Bar­smíð­ar lög­reglu

7. september 2006

 Las í blaði að lög­regla hefði þurft að beita kylf­um í átök­um við hóp ung­linga. Ef það er rétt þá er það vænt­an­lega mat lög­reglu að svo hafi ver­ið. Lík­lega eru ung­ling­arn­ir á öðru máli en lög­regl­an. Það er all­send­is óvíst að ung­ling­arn­ir, eða all­ir aðr­ir en lög­regl­an, hafi sama mat á hvort lög­regla þurfi að beita bar­efli á borg­ar­ana.Um­ræð­an um lög­regl­una snýst mest um að efla þurfi lög­reglu, stofna nýj­ar deild­ir sem hafi víð­tæk­ari heim­ild­ir en nú er og svo bæt­ast við full­yrð­ing­ar um að beita þurfi bar­efl­um. Er ekki rétt að hinkra að­eins við? Vissu­lega koma upp að­stæð­ur þar sem fólki og þar á með­al lög­reglu staf­ar ógn af fram­ferði ein­hverra glæpa­manna. En það er ekki hið dæmi­gerða og drukkn­ir ung­ling­ar rétt­læta ekki bar­smíð­ar lög­reglu nema þeir hafi brot­ið harka­lega af sér. Bar­smíð­ar lög­reglu hafa ekki ver­ið rök­studd­ar.Halda mætti að þeir sem stýra lög­regl­unni séu her­ská­ir. Í stað þess að efla traust á milli lög­reglu og borg­ar­anna er nær ein­ung­is rætt um meira vald og meiri ógn af lög­reglu.Al­mennt ber að hræð­ast ef lög­regla hef­ur of víð­tæk­ar heim­ild­ir, bæði til vopna­burð­ar og beit­ing­ar vopna, sem og til með­ferð­ar upp­lýs­inga um borg­ar­ana. Jón­as Krist­jáns­son hef­ur áhyggj­ur af hugs­an­legri ís­lenskri leyni­þjón­ustu og skrif­ar á vef sinn: „Patr­ick Gray ját­aði fyr­ir banda­rískri þing­nefnd að hafa eytt gögn­um til að verja Nix­on Banda­ríkja­for­seta falli. Ge­orge J. Te­net gerði það sama fyr­ir Ge­orge W. Bush for­seta, en var fræg­ast­ur fyr­ir að segja það vera „piece of cake" að finna ger­eyð­ing­ar­vopn í Ír­ak. Þetta eru fræg­ustu for­stjór­ar CIA, ágæt dæmi um, að leyni­þjón­ust­ur fara úr bönd­um, þótt þær séu vel meint­ar. Hið sama mun ger­ast með leyni­þjón­ustu Björns Bjarna­son­ar dóms­mála­ráð­herra. Hún mun gefa rang­ar upp­lýs­ing­ar, verða stað­in að svín­aríi og hafa af­skipti af inn­lend­um stjórn­mál­um, til dæm­is með njósn­um um stjórn­ar­and­stæð­inga.”Það er mik­ið til í þessu. Vel má vera að þeir sem und­ir­búa leyni­þjón­ustu hafi ekk­ert af þessu í huga, en heim­ild­ir til per­sónu­njósna verða til og all­send­is óvíst er hverj­ir fara með heim­ild­irn­ar næst og hvern­ig sam­fé­lag­ið verð­ur. Það er ástæða til að ótt­ast. Kannski sýna síma­hler­an­ir fyrri ára það ein­mitt. Var­ist er af krafti til að fela upp­lýs­ing­arn­ar. Það mun end­ur­taka sig ef hér verð­ur leyni­þjón­usta.Best er að fara var­lega. Fyr­ir ekki svo löngu hefði þótt ótækt að lög­regla not­aði bar­efli á drukkna ung­linga án þess að það drægi dilk á eft­ir sér. Í dag er það tek­ið svo gilt að fyr­ir­vara­laust er tal­að um að það hafi þurft að beita of­beldi. Eng­in gagn­rýni, ekk­ert at­huga­vert. Sama mun vænt­an­lega ger­ast með leyni­þjón­ustu, hægt og bít­andi verð­ur hún fyr­ir­ferð­ar­meiri, meira ógn­andi, verri og verri. Vin­sam­leg­ast hinkr­um við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband