Verra en fjór­tán tvö

20. september 2006

 Ein mesta nið­ur­læg­ing sem Ís­lend­ing­ar hafa mátt þola frá öðr­um þjóð­um er fjór­tán tvö tap­ið gegn Dön­um fyr­ir tæp­um fjöru­tíu ár­um. Margt bend­ir til þess að nið­ur­læg­ing okk­ar í varn­ar­við­ræð­un­um verði enn meiri og verði okk­ur til að­hlát­urs um ókomna tíð.Þeg­ar ljóst var að Kan­inn ætl­aði að fara héð­an var fátt gert og Dav­íð Odds­son treysti lengst­um á meint­an vin­skap sinn við Ge­orge Bush. Hall­dór Ás­gríms­son sat og horfði á og hef­ur sagt eft­ir á að Dav­íð beri ábyrgð­ina á því hversu mik­ið hann treysti á Kan­ann. Ann­ar for­ing­inn var blind­ur af dýrk­un á Kanan­um, hin­um leist ekk­ert á en hafði ekki mann­dóm í sér til að bregð­ast við.Leynd­in yf­ir gangi við­ræðn­anna hef­ur ver­ið und­ar­leg og kall­að fram ýms­ar efa­semd­ir. Heima­menn á Suð­ur­nesj­um hafa ekk­ert feng­ið að vita, hvorki ráða­menn sveit­ar­fé­laga né tals­menn starfs­fólks­ins. All­ir sem hags­muni hafa bíða þess að fá að fylgj­ast með, bíða frétta. Á sama tíma þeg­ir for­sæt­is­ráð­herr­ann nú­ver­andi og að­al­ut­an­rík­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, Geir Ha­ar­de. Kannski hef­ur hann ekki frá neinu að segja og kýs að þegja. Að­stoð­ar­ut­an­rík­is­ráð­herr­ann Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir seg­ir ekk­ert og veit kannski ekk­ert. Ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar hafa fylgst með ís­lensku sendi­nefnd­inni þeg­ar hún geng­ur svip­þung á fundi og af fund­um með hern­að­ar­yf­ir­völd­um stór­veld­is­ins. Eng­ar frétt­ir fást og þögn­in er vand­ræða­leg og er senni­lega ekk­ert ann­að en þögn um vand­ræði, þögn um hall­ær­is­lega stöðu okk­ar manna í glímu við and­stæð­ing sem virð­ist okk­ur fremri á öll­um svið­um.Senni­leg­ast semja okk­ar menn um við­skiln­að Kanans þann­ig að hann skil­ur eft­ir ein­hver tæki og tól, borg­ar ein­hverja aura sem munu hvergi duga til að hreinsa upp alla þá meng­un sem eft­ir verð­ur. Það hef­ur kom­ið skýrt fram hér í Blað­inu að í ára­rað­ir var versti úr­gang­ur­inn urð­að­ur af varn­ar­lið­inu og víða er jarð­veg­ur illa meng­að­ur þess vegna. Ekki er minnsta von til þess að geng­ið verði frá för Kanans þann­ig að af­leið­ing­arn­ar af hans eig­in um­gengni bitni á öðr­um en okk­ur Ís­lend­ing­um. Allt gegn lágu gjaldi. Reisn okk­ar er ekki meiri en svo.Meint­ur vin­skap­ur Banda­ríkja­for­seta og Dav­íðs Odds­son­ar hef­ur hugs­an­lega orð­ið okk­ur dýr. Í stað þess að bregð­ast strax við þeg­ar ljóst var að her­inn færi var lát­ið reka á reið­an­um. Staða okk­ar er ekki síst þess vegna hlá­leg. Tóm­hent kem­ur ís­lenska sendi­nefnd­in af hverj­um fund­in­um af öðr­um. Al­gjör þögn rík­ir um hvað ber á milli, um hvað er tal­að, hvers við krefj­umst, hvers þeir krefj­ast og meira að segja er eng­in vitn­eskja um hverj­ar varn­ir lands­ins eru. Ráða­menn sem sjá and­skot­ann í hverju horni og vilja stofna heri og leyni­þjón­ust­ur sögðu ekk­ert, kannski vegna þess að þeir vissu ekki að eng­inn horfði á rat­sjár varn­ar­liðs­ins, eng­inn fylgd­ist með. Varn­irn­ar voru farn­ar og nið­ur­læg­ing ráða­manna op­in­ber­að­ist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband