Bú­ið í bili

29. september 2006

 Virkj­un­ar­sinn­ar hafa náð sínu fram. Háls­lón er að verða til og í það renn­ur eyði­legg­ing á hverri sek­úndu. Við er­um mörg sem vökn­uð­um of seint, gerð­um okk­ur ekki grein fyr­ir hversu trölls­leg­ar fram­kvæmd­irn­ar voru fyrr en um sein­an. Í upp­hafi voru fá­ir mót­mæl­end­ur sem stóðu með spjöld en sögðu fátt. Leik­ur­inn hef­ur æst, fleiri hafa bæst við og þung­inn er mik­ill. En senni­leg­ast er allt um sein­an. Háls­lón fyll­ist, land­ið breyt­ir um svip og raf­magn mun flæða í fa­brikk­una á Reyð­ar­firði. Ein­hverj­ir verða rík­ir, en það verð­ur ekki allt. Áhrif­in verða mik­il.Þessi mesta fram­kvæmd Ís­lands­sög­unn­ar mun halda uppi minn­ingu þeirra sem mest börð­ust til að allt þetta yrði að veru­leika og líka þeirra sem mest hafa lagst gegn fram­kvæmd­un­um. Trú­lega munu kom­andi kyn­slóð­ir minn­ast and­stæð­inga virkj­un­ar­inn­ar af meiri lotn­ingu en þeirra sem vildu virkja. Það seg­ir tals­vert um þjóð að hún skuli ekki eiga ann­ars úr­kosti til að verða rík­ari, en að leggja jafn mik­ið und­ir og raun er á.Ekki er laust við að ef­ast verði um fram­sýni þeirra stjórn­mála­manna sem mest áhrif höfðu á að virkj­un­in og ál­ver­ið verða að veru­leika.Aðr­ir at­vinnu­veg­ir hafa lið­ið fyr­ir skekkj­una sem varð í efna­hag þjóð­ar­inn­ar, ekk­ert hef­ur geng­ið eft­ir af þeim vætn­ing­um sem voru um at­vinnu fyr­ir Ís­lend­inga við gerð virkj­un­ar­inn­ar og ál­vers­ins. Og Hag­stof­an seg­ir Ís­lend­ing­um fækka á Aust­ur­landi. Vissu­lega mun þjóð­in fá tekj­ur af ál­ver­inu í lang­an tíma, en það eitt get­ur ekki leng­ur rétt­lætt allt sem gert hef­ur ver­ið. Þau rök dugðu áð­ur fyrr, rétt ein­sog áð­ur við­gekkst að meng­un væri urð­uð í jörðu og al­tal­að var að lengi tæki sjór­inn við og í hann var sett­ur all­ur fjand­inn. Nú eru aðr­ar kröf­ur og þær munu með­al ann­ars verða til þess að aldr­ei aft­ur verð­ur leit­að lausna til að bæta fjár­hag þjóð­ar­inn­ar eða ein­stakra byggða með öðru eins og gert var á Kára­hnjúk­um.Með afli þeirra sem hafa frá upp­hafi mót­mælt virkj­un­inni og því afli sem því fólki hef­ur bæst á leið­inni hef­ur orð­ið til stífla, stífla sem stjórn­mála­menn fram­tíð­ar­inn­ar kom­ast ekki yf­ir. Aldr­ei aft­ur skal verða grip­ið til eins rót­tækra að­gerða til redd­ing­ar, ekki til að bæta þjóð­ar­hag, ekki til að bæta hag ein­stakra sveit­ar­fé­laga og ekki til að auka fylgi stjórn­mála­flokka, jafn­vel þó öm­ur­lega standi á hjá þeim.Það sem lær­ist af því sem gert hef­ur ver­ið verð­ur von­andi að hér eft­ir verði far­ið hæg­ar, gert minna og lit­ið meir til fram­tíð­ar. Fari svo að and­mæl­in nú komi í veg fyr­ir fleiri svo stór­tæk­ar að­gerð­ir má segja að stríð­ið vinn­ist en orr­ust­an hafi tap­ast. Fórn­ar­kostn­að­ur verð­ur mik­ill en hugs­an­lega verð­ur ávinn­ing­ur fyr­ir aðr­ar perl­ur í nátt­úru Ís­lands einn­ig mik­ill. Þeir sem njóta munu mest í efna­legu til­liti af trölls­leg­um fram­kvæmd­um á Aust­ur­landi geta ekki lát­ið ein­sog tug­þús­und­ir Ís­lend­inga hafi ekk­ert um mál­ið að segja, að þeim komi þetta ekk­ert við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband