Rit­skoð­un í stjórn­ar­ráði

26. september 2006

 For­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, Geir H. Ha­ar­de, hef­ur tek­ið upp nýja og áð­ur óþekkta siði í sam­skipt­um við fjöl­miðla. Þjóð­sög­ur segja reynd­ar að ámóta við­horf hafi ver­ið með­al ráða­manna um og eft­ir miðja síð­ustu öld. For­sæt­is­ráð­herr­ann nú­ver­andi veit­ir helst ekki við­töl nema vita ná­kvæm­lega um hvað verð­ur spurt og hvern­ig. Hann gengst jafn­vel und­ir að hafa við­tal við fjöl­miðla­menn með þeim skil­yrð­um að ein­ung­is verði spurt um það sem hann hef­ur sam­þykkt og ekki um ann­að. Und­ir þetta gang­ast ís­lensk­ir fjöl­miðla­menn, hver af öðr­um. Því mið­ur.Reynd­ar hafa sam­skipti fjöl­miðla og stjórn­mála­manna tek­ið mikl­um breyt­ing­um á löng­um tíma rík­is­stjórna Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Áð­ur var að­gengi að æðstu emb­ætt­is­mönn­um allt ann­að og betra. Þeg­ar Stein­grím­ur Her­manns­son var for­sæt­is­ráð­herra var Stein­grím­ur skráð­ur í síma­skrá, rétt ein­sog flest­ir þeir sem höfðu síma. Ef ég man rétt var heima­sími Stein­gríms á þeim tíma 41809. Ráða­menn síð­ustu ára hafa al­mennt fært sig fjær fjöl­miðl­um, þó hafa marg­ir þeirra gef­ið kost á við­töl­um, ým­ist á vett­vangi, á blaða­manna­fund­um og eink­um að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fund­um, þó þeir séu ekki vilj­ug­ir til að virða ósk­ir fjöl­miðla­manna og svari helst ekki skila­boð­um.Geir H. Ha­ar­de hef­ur tek­ið upp nýja siði. Al­menn­ir fjöl­miðl­ar ná und­an­tekn­ing­ar­lít­ið ekki sam­bandi við ráð­herr­ann. Síð­ast þeg­ar Blað­ið freist­aði þess að ná tal­i af for­sæt­is­ráð­herra var blaða­mað­ur í stjórn­ar­ráð­inu að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi og óskaði eft­ir sam­tal­i við ráð­herr­ann. Úr varð að að­stoð­ar­kona ráð­herr­ans spurði við hverju blaða­mað­ur vildi fá svör, sneri inn til fund­ar og kom út aft­ur með af­svör. Spurn­ing­arn­ar voru þess efn­is að for­sæt­is­ráð­herra vildi ekki svara. Hann beitti rit­skoð­un, hann hafn­aði að eiga sam­skipti við fjöl­mið­il sem fjall­aði um mál sem var ráð­herr­an­um ekki þókn­an­legt þá stund­ina. Í þessu til­felli þyrsti blaða­mann­inn í að fá svör við því hvort for­sæt­is­ráð­herra gæti svar­að hverj­ar varn­ir Ís­lands væru nú eft­ir þær breyt­ing­ar sem orð­ið hafa á hátt­um Banda­ríkja­hers á Mið­nes­heiði. Flókn­ara var það ekki.Á sama tíma og ráð­herra leyf­ir sér að reyna að stjórna því hvað sé í frétt­um og hvað ekki seg­ir Bald­ur Þór­halls­son pró­fess­or frá því að hann hafi sætt hót­un­um vegna starfa sinna, eða öllu held­ur vegna þess að ein­staka stjórn­mála­mönn­um hef­ur ekki lík­að nið­ur­stöð­ur úr rann­sókn­um fræði­manns­ins og þess vegna hafi hann ver­ið var­að­ur við. Ekki eru það bara munn­mæli, því Bald­ur á bréf frá hátt­sett­um emb­ætt­is­manni sem spurði hvern­ig Bald­ur vog­aði sér að fjalla um Ís­land og Evr­ópu­sam­band­ið og að hann væri kom­inn út í hel­myrk­ur öfga. Í helg­ar­við­tal­i við Blað­ið sagði Bald­ur: „Ég held líka að marg­ir stjórn­mála­menn á Ís­landi séu haldn­ir þeim mis­skiln­ingi að bæði fræði­menn og blaða­menn hafi pól­it­ísk­an til­gang með öllu sem þeir gera. Það er eðli­legt að stjórn­mála­menn hafi pól­it­ísk mark­mið en það er mis­skil­ing­ur að halda að aðr­ir hafi það.” Þetta eru góð orð og lýsa svo vel því and­rúmi sem nú er ráð­andi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband