Vafa­sam­ur fé­lags­skap­ur

28. september 2006

 Þau tíma­mót hafa orð­ið að varn­ir Ís­lands eru óþekkt­ar. Áð­ur gát­um við deilt um nauð­syn þeirra varna sem voru, en ekki leng­ur. Að­eins tveir Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir vita hvaða varn­ir eru til stað­ar eft­ir að banda­ríski her­inn fór héð­an, að mestu. Hann er ekki far­inn að fullu, held­ur eft­ir land­spildu í Grinda­vík og hef­ur áskil­ið sér rétt til að koma hing­að endr­um og sinn­um til æf­inga. Og her­inn fékk sínu fram­gengt.Það er ekki beint nota­legt til­hugs­un­ar að fram­und­an er sam­starf ís­lensku lögg­unn­ar og banda­ríska hers­ins, jafn­vel svo ná­ið að af og til verði skipst á mönn­um. Banda­ríkja­her hef­ur ekki það orð­spor að hann sé endi­lega heppi­leg­ur fé­lags­skap­ur. Her­inn hef­ur stund­að mikl­ar síma­hler­an­ir án dóms­úr­skurða og starf­ræk­ir vond fang­elsi, svo sem Abu Ghraib og Gu­ant­an­amo. Um mest­all­an heim ótt­ast fólk banda­ríska her­inn og með fullri virð­ingu fyr­ir ís­lensku lögg­unni er þessi her senni­leg­ast ekki sá fé­lags­skap­ur sem við vilj­um að lögg­an okk­ar sæki í.Það er eðli­legt að Ís­lend­ing­um standi ekki á sama. Ef leita verð­ur sam­starfs við aðr­ar þjóð­ir er mýkri ásýnd og vina­legri víð­ast ann­ars stað­ar. Þeg­ar þarf að end­ur­gera varn­ir lands­ins, bæði hvað varð­ar hern­að og ekki síð­ur að­gengi að land­inu í flug­höfn­um og við strend­ur lands­ins, er ekk­ert eðli­legra en að al­menn­ing­ur ef­ist um fram­ferði stjórn­mála­manna og emb­ætt­is­manna. Ný­leg dæmi um per­sónu­njósn­ir fyrri ára kalla á að heim­ild­ir til handa yf­ir­völd­um á hverj­um tíma verða að vera þröng­ar og tryggja verð­ur að ekki sé mögu­legt að mis­nota þær heim­ild­ir. Það er ekk­ert að því að ef­ast um heil­indi þeirra sem munu fara með heim­ild­ir til að fylgj­ast með ná­ung­an­um. Og það er enn frek­ar ástæða til að hafa áhyggj­ur ef læri­meist­ar­ar ís­lenskr­ar leyni­þjón­ustu koma frá þeim her sem ný­ver­ið var tek­inn í ból­inu fyr­ir að hafa stund­að meiri per­sónu­njósn­ir en áð­ur þekkt­ust, og allt án þess að hafa dóms­úr­skurði til verk­anna.Við verð­um að fara var­lega á þess­um tíma­mót­um. Það er vanda­verk að spila úr þann­ig að traust hald­ist og ekki verði ástæða til frek­ari efa­semda. Um ára­bil hef­ur hluti þjóð­ar­inn­ar ekki bor­ið traust til lög­reglu og sak­sókn­ara og ný­ver­ið bætt­ist Dav­íð Odds­son við, og bætti reynd­ar um bet­ur og sagði dóms­kerf­inu hér svo ábóta­vant að það ráði að­eins við gæslu­varð­hald­súr­skurði og sjoppu­rán. Með­an sá mað­ur sem mest völd hef­ur haft hér í ára­rað­ir tal­ar þann­ig er eðli­legt að aðr­ir Ís­lend­ing­ar hafi efa­semd­ir. Þess vegna er mik­il ábyrgð lögð á stjórn­völd að fara var­lega í að breyta lög­um á þá leið að leið­ir hins op­in­bera, hvaða nafni sem það nefn­ist, verði þann­ig að per­sónu­njósn­ir verði stund­að­ar hér. Upp­ljóstr­an­ir um ára­tuga eft­ir­lit með ein­staka þegn­um eiga það sam­eig­in­legt, að aldr­ei var ástæða til að­gerða, hvorki til að hand­taka menn eða ákæra. Leyni­þjón­ust­an var rek­in áfram af þrjósku og án nokk­urs ár­ang­urs. Það er saga sem ekki má end­ur­taka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband