Gott hjá Ög­mundi

13. september 2006

 Ög­mund­ur Jón­as­son stóð sig vel þeg­ar hann gekk af fundi þar sem út­deilt var upp­lýs­ing­um sem þegja á um. Það er rétt hjá þing­mann­in­um að af­þakka upp­lýs­ing­ar sem hann má ekki segja frá. Hann, einn þing­manna, gerði sér grein fyr­ir hver staða hans er, hvert hann sæk­ir um­boð sitt. Aðr­ir þing­menn létu ósó­mann yf­ir sig ganga. Fengu upp­lýs­ing­ar sem eru þeim með öllu gagns­laus­ar þar sem ekk­ert er með þær að gera. En Lands­virkj­un tókst enn frek­ar en áð­ur að láta hluta þing­heims taka þátt í þögn­inni gagn­vart þjóð­inni, gegn eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins.Hver arð­sem­in verð­ur af Kára­hnjúka­virkj­un er með­höndl­að sem hern­að­ar­leynd­ar­mál og sama er að segja um stöðu okk­ar gagn­vart Banda­ríkja­mönn­um vegna varna lands­ins. Merki­legt hvern­ig ráða­menn láta; þeir þegja um sjálf­sögð­ustu hluti og þá sjald­an þeir tjá sig þá er það í smá­skömmt­um eða jafn­vel með enn verri hætti. Þing­nefnd fær ein­hvers­kon­ar upp­lýs­ing­ar gegn lof­orði um að halda sann­leik­an­um frá um­bjóð­end­un­um. Og flest­ir þing­menn þiggja. Þetta er merki­legt.Þess vegna var það gott hjá Ög­mundi að ganga af fundi. Ef­laust líð­ur hon­um bet­ur á eft­ir; þarf ekki að ganga um með upp­lýs­ing­ar sem hann fékk sem þing­mað­ur en má ekki tal­a um við þá sem kusu hann, við þá sem veittu hon­um um­boð.Öll sú leynd sem ver­ið er að búa til um alla hluti er sér­stök. Meira að segja var upp­lýs­ing­um um fá­rán­leg­an rekst­ur stræt­is­vagna hald­ið frá eig­end­un­um, og það var sagt gert til að draga ekki úr gleði yf­ir mis­heppn­að­asta leiða­kerfi sem sög­ur fara af, leiða­kerfi sem hef­ur vald­ið miklu ósætti og óánægju.Nú búa nokkr­ir þing­menn að upp­lýs­ing­um um end­ur­skoð­aða arð­semi af Kára­hnjúka­virkj­un, en það er allt. Þeir hafa geng­ist und­ir skil­yrði; þeir mega ekk­ert segja um það sem þeir fengu að vita. Lands­virkj­un setti skil­yrði og þau halda. Á sama tíma segja stjórn­ar­menn í Lands­virkj­un fyr­ir­tæk­ið ekki vera rek­ið sem fyr­ir­tæki, frek­ar sem pól­it­ísk­an klúbb. Bæj­ar­stjór­inn á Ak­ur­eyri, sem á sæti í klúbbn­um, sagði í við­tal­i að við þetta kerfi væru kost­ir. Það er ekki víst að þeim sem eru ut­an við klúbb­inn finn­ist það sama, að eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem er í op­in­berri eigu lúti ekki eðli­leg­um lög­mál­um, held­ur stjórn­ist af stjórn­mál­um. Það þarf ekki að koma á óvart þeg­ar lit­ið er til þess að helst eru stjórn­mála­menn, ekki síst þeir sem eru hætt­ir, vald­ir til stjórn­ar­setu.Allt þetta á að kalla á við­brögð. Það sem Ög­mund­ur gerði breyt­ir eitt og sér kannski ekki miklu. Það vek­ur samt at­hygli á hvern­ig far­ið er með þing­ið og hvern­ig þing­menn eru reiðu­bún­ir að fara með þjóð­ina. Þiggja það sem að þeim er rétt, bara fyr­ir sig, en hirða minna um fólk­ið sem veit­ir um­boð­ið. Þess vegna var þetta fínt hjá Ög­mundi. Það er eng­inn til­gang­ur með því að búa yf­ir upp­lýs­ing­um sem ekki má fjalla um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband