Rúss­íbana­hag­stjórn

15. september 2006

 Dav­íð Odds­son og klapp­lið­ið hans í Seðla­bank­an­um komu ekki á óvart. Stýri­vext­ir voru hækk­að­ir eins og ráð var fyr­ir gert. Ut­an bank­ans er ekki klapp­að. Aðr­ir sem bera ábyrgð á vel­ferð þjóð­ar­inn­ar, svo sem tals­menn launa­fólks, eiga varla orð til að lýsa hag­stjórn­inni. Rúss­íbana­hag­stjórn, seg­ir hag­fræð­ing­ur Al­þýðu­sam­bands­ins.Í sum­ar gerðu deil­end­ur á vinnu­mark­aði og rík­is­stjórn með sér sam­komu­lag til að slá á verð­bólg­una. Von­ast var til að Dav­íð léti af eða að minnsta kosti drægi úr hækk­un vaxta með­an ár­ang­ur af að­gerð­um deil­end­anna og rík­is­ins kæmi í ljós. Þeim varð ekki að ósk sinni, ekki vinnu­veit­end­um, ekki laun­þeg­um og ekki rík­is­vald­inu. Dav­íð hirti ekk­ert um ósk­irn­ar og hækk­aði vext­ina. Hann ræð­ur. Þó svo all­ir aðr­ir væru sam­mála skorti það sem mestu skipt­ir á Ís­landi og hef­ur gert lengi. Það vant­aði sam­þykki Dav­íðs og því eru vext­ir enn hækk­að­ir og aðr­ir sem eiga að telj­ast ger­end­ur í hag­stjórn­inni sitja mátt­vana hjá.Þeir segja þetta merki­legt af hálfu Seðla­bank­ans, að hækka enn vexti við lok hag­sveifl­unn­ar þar sem það kall­ar á harka­legri lend­ingu en ann­ars hefði ver­ið. Draga mun úr láns­fé og draga mun úr fram­kvæmd­um hjá litl­um sem stór­um. Það bæt­ist við að stór­fram­kvæmd­ir verða minni og hag­vöxt­ur fell­ur og kaup­mátt­ur hækk­ar minna en hann hef­ur gert, jafn­vel ekk­ert. Þau sem hafa áhyggj­ur af efna­hags­stjórn­inni kalla á stöð­ug­leika, stöð­ug­leika og aft­ur stöð­ug­leika. Vont er fyr­ir alla að lifa í rúss­íbana­hag­kerfi. Fyr­ir­tæk­in búa við það að á ein­um tíma geng­ur ótrú­lega vel og á næsta þver­öf­ugt og það án þess að stjórn­end­urn­ir fái nokkru um ráð­ið. Þetta ástand hef­ur mik­il áhrif á af­komu okk­ar þegn­anna. Rúss­íbana­hag­stjórn­in hef­ur á sér marg­ar mynd­ir. Til dæm­is kvel­ur hún sprota­fyr­ir­tæki sem leita til ann­arra landa þar sem meiri ró er og rekstr­ar­for­send­ur eru meiri og betri.En hverj­um eig­um við að trúa? Dav­íð sem gef­ur ekk­ert eft­ir og herð­ir tök­in eða hin­um sem segja hann og hans fólk vera hald­ið fí­tons­krafti í vaxta­hækk­un­um sem geri fátt ann­að en að kalla fram harka­lega lend­ingu úr efna­hags­flugi sem reynd­ar Dav­íð hóf sem for­sæt­is­ráð­herra, og sem hann vill núna ljúka með brot­lend­ingu, eft­ir því sem aðr­ir segja.Á sama tíma kem­ur fram að fleiri Ís­lend­ing­ar en áð­ur vilja kanna að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þar blas­ir við okk­ur margt spenn­andi, svo sem lægri vext­ir, lægra mat­ar­verð og meiri stöð­ug­leiki. Vissu­lega spenn­andi, en áð­ur en til greina kem­ur að við sækj­um um að­ild að evr­unni einni eða Evr­ópu­sam­band­inu verð­um við víst að laga til heima fyr­ir og ræða sam­an af al­vöru og ekki af heift stjórn­mál­anna. Það eru kost­ir og gall­ar við hvoru­tveggja, evr­una og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu. Orð eru til alls fyrst, það á við ef við ósk­um að­ild­ar og ef við ætl­um sam­an að reyna að kom­ast úr rúss­íban­an­um. Eins og ráð­end­ur í hag­stjórn­inni töl­uðu og gerðu í gær eru von­irn­ar litl­ar. Því mið­ur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband