Rétt hjá Sól­veigu

4. október 2006

 Sól­veig Pét­urs­dótt­ir, for­seti Al­þing­is, sagði í ljós­vaka­við­tal­i að mál eig­in­manns henn­ar, Krist­ins Björns­son­ar, hefði haft áhrif á að hún hyggst ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri til Al­þing­is. Krist­inn var einn helsti ger­and­inn í ol­íu­svika­mál­inu. Ann­að sem Sól­veig sagði er merki­legt og verð­ur að ná eyr­um lög­reglu­yf­ir­valda og ákæru­valds, en það er sú stað­reynd að ol­íu­svika­mál­ið hef­ur ekki feng­ið eig­in­lega af­greiðslu og á með­an verða sak­born­ing­ar, fjöl­skyld­ur þeirra og aðr­ir sem mál­ið snert­ir að sæta því að hafa lok máls­ins yf­ir sér, án þess að vita hve­nær og hvern­ig mál­inu lýk­ur, það er hvort for­ráða­menn ol­íu­fé­lag­anna frá svika­tím­an­um verði sótt­ir til saka og þá hvern­ig og hvaða sak­ir verða hafð­ar uppi í hugs­an­leg­um refsi­mál­um. Þetta er ekki þol­andi, allra vegna. Vegna sak­born­ing­anna, vegna fjöl­skyldna þeirra og okk­ar hinna vegna, okk­ar sem er­um sann­færð um að illa hafi ver­ið far­ið með okk­ur, að á okk­ur hafi ver­ið brot­ið, og við vilj­um að þeir sem bera sak­ir fái mak­leg mála­gjöld.Það er ekki verj­andi að hafa mál óút­kljáð í ára­rað­ir, síst af öllu mál þar sem fyr­ir ligg­ur að blekk­ing­um og svik­um var beitt til að hafa fé af öll­um al­menn­ingi í land­inu. Þess vegna á all­ur al­menn­ing­ur óupp­gert við það fólk sem fremst fór í þessu mikla svika­máli. Al­menn­ing­ur er ekki dóms­vald og get­ur þess vegna ekki dæmt þá sem sek­ir eru. Það er hlut­verk dóm­stóla, en þeir geta held­ur ekk­ert gert fyrr en lög­regla og ákæru­vald­ið hafa lok­ið sín­um störf­um. Þar stend­ur hníf­ur­inn í kúnni. Mál­ið hef­ur ver­ið allt­of lengi í rann­sókn og það bitn­ar á svo mörg­um. Ef mála­lok væru feng­in væri and­rúm­ið allt ann­að, þátt­tak­end­ur ým­ist dæmd­ir eða sýkn­að­ir og mál­ið tek­ið frá dóm­stóli göt­unn­ar. Með­an það er þar bitn­ar það sem fyrr seg­ir á þeim sem ekk­ert geta gert. Með­al ann­ars á Sól­veigu Pét­urs­dótt­ur sem nán­ast seg­ir að hún eigi ekki frek­ari fram­tíð í stjórn­mál­um vegna máls­ins. Það er eina dæm­ið sem við þekkj­um af hlið­ar­áhrif­un­um, en auð­vit­að eru þau miklu fleiri.Þeg­ar af­brot er fram­ið er ör­uggt að fórn­ar­lömb þess verða mörg, þau sem eru svik­in eða meidd og að­stand­end­ur glæpa­manna verða oft­ar en ekki þol­end­ur. Svo virð­ist sem af­brota­menn ým­ist geri sér ekki grein fyr­ir óham­ingj­unni sem þeir kalla yf­ir sína nán­ustu eða að þeim sé bara al­veg sama.Enn er bið á að ol­íu­svika­mál­ið verði til lykta leitt. Með­an til þess skip­uð yf­ir­völd ná ekki að ljúka mál­inu þurfa þol­end­ur þess að búa við óvissu og dóm­hörku borg­ar­anna. Það er því okk­ur öll­um nauð­syn­legt að mál­inu ljúki og þeir sem sann­ar­lega brutu af sér fái sína dóma og ljúki refs­ing­um og þeir sem eru sak­laus­ir verði sýkn­ir saka eða þeim sleppt án eft­ir­mála. Þá mun þján­ing­um margra linna og þjóð­in hætt­ir von­andi að dæma þá sem brutu af sér, og ekki síð­ur ást­vini þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband