um kosn­ing­um. Und­an­tekn­ing­ar­lít­ið eða jafn­vel und­an­tekn­ing­ar­laust mæra all­ir stjórn­ar­sinn­ar sam­starf flokk­anna. Þess vegna er ekki hægt að sjá hvers vegna það haldi ekki áfram eft­ir kosn­ing­ar verði flokk­arn­ir með meiri­hluta á þingi. Út­lit er fyr­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verði aum­ur eft­ir kosn­ing­ar, en það hef­ur ekki trufl­að Sjálf­stæð­is­flokk­inn til þessa eins og sjá má á nú­ver­andi sam­starfi þeirra í rík­is­stjórn og byggða­stjórn­um hér og þar um land­ið.Með sama hætti er ábyrgð lögð á stjórn­ar­and­stöð­una ef rík­is­stjórn­in fell­ur. Ábyrgð­in er fal­in í því að þá ætla kjós­end­ur nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu að taka við lands­stjórn­inni. Þá er uppi klár af­staða kjós­enda og það er kom­inn tími til að stjórn­mála­menn virði vilja kjós­enda og taki hann fram yf­ir eig­in hag. Sjald­an eða aldr­ei hafa ver­ið eins fín­ir mögu­leik­ar á skýr­um val­kost­um í kosn­ing­um sem nú. Eina sem vant­ar er hrein­skilni og kjark­ur for­ystu­fólks­ins. Það verð­ur að tal­a skýrt, bæði þau sem nú eru rík­is­stjórn og eins þau sem eru ut­an stjórn­ar. Kjós­end­ur eru ef­laust reiðu­bún­ir að gera upp hug sinn; nú­ver­andi rík­is­stjórn eða rík­is­stjórn nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu. Svör ós­kast frá flokk­un­um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband