Lýð Odds­son á þing

22. september 2006

 Senn líð­ur að því að þing komi sam­an eft­ir sum­ar­frí. Þing­menn eiga enn eft­ir tvær vik­ur í eirð­ar­leysi eða til ann­arr­ar ráð­stöf­un­ar, að eig­in vali. Sum­ir þeirra eru dug­leg­ir og þurfa und­ir­bún­ing áð­ur en þing­störf­in hefj­ast. Aðr­ir eru það ekki og taka líf­inu því ró­lega þess­ar tvær vik­ur sem enn lifa af frí­inu, rétt ein­sog þeir hafa gert í svo marg­ar vik­ur. Þing­ið hætti óvenju snemma í vor vegna byggða­kosn­ing­anna og kom sam­an í fáa daga að þeim lokn­um. Þann­ig hef­ur sum­ar­frí þing­manna var­að í mán­uði.Þing­menn munu ef­laust verða á einu máli um að hafa þing­störf­in í vet­ur í styttra lagi. Nýtt þing verð­ur kos­ið í vor og kosn­ing­anna vegna munu þing­menn sam­þykkja að fara snemma heim, senni­lega seint í mars eða snemma í apr­íl. Með jóla­leyfi, páska­fríi og öðr­um hlé­um mun þing­ið starfa í um hálft ár að þessu sinni. Það hef­ur svo sem oft gerst áð­ur.Við sem ekki eig­um sæti á Al­þingi velt­um fyr­ir okk­ur hvað þing­menn að­haf­ist mán­uð eft­ir mán­uð án þess að hafa nein­ar starfs­skyld­ur. Sum­ir þeirra hafa haft mörg orð um all­skyns und­ir­bún­ing og að stjórn­mála­menn eigi helst aldr­ei frí; aðr­ir þing­menn tal­a bara ekk­ert um starf­ið í frí­tím­an­um og aðr­ir hafa ját­að að ekki sé við margt að vera drjúg­an hluta árs­ins. Löngu er tíma­bært að færa starfs­tíma Al­þing­is að nú­tím­an­um. Enn er mið­að við sauð­burð og rétt­ir. Sú var tíð­in að fjöldi bænda sat á þingi; eign­að­ist bóndi sæmi­legt bú var leið­in greið. Hann varð Fram­sókn­ar­mað­ur og síð­an þing­mað­ur. Þá varð þing­ið að taka mið af að­stæð­um fjölda þing­manna. Þetta hef­ur gjör­breyst. Í svip­inn kem­ur að­eins einn þing­mað­ur í hug­ann sem jafn­framt er al­vöru bóndi, en það er Drífa Hjart­ar­dótt­ir sem ólíkt bænd­um og þing­mönn­um fyrri ára er hvorki karl né fram­sókn­ar­mað­ur. Ekki er mögu­legt að sætt­ast á að þing­störf­in taki mið af að­stæð­um Dríf­ar einn­ar, enda ótrú­legt að hún ætl­ist til þess. Kannski kunna þing­menn því vel að fara í frí snemma vors og mæta aft­ur snemma vetr­ar. Sauð­burð­ur og slát­ur­tíð hafa hvort eð er lengi ekki skipt máli hjá þing­heimi. Þarf­ir þing­manna virð­ast bara vera þær að þeir kjósa að vera ut­an starfs­skyldna í lang­an tíma ár hvert.Próf­kjör og aðr­ar leið­ir til að velja fram­bjóð­end­ur fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar eru fram­und­an. Þá munu marg­ir stíga fram og sækj­ast eft­ir þing­setu. Sum­ir fram­bjóð­end­anna vilja láta til sín taka, aðr­ir ekki, hugsa frek­ar um þing­starf­ið sem huggu­lega vinnu. Lot­tó­ið hef­ur bú­ið til per­sónu, Lýð Odds­son, sem er full­ur iðju­leys­is. Hann á að hafa unn­ið mik­ið í lot­tó­inu og veit ekki hvað hann á af sér að gera. Stund­um minn­ir hann á þing­mann, eink­um og sér í lagi þing­mann að sumri. Lýð­ur vakn­ar snemma á morgn­ana, bara af því að hon­um þyk­ir svo gott að sofna aft­ur. Ef hægt væri að kjósa sum­ar­þing­menn og vetr­ar­þing­menn væri Lýð­ur kjör­inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband