Hálf­ur ráð­herra

12. september

 Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir baðst ein­hverra hluta vegna und­an helsta verk­efni ut­an­rík­is­ráð­herra þeg­ar hún tók við emb­ætt­inu. Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir er þess vegna að­eins hálf­ur ráð­herra, en á full­um laun­um. Varn­ar­mál­in eru á borði for­sæt­is­ráð­herra sem er manna snjall­ast­ur í að þegja og fela upp­lýs­ing­ar. Nú hef­ur kom­ið í ljós, nán­ast öll­um að óvör­um, að eng­inn hef­ur fylgst með loft­ferð­um við Ís­land í nokk­urn tíma. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur von­andi vit­að af þessu, en þó kos­ið að segja ekki frá. Sú krafa er ekki gerð til Val­gerð­ar Sverr­is­dótt­ur ut­an­rík­is­ráð­herra að hún hafi vit­að af varn­ar­leys­inu. Enda er það ekki á henn­ar borði. Hún af­þakk­aði stærsta verk­efni ráðu­neyt­is­ins.Hvers vegna ætli það líð­ist að ut­an­rík­is­ráð­herra fari ekki með varn­ar­mál og hvers vegna geng­ur það í lang­an tíma að ut­an­rík­is­mála­nefnd viti ekki af varn­ar­leys­inu? Svör­in eru aug­ljós.Til að byrja með sann­ar staða Val­gerð­ar að í raun skipt­ir það eitt mál að halda rík­is­stjórn­inni sam­an. Ráð­herr­ar koma og ráð­herr­ar fara af meiri krafti en dæmi eru um. Fram­sókn er svo illa leik­in að flokk­ur­inn hafði eng­an til að gegna emb­ætti ut­an­rík­is­ráð­herra; bekk­ur­inn er bara of þunnt skip­að­ur og þess vegna varð úr að Val­gerð­ur var sett í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið til að flokk­ur­inn teld­ist halda því emb­ætti, en þar sem hún treysti sér ekki til verks­ins var fund­in þessa sér­staka leið að fela öðr­um að fara með eina mál­ið sem skipt­ir veru­legu máli. Eft­ir sit­ur Val­gerð­ur í emb­ætti til þess eins að vista það fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn, til að draga úr eða til að fela nið­ur­læg­ing­una.Ut­an­rík­is­mála­nefnd var ekki sett inn í stöðu varn­ar­mála vegna þess að hún skipt­ir engu máli, alla vega ekki miklu. Á Ís­landi er ráð­herra­ræði og það er í mesta lagi fyr­ir kurt­eis­is­sak­ir sem þing­nefnd­ir eru sett­ar inn í mál, og þá helst ef ein­staka þing­menn hafa kvart­að sár­an. Mein­ing­in með því að setja þing­ið inn í ein­stök mál er í sjálfu sér eng­in. Ekki nokk­ur. Það er bara þann­ig að það þarf að gera ým­is­legt til að halda frið­inn, til að láta hlut­ina líta sem best út. En í erli valds­ins get­ur það svo sem gleymst og lái for­sæt­is­ráð­herra hver sem vill þó hann upp­lýsi þing­ið ekki um þetta mál. Það hefði engu breytt. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ar hefðu kannski hróp­að á torg­um. Ekki hafa þeir þing­ið til þess. Það er enn í sum­ar­fríi og hef­ur ver­ið síð­an snemma í vor. Stjórn­ar­sinn­ar hefðu hvort eð er sagt þetta allt í besta lagi, ráð­herr­ana alla vera að gera rétt. Þann­ig er það og þann­ig verð­ur það. Þing­menn ganga oft­ast lengst allra í að lít­il­lækka eig­in störf og eig­in stöðu.Staða þjóð­ar­inn­ar væri ör­ugg­lega ekki verri og ekki betri þó Val­gerð­ur væri al­vöru ráð­herra og sinnti öll­um störf­um ut­an­rík­is­ráð­herra. Það skipti senni­lega engu. Varð­veisla henn­ar á emb­ætt­inu fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn sýn­ir bet­ur en flest ann­að að stjórn­mál­in eru fyr­ir flokk­ana og ráða­menn­ina en ekki öf­ugt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband