Ódýr mat­ur og breið­ir veg­ir

5. október 2006

 Kosn­ing­ar eru fram­und­an og stjórn­mála­menn hafa byrj­að und­ir­bún­ing­inn. For­síð­ur Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins í gær end­ur­spegl­uðu þenn­an raun­veru­leika. Morg­un­blað­ið sagði stjórn­völd hætt við frest­un fram­kvæmda og Frétta­blað­ið að mat­ar­verð verði lækk­að. Þetta hljóm­ar vel, en för­um að ráð­um land­bún­að­ar­ráð­herr­ans og segj­um; obbob­obb, hinkr­um að­eins við. Er ekki ein­sog þær fram­kvæmd­ir sem lof­að er að ráð­ast í hafi áð­ur ver­ið á dag­skrá og er ekki rétt mun­að að þær hafi áð­ur ver­ið sett­ar í bið? Jú, mik­il ósköp.Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa völd­in og þeir geta lof­að einu og öðru þar sem vald­ið er þeirra. Þeir geta meira að segja lof­að aft­ur því sama og þeir hafa áð­ur gert, ein­ung­is sagst ætla að taka til baka það sem þeir áð­ur sögð­ust ekki ætla að efna af eldri lof­orð­um. Við þetta er erf­itt fyr­ir stjórn­and­stöð­una að keppa. Það sem hún hef­ur helst lagt fram er að stefnt skuli að því að all­ir verði vin­ir og gangi sam­stíga til þings og kom­andi kosn­inga­vetr­ar. Þeir sem mest­an áhuga hafa á stjórn­mál­um segj­ast heyra að hug­ur fylgi ekki máli og þver­móðska, pirr­ing­ur og ósætti hafi þeg­ar tek­ið yf­ir fín­ustu orð um vin­átt­una.Flest­ir fjöl­miðl­ar hafa bor­ið að okk­ur full­fermi af stór­um orð­um og mikl­um vænt­ing­um stjórn­valda. Þann­ig verð­ur það á næstu mán­uð­um og frétt­ir af þing­störf­um í vet­ur verða þessu marki brennd­ar. Fjöldi þing­manna tek­ur þátt í próf­kjör­um þar sem þeir freista þess að fram­lengja starf sitt á þingi og þeir þing­menn munu flest­ir nota sér þau tæki­færi sem gef­ast til að koma sér á fram­færi. Vit­andi að hægt er að lofa nán­ast hverju sem er munu þing­menn­irn­ir ekki hika við að segja mik­ið. Hver man til að mynda lof­orð flokk­anna í byggða­kosn­ing­un­um í vor? Fá­ir.Í trausti þess að kjós­end­ur leggi ekki orð stjórn­mála­manna á minn­ið munu fram­bjóð­end­urn­ir hvergi hika við að segja mik­ið og lofa miklu. Dæmi um hvern­ig þetta geng­ur fyr­ir sig eru orð for­sæt­is­ráð­herra um að hætt hafi ver­ið við að hætta við áð­ur boð­að­ar fram­kvæmd­ir. Von­andi er að nú verði af end­ur­bót­um á veg­um, sér­stak­lega í ná­grenni Reykja­vík­ur þar sem álag­ið er gríð­ar­legt, slys­in mörg og sá langi tími sem það tek­ur að ferð­ast stutt­ar vega­lengd­ir hlýt­ur að vera þjóð­fé­lag­inu dýr. Spor­in hræða og þess vegna ber ekki að fagna strax og ótíma­bært er að halda að við stóru orð­in verði stað­ið nú, ekk­ert frek­ar en síð­ast og jafn­vel þar áð­ur. Varð­andi vil­yrði um lækk­un mat­ar­verðs þá vek­ur það fögn­uð. Stjórn­ar­flokk­arn­ir geta ekki beð­ið með fram­kvæmd­ir á því fram yf­ir kosn­ing­ar. Þeir eiga þess ekki kost, þjóð­in sætt­ir sig ekki við óbreytta stöðu. Það þarf ekki að senda þær fyr­ir­ætl­an­ir í um­hverf­is­mat, það þarf ekki að hanna þær af verk­fræð­ing­um, það þarf ekki að kaupa upp lönd og það þarf ekki að bjóða út fram­kvæmd­irn­ar. Til að lækka mat­ar­verð þarf helst tvennt að koma til, vilji og kjark­ur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband