Fram­boð og eft­ir­sjá

21. september 2006

 Sól­veig Pét­urs­dótt­ir, for­seti Al­þing­is, hef­ur ákveð­ið að vera ekki í kjöri til Al­þing­is næsta vor. Hún ætl­ar að draga sig út úr stjórn­mál­un­um. Sjálf seg­ir hún best að hætta með­an eft­ir­sjá sé að sér. Ekki skýrði hún hver sæi eft­ir henni né hvers vegna. Sól­veig hef­ur aldr­ei ris­ið hátt sem stjórn­mála­mað­ur. Bara alls ekki og þess vegna er eng­in eft­ir­sjá að henni. En best er að hún haldi að svo sé.Það má segja um fleiri sem nú ætla að láta af af­skipt­um af stjórn­mál­um eða hafa hætt á liðn­um mán­uð­um. Jó­hann Ár­sæls­son er einn þeirra. Hann hef­ur set­ið á Al­þingi í sex­tán ár og eft­ir þetta lang­an tíma er hann samt ekki þjóð­þekkt­ur mað­ur. Svo lít­ið hef­ur far­ið fyr­ir Jó­hanni og hans mál­stað að þjóð­in hef­ur al­mennt ekki veitt hon­um at­hygli. Þann­ig að ekki er víst að eft­ir­sjá sé að Jó­hanni.Svip­að er ástatt um marga aðra þing­menn, frá þeim hef­ur fátt eft­ir­tekt­ar­vert kom­ið og marg­ir þeirra ná aldr­ei að verða þjóð­þekkt­ir, þrátt fyr­ir að sitja ár­um sam­an á Al­þingi. Segja má að það sé svo sem ekki endi­lega rétti mæli­kvarð­inn. Þeir eru ekki endi­lega best­ir sem hæst láta, en samt er sér­stakt að gegna veiga­miklu emb­ætti í lang­an tíma án þess að vekja at­hygli. Staða hins al­menna þing­manns er senni­lega ekk­ert sér­stök. Verði hann ekki vin­sæll í spjall­þætti og sé hann ekki þess dug­legri að leggja fram mál, spyrj­ast fyr­ir og gera ann­að sem vek­ur eft­ir­tekt, dag­ar hann uppi ein­sog hver ann­ar emb­ætt­is­mað­ur. Án allr­ar at­hygli og án þess að hon­um sé veitt eft­ir­tekt.Sól­veig Pét­urs­dótt­ir náði ekki að spila vel úr þeim spil­um sem hún fékk á hönd­ina. Henn­ar verð­ur minnst sem ráð­herr­ans sem lét inn­rétta fyr­ir sig einka­sal­erni og ráð­herr­ans sem lét gera pappa­lögg­urn­ar. Vel má vera að Sól­veig hafi gert ann­að og merk­ara, en senni­lega muna það fá­ir nema hún og henn­ar nán­ustu. Ol­íu­svika­mál eig­in­manns­ins hef­ur ef­laust skemmt fyr­ir Sól­veigu og ráð­ið mestu um að hún hafi met­ið stöð­una þann­ig að eng­ir mögu­leik­ar væru á end­ur­kjöri og frek­ari þátt­töku í stjórn­mál­um. Það er ör­ugg­lega rétt mat, hitt er ör­ugg­lega ekki rétt mat, að eft­ir­sjá sé að Sól­veigu. Henni hef­ur ekki tek­ist að mynda eft­ir­spurn og þess vegna er eng­in eft­ir­sjá. Það er held­ur eng­in eft­ir­sjá að Jó­hanni Ár­sæls­syni og það var eng­in eft­ir­sjá að Tóm­asi Inga Ol­rich þeg­ar hann var gerð­ur að sendi­herra í Par­ís. Sama er hægt að segja um marga aðra þing­menn sem hafa lát­ið af störf­um. Sumra er sakn­að, ekki endi­lega vegna þess hversu mikl­ir þing­skör­ung­ar þeir hafa ver­ið, held­ur vegna ein­hvers ann­ars. Kannski vegna fram­komu, greind­ar, orð­heppni eða vegna ann­arr­ar skemmti­legr­ar fram­göngu. Það verð­ur ekki sagt um Sól­veigu Pét­urs­dótt­ur, ekki um Jó­hann Ár­sæls­son og ekki um svo marga aðra þing­menn. Að þeim hef­ur ekki ver­ið nein eft­ir­sjá og eng­in eft­ir­spurn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband